Vikan


Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 23

Vikan - 30.01.1969, Blaðsíða 23
gleri, sömuleiðis belgmiklir leirkútar, barmafullir a£ hvitri Iroðu og angandi af bjór. Næst tóbakslyktinni var þessi súri þefur sterkastur, en síðan kom lyktin af heitri fitu og soðnu kjöti. Þá ógreinilegri og flóknari lykt af leðri og loðskinnum, en ofar og yfir öllu öðru hékk ismeygileg lyktin af koníaki og blandaðist saman við 'alla aðra þefi, eins og fíngerður, nistandi kontrapunktur, sem heyrist í gegnum fljót margra annarra hijóðfæra. Mennirnir voru með pípurnar uppi i sér og glas eða bikar innan seilingar. Þeir beittu hnífunum iðulega og skáru sér kjötflykki og tuggðu í ákafa. Tungur þeirra voru sömuleiðis önnum kafnar; há- værar samræður á indíánamállýzkum blandaðist saman við smjattið og við og við þrumdi við hlátur, svo héldu matarhljóðin og samræð- urnar áfram á ný. Við mitt borðið kom hún auga á Mopuntook höfðingja, sem þurrk- aði sér um hendurnar á síðum fléttunum og ekki langt frá honum sá hún húronan Odessonik með gullbryddaðan filthatt, sem Falliéres lautinant átti. Angelique hafði næstum á tilfinningunni að hún hefði ruðzt beint inn í Indíánabúðir, en Indíánarnir voru aðeins höfðingjar, að venju við borð fölu andlitanna og þótt undarlegt mætti virðast voru það raunar fölu andlitin sem voru önnum kafin að halda sér hátíð, þegar rökkrið féll á þennan októberdag. Verið var að halda hátíðleg- an fund, sem var þeim mun sögulegri sem hann hafði átt sér stað á næstum óþekktum stað á meginlandinu, milli hópa, sem komu sinn úr hvorri áttinni, og hvor um sig hafði vonazt til að sleppa við hinn hópinn eða að geta gefið honum ærlega á baukinn. E'n þótt allt væri fellt á yfirborðinu, höfðu þeir auga hver með öðrum í laumi. lnnri spenna þeirra og gagnstæðar hugmyndir lágu ekki i augum uppi. Loménie-Chambord greifi var sennilega einlægur, þegar hann sagð- ist álíta sig gæfusaman að hafa kynnzt Peyrac greifa undir svo frið- sömum kringumstæðum, en Don José Alvarez, hinn spánski ofursti Peyracs var fýlulegur og fullur fyrirlitningar á svipinn, þar sem hann stóð milii Indíána og Frakka og ærið pirraður af návist þessara innrásarmanna, i land, sem páfinn hafði allt frá árinu 1506 og um alla eilífð, helgað hinum allra kaþólskustu hátignum, konunginum og drottningunni af Spáni. Irinn O’Connell, rjóður eins og tómatur, var að velta því fyrir sér, hvers konar skýringu hann gæti gefið húsbónda sínum. Peyrac greifa, þegar að þvi kæmi að hann yrði spurður út úr um töku varðstöðv- arinnar. Þessir tveir eða þrír frönsku veiðimenn, sem liöfðu komið með Peyrac frá Don East, vonuðust til að þurfa ekki að gefa kolleg- um sínum og vinum úr norðri skýrslu um hvað þeir hefðu haft fyrir stafni síðasta árið; sumir, svo sem L'Aubigniere höfðu komið alla leið til varðstöðvarinnar í Kennebec með þá óljósu hugmynd i kollinum að finna þar nýja ioðdýraveiðimenn, ekki að rekast á hermenn og iiðs- foringja úr her hans hágöfgi Lúðviks XIV. Og hvað snerti Eloi Macollet, mjög gamlan mann, sem fyrir nokkr- um mánuðum hafði flúið frá ástúðlegri umhyggju tengdadóttur sinn- ar í Levis, þorpinu nálægt Quebec og skálmaði lengst inn i skóg, harð- ákveðinn í þvi að bera aldrei framar aðra mannlega veru augum, nei, ekkert annað en birni og elgdýr eða i mesta lagi nokkra bjóra, hann sat þarna og sagði við sjálfan sig hvað eftir annað, að Ameríka væri alls ekkert land lengur fyrir fólk, sem vildi fá að vera eitt og í friði. Landinu hafði verið gerspillt, Hann sat þarna og tuggði á krítar- pípunni sinni með húfuna rétt ofan yfir augun og var í leiðu skapi; en vínandinn hjálpaði og þegar hann var kominn fram í þriðja glasið var glettnisgiampinn kominn aftur í augun og hann sagði við sjálfan sig, að hún tengdadóttir hans myndi að minnsta kosti ekki finna hann hér og það væri svo sem ágætt.. að vera meðal vina í vel skipulagðri ..napeopounano" eða „bjarndýrahátíð", sem haldin er samkvæmt venj- unni, eingöngu fyrir karlmenn, án þess að nokkrar konur komi þar nærri; hátíð, sem ævinlega byrjar með því að tóbaksreyk er blásið upp í nasir skepnunnar, en svo er munnfylli af kjöti og spónfylli af fitu kastað á eldinn sem liamingjufórn. Pont-Briand, sem drepið hafði björninn varð fyrstur til að bragða á honum, skar sér væna sneið úr hálsinum og útbýtti tortunni, sem álitin var sérstök krás, meðal vina sinna. Það var haust, sú árstíð, þegar birnirnir voru gómsætastir eftir að hafa troðið sig út af blá- berjum. Varla hafði gamli maðurinn fyrr hugsað þetta, en hann hafði næst- um gleypt ofan i sig lítið bein óg skyrpti því bölvandi út úr sér. Hann sá ekki betur en tengdadóttir hans birtist þarna allt i einu gegnum reykinn. Nei, þetta var nú ekki Sidonie! En það stóð kona á þröskuld- inum og horfði á þá alla. — Kona í „napeopounano"! Hvílík helgispjöll! Kona inni í miðju ósnortnasta landssvæðinu suður af Chaudiér-svæði, sem enginn vill fara um þegar hann á leið frá Saint-Lawrence og þangað sem þeir, sem koma frá ströndum Akadíu eða Atlantis aldrei fóru. þar sem raunar eng- inn viidi koma nema við og við einhverjir heiðingjar til að ná sér í höfuðleður i Nýja Englandi. Gamli maðurinn tók að öskra æðislega og veifa öngunum út i reyk og gufu, sem reis upp af maísgrautnum. Sá sem sat honum næstur var Francois Maupertuis — var það mögulegt? Sá náungi hafði horfið fyrir ári og allir héldu að hann væri fyrir löngu helfrosinn — nú ýtti liann honum ofan • stólinn aftur og sagði: — Engan æsing, afi. Indíánahöfðinginn lyfti hendinni, benti á konuna og tók til orða með hátíðlegri röddu. Hann sagði langa og flókna sögu um skjald- bökuna og Irokana og staðhæfði að þessi kona hefði sigrað skjald- bökuna og hefði því rétt til að setjast meðal stríðsmanna. Svo þetta var ekki „napeoupounano" lengur, hátið karlmannanna, heldur „moukouchano" og Eioi gamli liafði ekki áunnið það með öli- um sínum langferðum að losna við að sjá kvenmannspils, og þar að auki voru þessir Metallakkar frá Umbagok-vatni, mestu fífiin af öllum Algonkínum. Já, auðvitað voru þeir veiðimenn, því þetta svæði var paradis veiðimannanna, en þeir voru samt heimskastir allra Indíána, því það var ekki einu sinni hægt að kenna þeim að gera krossmark fyrir sér. — O, haltu kjafti, gamli karlfauskur, öskraði Francois Maupertuis og kevrði hattinn ofan fyrir augu á gamia manninum. • Að þú skul- ir ekki skammast þín að svívirða hefðarkonu. Skegg Maupertuis skalf af hneykslun og æsingi. Honum fannst Angelique ótrúlega tiguleg, þar sem hún birtist i gegnum bláan tóbaks- reykinn með ljóst, glitrandi hárið, sem kvöidbirtan glampaði á i gegn- um opnar dyrnar. Hann þekkti liana varla aftur. Og þó hafði hann komið alia leið frá Gouldsboro með henni, í ferðamannalestinni, en hún var ekki lengur sama konan, með hárið svona slegið og vafin inn í þessa miklu skikkju, sem var eins á litinn og himinninn í sólar- upprás. Það var engu líkara en að hún hefði stigið beint út úr mynda- .ramma, út úr einni a£ þessum myndum, sem gaf að lita á heimili landstjórans i Quebec með hárið ofan yfir axlirnar og hvíta hönd, sem gægðist fram úr knipplingalíningu og hvíldi á hrjúfum viðnum í veggnum. Nú sýndist hún fíngerð og viðkvæm, en ekki hinn harðgerði riddari síðustu vikna. Veiðimaðurinn reyndi að koma henni til hjálpar, en hrasaði um stól- inn og féll endilangur á steinlagt gólfið. Hann tók um aumt nefið og formælti sviksamlegu brennivini O’Connels og hreytti því út úr sér að írinn hlyti að bæta í það gerjuðu byggi og soðnum rótum til að gera það svona sterkt. Angelique hikaði milli hláturs og ótta og sagði við sjálfa sig að þegar öllu væri á botninn hvolft hefði hún aldrei séð jafn þokkalegt samsafn manna samankomið á einn stað, ekki einu sinni á þeim gömlu, góðu dögum, þegar hún rak krána Rauðu grimuna. Og af öllum þessum hóp var hennar eign eiginmaður hreint ekki hvað minnst skelfilegur. Hann hafði ekki veitt komu hennar athygli; hann sat innst inni i húsinu við borðsendann, reykti sína löngu, hollenzku pípu og talaði við Monsieur Loménie. Þegar hann brosti sá hún glampa í hvitar tennurnar, sem héldu i pípumunnstykkið. Vangasvipur hans blasti við henni, móti glampandi logum eldsins. Það var einhver blær yfir herberginu sem minnti Angelique óhjá- kvæmilega á fortiðina: hinn iiiikli greifi af Toulouse skemmti gestum sínum í höll hinna glöðu visinda, þar hafði hann einnig setið við borðsendann og eldur logað i glæsilegum, skreyttum arninum fyrir aftan hann og kastað glaðri dansandi birtu sinni yfir flauel, kristal og knipplinga. Það sem nú bar fyrir augu var eins og skrumskæling á þessum gömlu, glöðu dögum, það var eins og allt hefði lagzt á eitt við að gera Angelique ljóst hve langt bæði hún og eiginmaður hennar hefðu fallið með árunum, glæstir aðalsmenn og konur sátu ekki lengur við borð þeirra, heldur allskonar samsafn manna: loðdýraveiðimenn, villi- menn, hermenn og jafnvel meðal liðsforingjanna mátti greina hrjúf- leikann, sem hlauzt af liferni þeirra og hátterni, þetta var grir.imt og hættulegt líf; líf rótleysis, stríð og veiða. .Tafnvei fyrirmannleiki Loménies greifa virist réna i þessu skefja- lausa karlmannlega andrúmslofti, tóbaks, leðurs, villibráðar, vínanda og byssupúðurs. Hún sá að hann var útitekinn eins og hinir, hann hafði tennur kjötætu og hið draumkennda, starandi augnaráð tóbaksneytandans. Hún fann að Joffrey de Peyrac var einnig orðinn háður þessum grimma heimi. Lífið á úthafinu með fárviðrum sínum. endalausum orrustum, baráttu fyrir iífinu, daglegu stríði með sverð eða byssu i hönd með fullnægiu framgirninnar, með stjórn mannanna með ávinningum og sigri, þar með talið sigri yfir höfuðskepnunum — eyðimörk, úthafi og skógi — hafði undirstrikað ævintýraeðli Peyracs, sem hún hafði á árum áður stundum eygt undir glæsibrag hins mikla aðalsmanns og yfirveguðu látbragði visindamannsins. Hsnn hafði stýrt mönnum inn í orrustur, vegna þess að nauðsyn krafði og einnig vegna þess að hann naut þess og hann hafði barizt fyrir lifi sinu meðal manna. Angelique bjóst til að hverfa burt aftur. E'n Pont-Briand stökk á fætur og tókst, þvert móti Maupertuis að halda sér á tveimur fótum og ganga þangað sem Angelique stóð. Hann virtist ekki mjög drukkinn, enda hafði hann ekki drukkið nema fjögur glös af koníaki, rétt til að hressa sig. — Komið þér sæl, Madame. Hann rétti henni hendina og hjálpaði henni niður þrepin tvö, nið- ur í skálann, svo ieiddi hann hana að miðju borðinu til að finna henni stól. Hún hikaði og veitti ofurlitla mótspyrnu. — Monsieur, ég óttast að návist mín sé Indíánahöfðingjunum ekki að skapi, mér er sagt að þeir fagni ekki konum þegar þeir halda hátið. Mopuntook, sem sat þar skammt frá lyfti annarri hendinni og sagði eitthvað sem Pont-Briand þýddi þegar í stað fyrir Angelique. — Þarna sjáið þér, Madame. Höfðinginn segir að þér séuð þess verð að sitja meðal hinna hraustu stríðsmanna, þvi þér hafið yfirbug- að tákn Irokanna, svo þér skulið ekki hika við að leyfa okkur að njóta ánægjunnar af félagsskap yðar. Með nokkrum snöggum hrindingum rýmdi hann til við borðið. Hann reyndi að hafa hönd á Jeanson korporál, sem hann hafði hrundið heldur harkalega við, en þar sem Jeanson var fastur undir borðinu, lét Pont-Briand sér nægja að finna glæsilegan, ungan risa, sem hann þrýsti ofan í sætið við hlið Angelique hægra megin og hlammaði sér s.iálfur vinstra megin við hana. Framtak Pont-Briands og ræða Mopuntooks hafði vakið athygli allra, suð raddanna hljóðnaði og aliir sneru sér í áttina til Angelique. Hún hefði kjörið heldur að setjast hjá eiginmanni sínum og segja honum þegar i stað hvert erindi hennar var, en henni þótti erfitt að sleppa undan ráðríki lautinantsins og vina hans, enda höfðu þeir tekið vel á móti henni. Nágranni hennar til hægri laut fram og ætlaði að kyssa á hönd hennar, en fékk óviðráðanlegt hikstakast og missti þar af ieið- andi marks, á hverju hann baðst brosandi afsökunar. — Leyfið mér að kynna mig. Ég heiti Romain de l’Aubigniére! Ég held þér hljótið að hafa séð mig nú þegar. Fyrirgefið mér, ég er of- urlítið fullur. Ef þér hefðuð aðeins getað komið ofurlitið fyrr •— en skítt með það, ég er enn ekki svo fullur að ég móðgi yður með þvi að sjá tvöfalt, að það sé til önnur kona á jörðinni jafn dásamleg og þér eruð. Ég sé eina og það er nóg. Og ég fullvissa yður um að þér eruð sú eina og aðeins ........ Angelique fór að hiæja, en hláturinn fraus á andliti hennar, þegar henni varð litið á hendur þessa manns. Á vinstri höndina vantaði þum- alfingurinn og löngutöng og á hægri höndina vantaði baugfingur. All- ir þeir fingur sem eftir voru voru uppblásnir í endana, á sumum þeirra voru engar neglur, aðeins hornkennt, svart skinn, þegar hann hafði verið kynntur fyrir henni i skóginum, hafði hún ekki tekið eftir þessari vansköpun. Framhald á bls. 30. 5. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.