Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 7

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 7
barna áður en þau verða 6 ára? X i þau \ f RÉTT OG RANGT VIÐVÍKJANDI AUGUNUM Það er ekki úr vegi að ræða svolítið um augun og hvað við getum sjálf gert til að halda í eða viðhalda sjóninni. Það eru furðu margir sem hafa slæma sjón, og nú er það orðið algengara en áður að sjá ungt fólk með gleraugu, og getur það verið vegna þess að betra heilsueftirlit er nú í skólum. Augnlæknar segja að fólk geti passað augu sín betur og leitað læknis- hjálpar í tíma. Við skulum líta svolítið á venjulegustu vandamál- in viðvíkjandi augunum, fara yfir það sem læknar venjulega láta í ljós í við- tölum, og reyna að svara spurningum um rétt og rangt. . . . 1. Það þreytir augun að horfa of lengi á sjón- varp. 2. Hægt er að lækna nær- sýlni með gleraugum. 3. Maður getur orðið allt að því blindur, án þess að verða þess var. 4. Börn vaxa upp úr því að vera rangeygð. 5. „Rauð augu“ geta ver- ið merki um alvarleg- an augnsjúkdóm. 6. Maður verður að hafa fullkomna sjón til að fá ökuskírteini. 7. Gláka, aukinn þrýst- ingur á augun, er ólæknandi. 8. Það er skaðlegt að lesa í strætisvögnum. 9. Gagnlegt fyrir augun að borða mikið af gul- rótum. 10. Kontaktlinsur ekki skaðlegar fyrir augun. 11. Góðs viti ef gamalt fólk fær skyndilega betri sjón. 12. Á að rannsaka augu Og hér kemur svo hvað rétt er eða rangt. 1. Rangt. Það er ekkert sem heitir að eitt geti þreytt augun meira en annað, og sjónvarp getur ekki haft áhrif á augun, nema að augun séu ekki heilbrigð. 2. Rangt. Nærsýni lækn- ast ekki með gleraugum, en það er heldur ekki hægt fyrir nærsýna að vera án gleraugna. Nær- sýni er augnsjúkdómur, sem venjulega eykst með árunum, og þá þarf að auka styrkleika gleraugn- anna. Það er fyrst um tví- tugt að nærsýnin heldur sig á sama stigi og gerir það þá venjulega ævilangt. 3. Rétt. Ef annað augað er heilbrigt yfirtekur það alla sjónvíddina. Þess vegna getur barn, sem hef- ur lélega sjón á öðru aug- anu, gengið þannig í mörg ár, án þess að barnið eða aðrir taki eftir því. Þetta kemur í ljós við læknis- rannsókn, eða ef heil- brigða augað er blindað. 4. Rangt. Sjónskekkju þarf að taka alvarlega til athugunar, annars er hætta á að sjónin á skakka auganu skaðist. 5. Rétt. „Rauð augu“ geta verið orsök sjúkdóms, sem jafnvel getur endað með blindu. Þá er ekki átt við það þegar augun verða rauð af kvefi, ofnæmi eða ef sandkorn fer í augun. Hér er rætt um það ef stöðugt rennsli er úr aug- unum, án utanaðkomandi ástæðu, sársauki og minnkandi sjón. Þá er nauðsyn. að leita læknis. 6. Rangt. Það er hægt að fá ökuskírteini þótt sjónin sé ekki fullkomin. Léleg sjón er hættuminni en ölvun við akstur. 7. Rétt. Gláka er ólækn- andi, en það er hægt að stöðva hana, strax og hún er fundin með sjúkdóms- greiningu, annað hvort með lyfjum eða skurðað- gerð. Því miður hefur einn af hverjum fimmtíu sem kominn er yfir fertugt ein- hvern anga af gláku, þess Framhald á bls. 47. fMENNTUN er þyngst á metaskálunum nú á tím- um. En til þess að teljast menntaður er ekki nóg að hafa notið skólagöngu og tekið mörg próf. Menntun er meðal annars fólgin í því að fylgjast jafnt og þétt með því sem er að gerast á sem flestum svið- um. Bezta ráðið til þess er að lesa ÚRVAL. Þar birtast í samþjöppuðu formi allar helztu greinar, sem athygli hafa vakið erlendis. ÚRVÁL er eina blaðið sinnar teg- undar hér á landi. ÚRVAL er ómissandi þáttur.í lífi hvers nútímamanns. Úrval 7. tbl. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.