Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 39

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 39
Yorkshire-maSurinn Framhald af bls. 13 CAM talaði ekki meira um ^ flug, en liann var ákveð- inn í að reyna aftur, þegar hann væri einn. Þegar Mully og Lavinia vorn farnar, sló hann öskuna úr pípunni sinn og lagðist á sófann og ein- beitti huganum, og áður en varði sveif hann í lausu lofti. Hann sveif til annarrar lilið- ar, rúmlega þrjú fet frá gólf- inu. Hér var ekkert um að villast. Hann sneri sér á kviðinn, svo að hann gæti horft nið- ur, hann kunni betur við það. „Auðvitað er þetta betra“, sagði hann, „hinsegin er ég eins og fugl, sem er að reyna að fljúga á bakinu. Þetta er rétta stellingin“. Hann baðaði út höndunum og sveif að sófanum. Þegar hann var svo sem eitt fet frá honum, nam hann staðar með því að þrýsta flötum lófum fram fyrir sig og kom niður á fæturna eins léttilega og þröstur. „Já, ef þetta er ekki saga til næsta bæjar“! hugsaði hann. Hann baðaði aftur út höndunum, sþyrnti í með tánum og hóf sig tií flugs. Hann flaug nú hringinn í kring í lierberginu, um eitt fet frá loftinu. Hann var ekki hikandi lengur og naut hins nýja hæfileika í ríkum mæli. Hann komst að raun um, að honum veittist flugið ekki erfitt, og hann þurfti heldur ekki að hucjsa um, livernig hann ætti að fljúga. Þegar liann kom í horn í herberg- inu, sveigði líkaminn ósjálf- rátt og sveif áfram. Heimurinn varð sem nýr í augum Sams. Herbergið varð allt annað. Hann gat horft ofan á hnrðir og skápa; og honum þótti stólarnir sérstak- lega skrítnir séðir ol'an frá. Hann tók eftir húsaslcúmi yfir skáp, og ryk var á öllum dyralistum. „Ég lreld að Mully þurfi að lesa yfir vinnukonunni“, hugsaði hann með sér. Svo gaf hann sig hinni dá- samlegu íþrótt á vald. Hann geystist um herbergið, lenti eins og fjöður og hóf sig upp með því að spyrna með tán- um. Hann gerði tilraunir með erfiðar lendingar, lil þess að reyna krafta sína. Hann var svo önnum kafinn, að hann tók ekki eftir því að Mully og Lavinia voru lcomnar heim; þegar þær komu inn í stofuna sat hann á skáp uppi undir lofti. „Nú á ég ekkert orð“, hvæsti Mully. „Sammyvvell Small! Viltu gera svo vel að koma niður, áður en þú háls- brýtur þig“! Sam brá svo mjög, að hann fer fólk að halda að þú sért með lausa skrúfu. Stundum harma ég þann dag, þegar við fengum leyfisbréfið“. „Einmitt“! sagði Sam; „Það kostaði mig sjö skild- inga og sex pence. Ég hefði getað i'engið hundaleyfi fyr- ir sömu upphæð“. „Fyrir koma þeir dagar, að ég óska, að þú hefðir kevpt þér hund“, sagði Mully. „Dagurinn í dag cr einn af þeim.“ 1 nokkra daga hugsaði gleymdi að fljúga og datt niður eins og aðrir dauðleg- ir menn. Þetta var mikið fall og Sam meiddist í bakinu; Mully varð að nudda hann með gigtaráburði, en var svo harðhent, að Sam hét því að þegja yfir afreki sínu, jafnvel þótt hann kæmi orði að. „Guð veit að ég hefi orðið að þola margt síðan ég gift- ist þér“, sagði Mully. „En þetta tekur þó út yfir allt. Ef þú heldur svona ál'ram, Sam ekkert um að fljúga. Bæði var það, að hann var allur lurkum laminn eftir fall- ið, og svo hitt, að Mully gætti l^ess að hann væri aldrei einn. En eina nótt vaknaði hann og varð þess var, að Mully var steinsofandi. Sam mjak- aði sér frarn úr á náttskyrt- unni og hóf sig til flugs. Hann sveimaði um í tvo-þrjá klukkutíma og lék sér í loft- inu eins og hann lysti. Upp frá þessu fór hann að fljúga um húsið á næturnar, þegar Mully svaf. Hann sveif gegn- um dyragættir, steypti sér niður að gólfi og þaut aftur upp á við eins og örskot. Hann tók að iðka ýmsar erfiðar flugþrautir. Að vísu gat hann flogið ósjálfrátt eins og fugl, en hann varð að læra ýmis listbrögð, sem flugvélar framkvæma, og það var við slíkar æfingar, að Sam varð fyrir alvarlegu skakkafalli. Eina nótt, þegar hann var á flugi í borðstofunni, og var að æfa á Immelmann-sveifl- unni svonefndu í gríð og ergi, steingleymdi hann glerljósa- krónunn og rakst á hana með braki og brestum. Hann féll á gólfið með slíkum dyrfk, að Lazarus mundi hafa vakn- að við. Þegar Mully kom æðandi inn og kveikti ljósið, sá hún að Sam var á náttskyrtunni, ataður blóði og glerbrotum. „Almáttugur hjálpi mér! Ilvað hefir þú nú verið að gera“? stundi hún upp. Sam var ruglaður í kollin- um, því að hann var með fjögra þumlunga langanskurð á höfðinu, og enginn nema Yorkshiremaður hefði þolað annað eins högg, án þess að höfuðkúpan brotnaði. „Það var nauðlending“, sagði hann. Mully baslaði Sam í rúmið og hringdi á lækni. Læknir- inn kom og saumaði skurð- inn saman með sex sporum. Sam lá nokkra daga, og Mully sagði ekki aukatekið orð um það, sem gerzt hafði. En Sam grunaði, að það væri geymt en ekki gleymt. Dag- inn sem hann fór á stjá, lét Mully hann setjast á sófann og leysti frá skjóðunni. „Heyrðu nú Sam“, sagð,i hún, „ég man vel þegar þú fannst upp sjálfsnúandi spunasnælduna, ég' veit að þú ert uppfinningamaður. En það eru takmörk fyrir því, sem menn geta gert, jafnvel uppfinníingamenn, Þegar mað- ur á þínum aldri fer á fætur um miðjar nætur og hangir á skyrtunni á ljósakrónum eins og api; nú, það sem ég vildi sagt hafa: Ef þú heldur þessu áfram, þá líður ekki á löngu, áður en þú verður klepptæ)kur. Reyndu nú að hætta þessu, væni. Þó að þú 5. tbi. VIICAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.