Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 45
hafði hann viljað. Nú varð hon- um ljóst, til hvers hann hafði stofnað. Guð minn góður, hvernig ætti hann að útskýra þetta fyrir eig- inkonu sinni? Heimsóknir hans hingað, kynlíf á þriðjudögum og fimmtudögum.... Hvernig ætti hann að útskýra það? Mundi hún nokkurn tíma fyrirgefa það? Þegar hann yfirgaf íbúðina, sá hann fyrir sér augu Janine, ó- kunn augu, sem höfðu horft svo einkennilega á hann, eins og allt væri búið.... Hann hringdi á einkaritara sinn frá knæpu nokkurri og af- lýsti öllum viðræðufundum dagsins. Hann lét færa sér nokk- ur viskýstaup og varð alltaf ör- vinglaðri og æstari. Hann vissi, að hann varð að fara heim strax, til Janine. En hann var hrædd- ur..... Þegar hann að lokum steig inn í bílinn, var þegar tekið að rökkva. Hann ók hægt heim. Og hafði enga hugmynd um að hann kæmi of seint, allt of seint. A tímanum milli vínglasanna voru örlög hans ráðin, á þeim mínút- um hófst ferð hans til heljar .... Framhald í næsta blaði. Eftir eyranu Framhald af bls. 31 John Lennon hrósaði honum á hvert reipi, en á sama tíma var unnið að því að sviðsetja skáld- verk Lennons „In His Own Write“ og „Spaniard In The Works“. Scott Walker neitaði að koma fram í Suður-Afríku sök- um þess, að hann var andsnúinn aðskilnaðarstefnunni, sem þar er ríkjandi. Rollingarnir komu enn á óvart, þegar þeir sendu frá sér lagið „Jumping Jack Flash“. JÚLÍ Robin Gibb í Bee Gees fékk taugaáfall vegna þreytu sama daginn og hljómsveitin átti að halda til Bandaríkjanna í hljóm- leikaferð, sem átti að gefa þeim milljón dali í aðra hönd. The Seekers hættu. Teiknimynd Bítl- anna, „Guli kafbáturinn“, var frumsýnd og fékk slæmar und- irtektir. Mikil pop-hátíð var undirbúin á Mallorca, en þegar til átti að taka, var hætt við allt saman. Paul McCartney og Jane As- her slitu trúlofun sinni og um sama leyti fór tízkubúð Bítlanna í Baker stræti á hausinn. Allar vörur í verzluninni voru gefnar hverjum, sem þiggja vildi! •—• Hljómsveitin Nice lenti í klandri og var bannað að koma fram í mörgum samkomuhúsum vegna þess atferlis, að brenna banda- ríska fánann á hljómleikum í Royal Albert Hall, er þeir fluttu lagið „America“ úr söngleiknum West Side Story. Sú hljómplata, sem mesta at- hygli vakti í júlí, var „Baby come back“ með hljómsveitinni „Equals“. Vinsælasta hæggenga platan í mánuðinum var „Ogd- en‘s nut Gone Flake“ með Small Faces. ÁGÚST Arthur Brown, kynlegur kvist- ur, kom fram á sjónarsviðið og nefndi sig „guð vítiselda" í lag- inu „Fire“, sem komst í 2. sæti vinsældalistans. í efsta sæti list- ans var þá lagið „Mony Mony“, sungið af áður óþekktum söngv- ara, Tommy James. John Lenn- on og Cynthia kona hans, skildu að skiptum og nýtt augnayndi Johns var Jókó Ónó hin jap- anska. SEPTEMBER Mary Hopkin lét að sér kveða heldur betur. Þessi unga stúlka frá Wales söng á hljómplötu hjá Bítlaútgáfunni Apple gamalt, rússneskt þjóðlag í nýjum bún- ingi undir heitinu „Those were the days“. Lag Bítlanna „Hey Jude“ mátti þoka úr efsta sæti vinsældalistans fyrir þessari fyrstu plötu Mary Hopkin. Paul McCartney átti mestan heiður af útgáfunni og annaðist sjálfur út- setninguna og þótti takast vel upp. Cliff Richard og The Shadows héldu upp á tíu ára starfsafmæli. Bandaríska hljómsveitin Doors hélt hljómleika í Bretlandi við hinar beztu undirtektir. The Cream kváðust ætla að leysa upp hljómsveitina og Eric Clap- ton, fyrrum söngvari með Ani- mals, mátti hafa sig allan við að vísa á bug gróusögum þess efn- is, að hann ætlaði að ganga í lið með Rollingunum. Frumsýnd var í London kvik- myndin „Stúlka á bifhjóli“ með Marianne Faithfull í aðalhlut- verki. Myndin hlaut góða dóma. Barry Gibb í Bee Gees lét svo um mælt, að hann ætlaði að hætta öllu spilverki en snúa sér í þess stað að kvikmyndaleik. Þegar hann hafði lýst þessu yf- ir, streymdu tilboðin til hans frá Hollywood, en þegar síðast frétt- ist var hann enn að hugleiða þau. Bandaríski söngvarinn Roy Orbison varð fyrir þeirri ógæfu að missa tvo syni sína í elds- voða. Roy missti konu sína í um- ferðarslysi fyrir örfáum árum. Söngvarinn Johnny Nash söng lagið „Hold me tight“ á plötu. Platan komst á vinsældalistann og allir vildu heyra í Johnny Nash. Hann varð þó að vísa öll- um tilboðum um að koma fram á bug, því að hann sagðist að- eins kunna þrjú lög. Sandie Shaw sendi frá sér tveggja laga plötu með laginu „Those were the days“, en sú plata náði eng- um vinsældum. Kusu menn held- ur að hlusta á Mary Hopkin syngja lagið. 7. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.