Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 15

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 15
Hundmörðurinn þykir duglegur að fiska, svo að' norrænir sportveið'i- menn eru lítið hrifnir af nærveru hans. Hundmörðurinn er upprunninn í Austur-Asíu, en talið er að hann hafi komið til Norðurlanda frá Rússlandi, en þangað var hann ný- lega fluttur. HUNDMÖRÐURINN NÝTT DÝR Á NORÐURLÖNDUM '-------------------------------_y í dýraríki Norðurlanda hefur nú bætzt við ný skepna og hörð af sér, og skulum við vona að engum loðdýraræktandanum detti í hug að flytja hana hingað til lands, því að þá sætum við trúlega uppi með nýtt vandamál í stíl við minkinn. Þessi nýja skepna hefur verið kölluð marð- hundur eða hundmörður á Norð- urlandamálum, enda minnir hún helzt í útliti á einhverskonar kynblending refs og greifingja. Það er Rússum að kenna, eins og margt annað slæmt, að hund- mörðurinn er kominn til Norð- urlanda. Dýrið að tarna á sem sé sín upprunalegu heimkynni í Austur-Asíu, allt frá ströndum Kínahafs syðra norður að Okotskahafi; í vestri voru nátt- úrleg landamæri þess Tíbet og Góbí. En rétt fyrir stríðið tóku Sovétmenn upp á þeim fjanda að dreifa hundmörðum víðsvegar um ríki sitt norðanvert, meðal annars í Eystrasaltslönd. Þaðan hafa dýrin stolizt til Norður- landa. Þarlendir menn eru lítið hrifnir af komu þeirra, því hundmerðir eru, líkt og minkar, duglegir að fiska og eru taldir geta valdið miklum usla við veiðiár. Þetta er búralegt kvik- indi og ekki stórt, þyngdin í hæsta lagi fimmtán kíló. Það liggur í dvala köldustu mánuði ársins og grefur sér þá híði djúpt í jörð, en líka er það nógu hagsýnt til að taka í notkun greni eftir greifingja og refi, ef það finnur þau. ÞEiR MUNA HENNI KINNHESTINN V____________________________________) Það á ekki af aumingja Kies- inger að ganga. Þegar hann kom til Brussel nýlega var hans óheillafylgja, Beate Klarsfeld, þegar mætt þar. Hann átti að tala um Evrópu og einingu henn- ar i Fagurlistahöllinni þar í borg. Hún hugsaði sér hinsvegar að segja stúdentum borgarinnar frá nasískri fortíð hans. Það var — eins og menn muna — Beate þessi sem gaf vestur- þýzka sambandskanslaranum kinnhest þann sem bergmálaði um heiminn gervallan. Berlinar- dómstóll einn var þá handfljót- ur að kveða upp dóm yfir stúlk- unni fyrir tiltækið, en hún lét sér hvergi bregða og er staðráð- in í að halda áfram að gera kanslaranum lífið brogað. En í Brussel munaði litlu að lögregl- unni tækist ekki að hindra áform hennar. Asamt tengdamóður sinni franskri (sjálf er Beate tuttugu og níu ára) gisti hún á Trattoria- hóteli. Klukkan hálfátta um morguninn komu tveir lögreglu- þjónar á hótelið og voru ómjúk- ir í máli; gáfu henni stundar- fjórðungs frest til a'ð klæðast og fylgjast svo með þeim. Frestur- inn var þó framlengdur um ann- an stundarfjórðung þegar tengda- móðirin mótmælti: Við erum þó dömur, messieurs. Myndir voru teknar af Beate og settar í skrá lögreglunnar yf- ir afbrotafólk, og síðan varð hún skriflega að skuldbinda sig til að yfirgefa Belgíu fyrir klukkan þrjú, góðri stund áður en Kies- inger átti að taka til máls. Þetta var gert samkvæmt skipun ör- yggislögreglunnar, sem dóms- málaráðherrann hafði vakið til dáða. Hún fékk þó komið til leiðar þeirri tilslökun að hún fékk að halda ræðu yfir þrjú hundruð stúdentum í fyrirlestrasal einum í Brussels-háskóla. Klukkan fjórtán mínútur yfir fimm tóku þær tengdamóðir hennar lestina til Parísar. En stúdentarnir mættu hundruðum saman í Fagurlistahöllinni. Þeir tóku hvað eftir annað fram í fyrir Kiesinger með því að hrópa: „Nazi!“ Þeir dreifðu einn- ig miðum með nazistaflokks- númeri ræðumanns (2.633.930) og dagseningu inntöku hans í flokkinn (1. marz 1933). Þá höfðu mótmælendurnir á lofti mynd af sambandskanslaranum ásamt álelruninni: Eftirlýstur fyrir skrifborðsmorð. (Eins og menn muna var Eichmann heitinn í pressunni titlaður skrifborðs- morð'ingi). Þegar Beate kom til Parísar, bárust henni tólf rauðar rósir. Sendandi var þýzki rithöfundur- inn Heinrich Böll. Beate í Berlín, þegar yfir henni var lesinn dómurinn fyrir kinn- hestinn: árs fangelsi. 5. tbi. VIKAN 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.