Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 43
■ ' 1 JL.LT I Ml/l ST*\» Vúu.Vi'vvAvW iv.iiiVv.vúV.v. .. ■ ■ ■ -V . :V\ . ■■■■ ■ ■ : ' ' ' H.F. EGILL VILHJALMSSOIM y var elskhuginn sem hún þanfnaðist, hún lá þarna við hlið hans, konan sem kynnzt hafði mörgum elskhuganum, en samt virtist hún bera þann keim af meydómi, sem honum íannst mest heillandi, hún var hin óspillta Amasona, sem var svo óaðgengileg að sigurinn var enn sætari fyrir bragðið. Hann kyssti blíðlega á mjúka öxlina. næstum eins og það væri liður í trúarbragðaiðkun og bað fór ofurlitill sk.iálfti um hana. Hann færði sig ofurlítið og fól andlitið í hári hennar, sem breiddist út um kodd- ann og angaði af vindi og skógi, Ilmur hennar var ilmur landsins, sem þau höfðu ferðazt um og með þeim aðiögunarhæfileika, sem svo margar konur hafa, virtist hún ger- samlega önnur en sú kona, sem hann 'hafði séð koma um borð i skip- ið í La Rochelle. Sólin hafði gert hörund hennar gullið og hreyfingar hennar allar b.iuggu yfir frumstœðri deyfð. Þessi ósnortnu landsvæði höfðu þegar sveipað um hana dulúð sinni. Hvað myndi gerast milli hennar og þessa lands? Sannar konur geta aldrei staðið utan við málin; þa'r verða að kasla sér inn í þau, flækjast í þeim og gera þau að sínum. Hvað hann snerti hafði hvorki Mið.iarðarhafið, Atlantshafið né Karabískahafið breytt honum. Hann .myndi skilja eftir merki sitt á Norður-Ameríku en Ameríka ekkert merki á honurn — mjög lítið að minnsta kosti. — Hvað um hana? H-ver myndu verða viðbrögð Angelique gagnvart nýja heiminum? Sofðu, dularfulla ástin mín. Sofðu. Ég skal ekki fara frá bér. Ég skal vera við hlið þér og verja þig. Útifyrir vældi næturfugl og dapurlegt, þýtt hljóðið barst hvað eftir annað gegnum nóttina. Hundur gjammaði til svars og Peyrac heyrði Indíánana kallast á milli birkibar.kartjaldanna. Svo ríkti þögnin á nýj- an leik. Joffrey de Peyrac settist upp. Vopnin voru við rúmstokkinn, hiaðin skammbyssa á borðinu og múskettan við fótagaflinn. öll réttindi áskilin. Opera Mundi, París. - Framh. í næsta blaði. Við hverja snertingu .. Framhald af bls. 13 þau meðfram Signu eins og svo margir aðrir, sem verða ást- fangnir í París.... , Núna var henni kalt, þrátt fyr- ir fóðraða rússkinnskápuna. Á Innsbruckertorgi skipti hún um lest og steig svo úr á Mollendorf- torgi. Þegar hún stóð fyrir framan stóra íbúðarhúsið í Eisenacher- stræti, hikaði hún í síðasta sinn. Ætti hún að snúa við? Aldrei hafði hún njósnað um Jurgen áður en mundi henni takast að hugsa aldrei framar um bréf- ið og lykilinn? Ákveðin gekk Janine inn í húsið, fór með lyftunni upp á þriðju hæð og fann brátt hurð með skilti: Dreistern — Wer- bung. Félag manns hennar. Hún hringdi. Allt var kyrrt innan dyra. Og kyrrt á ganginum. Hún fikraði lyklinum upp úr töskunni. Hann gekk að. Hún sneri honum og dyrnar opnuðust. Það sem hún sá, kom henni til að andvarpa af feginleik. Nei, þetta líktist engu ástarhreiðri... Splunkuný skrifborð, símar, veggskápar, auglýsingar á veggjunum —- án minnsta efa skrifstofa, sem bráðlega yrði tek- in í notkun. Skrifstofa og annað ekki. Hún gekk gegnum herbergið, opnaði dyrnar inn í hliðarher- bergið. Þar voru stakir stólar klæddir svörtu leðri. Hún gekk lengra inn í herbergið....... og stanzaði snöggt. Á svörtu leðr- inu kom glitrandi depill í ljós. Hún greip andann á lofti, brot úr sekúndu hélt hún að hún mundi falla í yfirlið. Þetta var eyrnalokkur. Nú vissi hún að hinn nafnlausi höf- undur bréfsins, hafði aflað sér nægra upplýsinga. Júrgen Siebert ók framhjá Vollendorftorgi og beygði inn í Eisenacherstræti. — Júrgen, mig langar til að spyrja þig að dálitlu. Eví, sem sat við hlið hans í bílnum, horfði á hann með kattaraugum sínum. — Gjörðu svo vel. Hann hló. — Eg veit að þú ert giftur. En — elskarðu konuna þína eig- inlega? — Já. , Aðeins suðið í rúðuþurrkun- um rauf kyrrðina, sem ríkti eftir þetta svar. Júrgen leit til hliðar á stúlk una og síðar aftur á akbrautina. Evi var tuttugu og þriggja ára, æsandi fögur, með sítt kopar- rautt hár og lítið hjartalaga and- lit. Hún var eikaritari arkitekts, sem hafði skrifstofu á sama gangi og hann. Og hún hafði gert honum þetta allt of auðvelt. Kvöld nokkurt, þegar hann var að vinna, hafði hún komið með kaffibolla til hans. Guð minn góður, hann var nú einu sinni enginn engill.... Þetta var að- eins smá víxlspor, annað ekki. Hún var trúlofuð og ætlaði að gifta sig á næsta ári, og nú var hún orðin smávegis ástfangin af honum. — Þú ert mjög sjálfsöruggur, Júrgen, sagði hún, þegar hann stanzaði bílinn við gangstéttar- brúnina. — Aðrir menn, sem halda fram hjá konum sínum, tala að minnsta kosti um óham- ingjusamt hjónaband, að þeir séu misskildir heima og þvíum- líkt.... — Vildurðu það heldur. — Nei. Hún brosti dauft. — Það er jú óhamingja mín að mér geðjast að þér. Þau stigu út, gengu yfir göt- una, hann hélt húsdyrunum opn- um og lét hana ganga á undan. Einhvern veginn mislíkaði honum spurninginn um konu sína. Hvað vildi hún heyra? Hon- 7. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.