Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 22
Hún laut yfir spegilinn i kistulokinu til að festa lítinn perlukrans
í hárið.
Meðan hún var að þvi bar skugga á gulan líknarbelginn i glugg-
anum og svo mótaði fyrir fingurgómum á honum; það var eins og
geislabaugur um hvern fingur, þegar ókunn vera klóraði létt í skænið.
10. KAFLI
Eftir andartakshik opnaði Angelique gluggann.
Laumulegur maður stóð fyrir utan og litaðist snöggt um eins og hann
óttaðist að til hans sæist. Hún sá að þetta var Yann, bretonski piltur-
inn, sem verið hafði i áhöfn Goldsboro og Monsieur de Peyrac hafði
tekið með sér sem færan trésmið og mann sem þyldi bæði þreytu og
harðrétti.
— Greifafrú!
— Já?
Hann brosti og varð ol'urlítið vandræðalegur, eins og hann ætlaði að
fara að gera að gamni sínu, en svo gusaði hann allt í einu út úr sér:
— Monsieur de Peyrac ætlar að skjóta hryssuna yðar, Wallis. Hann
segir að hún sé viðsjál og hann hafi ákveðið í gær kð losa sig við hana.
Svo hvarf hann.
Angelique hafði varla tíma til að heyra hvað hann sagði, hvað
þá að skilja hvað það þýddi. Hún hallaði sér út um gluggann og kallaði:
— Yann!
En hann var horfinn. Glugginn var aftan á húsinu, sliammt frá skíð-
garðinum og milli hússins og skíðgarðsins virtist allt vopnabúr varð-
stöðvarinnar samankomið: múskettur, erkibyssur, bogar og örva-
mælar, ásamt með loðfeldum, leðurjökkum og einkennisbúningum. En
þarna var nóg af villimönnum til þess að hún gæti vakið á sér óvel-
komna athygli þeirra. Hún sá að þeir litu í áttina til hennar og flýtti
sér að loka glugganum aftur. Svo hallaði hún sér upp að veggnum og
hugsaði um hvað Bretoninn hafði verið að segja og þýðing varnaðar-
orða hans varð henni smám saman ljós. Þá fauk svo í hana að augu
hennar skutu gneistum. Hjartað tók að berjast i brjósti hennar og
henni fannst hún vera að kafna. Hún æddi um herbergið í leit að
skikkju sinni, en það vafðist fyrir henni, af því það var orðið koldimmt.
Hvilik fásinna að ætia sér að drepa Wallis, hryssuna, sem hún hafði
leitt hingað heilu og höldnu eftir svo margvíslega erfiðleika.
Það var með svona hegðun, sem menn gáfu konum til kynna, að þær
væru ekki til, að þær skiptu engu máli. Og það gat engin mannleg
vera, verð þess nafns þolað, mótmælalaust, jafnvel þótt hún væri
af veikara kyninu.
Svo Joffrey ætiaði að íelia Wallis og það án þess að segja henni frá
því. Wallis, hryssunni sem Angelique hafði riðið, þar til hana logverkj-
aði í bak og handleggi, stundum með lífið að veði. Eftir alla þá vinnu,
sem hún hafði eytt í það að róa hana, temja hana, þvinga hana til
að sættast við þetta ónumda land, sem skepnan virtist hafa yfirnátt-
úrulegt ofnæmi fyrir. Þarna voru margvíslegir þefir, sem hvorki hi-yss-
an né Angelique þoldu, eins og til dæmis lyktin af Indíánunum eða
af lággróðrinum í þessum eilífa skógi, sem hönd mannsins hafði aldrei
reynt að temja. Hryssan þjáðist bæði á sál og líkama í þessum fram-
andlega og óvingjarnlega heimi, sem hún var nú komin í móti viija
sínum; allri þessari víðáttu, þessu órækta gróðurmagni; það var eins
og hún hafði sálrænar þjáningar af því að hófum troða þetta ónumda
land. Mörgum sinnum hafði Angelique beðið járnsmiðinn frá Búrgúndí,
sem var í hópi þeirra, að lita á hófa hennar en hann fann ekkert at-
hugavert; skelfingin og þjáningin var öll í huga Wallis. Samt hafði
Angelique lánazt, eða því sem næst .....
Hún ætlaði að fara að geysast fram í framherbergið, þegar hún
nam staðar. Hún yrði að fara sér hægt til að koma ekki Bretonanum
unga í vanda. Hann hafði sýnt töluvert hugrekki með þvi að koma
og segja henni Það, sem hann hafði ekki fengið fyrirmæli um að að
gera. Joffrey de Peyrac var húsbóndinn og fyrirmæli hans spurði
enginn frekar út í. Skortur á aga, jafnvei mistök voru refsiverð undir
stjórn hans. Yann le la Couennec hlaut að hafa hikað lengi, áður en
hann lét til skarar skríða.
I þessum piltungi voru löluvert finni tilfinningar en í flestum
félögum hans. Á ferðinni hafði hann hvað eftir annað sýnt Madame
de Peyrac margvislega hjálpsemi, svo sem að halda í taumana á hryss-
unni, þegar þau fóru niður bratta brekku, eða með því að kemba
hryssunni, þegar komið var í áfangastað, og þaö hafði tekizt góð vin-
átta með þeim.
Svo um kvöldið, þegar hann heyrði greifann gefa fyrirmæli um að
fella hryssuna hafði hann ákveðið að koma og vara greifafrúna við.
Hún ákvað að halda rósemi sinni meðan hún ræddi málið við eigin-
mann sinn og minnast ekki á unga manninn.
1 flýti þreif hún og vafði um sig rauðbleikri taftskikkju, bryddaðri
með úlfsskinni, sem hún hafði enn ekki haft tækifæri til að kiæðast.
Madame Jonas fórnaði höndum, þegar hún kom auga á hana.
— Ætlar þú að fara á ball, Madame Angelique?
— Nei, ég ætla bara að fara að heilsa upp á hermennina i hinu hús-
inu. Ég hef nokkuð mjög mikilvægt að ræða við eiginmann minn.
— Nei, þú mátt ekki fara, mótmælti Maitre Jonas. — Allir þessir
Indíánar ...... Það er alls ekki fyrir kvenfólk að vera citt að ráfa
í miðjum hópi þessara villimanna.
— Ég þarf ekki annað en fara yfir hlaðið, sagði Angelique um
leið og hún opnaði dyrnar.
Dynurinn útifyrir var eins og högg i andlit hennar.
11. KAFLI
Sólin var ekki fyllilega sezt og gullin glóðin úr vestri baðaði sviðið
með óljósum rykkenndum ljóma, litaðri móðu af ari, reyk og gufu.
Daufur, sætur þefurinn af soðnum maís reis í skýjum upp úr
stórum, svörtum eldapottum yfir bálunum þremur. Hermennirnir jusu
upp súpunni með stórum trésleifum og hinir innfæddu þyrptust í
kringum kássupottinn með birkibarkartréskálarnar sinar eða jafn-
vel aðeins hola lófa, til að taka á móti sjóðheitum skammtinum og
þar bar ekki á að neinn léti hitann á sig fá.
Angelique náði dyrum aðalbyggingarinnar. Varðmaðurinn, sem við
þær stóð var önnum kafinn að skipta við Indíánana á tóbaksflögum
og svörtum oturskinnum.
Hún bað ekki leyfis h.já honum til að fara inn i húsið, þar sem hún
vonaðist til að finna Peyrac greifa. Hann var þar eins og hún hafði
vænzt, sat að sumbli með margbreytilegri hjörð manna. Fyrst í stað
sá hún ekki einu sinni Loménie greifa og liðsforingja hans. Þessi að-
alsalur varðstöðvarinnar var svo fullur af reyk að það var næstum
myrkur innifyrir, þótt þegar hefði verið kveikt á olíulömpunum á
veggjunum. En gegnum reykjarmökkinn var lampaljósið gult og
flöktandi eins og birtan af fjarlægum stjörnum.
Hún skildi dyrnar eftir opnar og það hreinsaði loftið ofurlítið; i
staðinn fyrir kom inn ferskt loft og nokkur útibirta. Angelique sá
að salurinn, sem var nokkuð stór, var þéttsetinn frá þröskuldi að
eldstæðinu, fjarst dyrunum. Þarna var langt, vandað borð og á því
voru rjúkandi diskar, koparbikarar og nokkrar flöskur úr reyktu
22 VTKAN 5-tbl-