Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 46
r~
MILADY
ADONIS
m
WINDMASTER
SENATOR
ADELPHI
Magnús E. Baldvinsson
FORUM
Laugavegi 12
Sími 22804
V
OKTÓBER
Eiturlyf fundust í fórum John
Lennon og Jókó Ónó, og þau
voru óðara handtekin. Þá vöktu
þau á sér enn meiri athygli, þeg-
ar þau sendu frá sér hljómplöt-
una „Tvær jómfrúr", þar sem
bæði voru strípuð. Myndina tók
John sjálfur.
NÓVEMBER
Cliff og The Shadows komu
fram í síðasta skiptið eftir að
hafa leikið saman í 10 ár.
DESEMBER
Peter Frampton í hljómsveit-
inni Herd var kjörinn „Andlit
ársins 1968“ þrátt fyrir eigin
mótmæli gegn þessari nafngift.
Almennt var álitið, að Herd
mundu láta meira að sér kveða
á árinu 1968 en raunin varð á.
Hljómsveitin Marmalade frá
Skotlandi kom fram á sjónar-
sviðið á árinu, og hefur sjálfsagt
tekið til sín eitthvað af vinsæld-
um The Herd, því að þessar tvær
hljómsveitir þykja vera mjög á
svipaðri línu.
Það gerðist sitt af hverju í
brezka pop-heiminum árið 1968,
eins og sjá má. En hvað á eftir
að gerast á þessu ári? Hverjir
verða þá mest á sviðsljósinu?
Því er spáð, að blús músik muni
ná vinsældum, og er brezka
hljómsveitin Jethro Tull einkum
nefnd í því sambandi. Hljóð-
færaleikarar taka að improvisera
eða spila af fingrum fram í æ
ríkara mæli, og hver veit nema
þetta þróist út í það, að jazz-
músik nái almennum vinsæld-
um. Þegar svo er komið, er lög-
mál Darwins í fullu gildi, að hin-
ir hæfustu halda velli! Þeir, sem
lítið kunna fyrir sér í músikinni,
detta þá af sjálfu sér upp fyrir.
Hljómsveitunum The Doors með
Jim Morrison í broddi fylking-
ar og Amen Corner með Andy
Fairweather-Low sem leiðtoga
er spáð vinsældum á nýbyrjuðu
ári.
Á árinu 1968 komu engar
hljómsveitir fram, sem jafnast á
við Bítlana, Rollingana — eða
The Monkees hvað vinsældir
snertir. Sú söngkona, sem mesta
athygli vakti, var Julie Driscoll,
en á þessu ári gæti Mary Hop-
kin látið mikið að sér kveða, ef
hún fær efni við sitt hæfi.
f ársbyrjun 1968 var ýmsu
spáð, m. a. því, að rokk og ról
yrði aftur vinsælt. Svo varð þó
ekki. Eins og áður segir er blús
músikinni nú spáð vinsældum.
Hvort sú verður raunin veit samt
enginn. Það gerist svo margt
undarlegt í þessum svokallaða
pop-heimi að bezt er, að láta alla
spádóma lönd og leið. ☆
Vatnsberinn
Framhald af bls. 18
að taka upp á hinu og þessu sem
kemur á óvart. Jafnframt er hún
kvenleikinn sjálfur holdi klædd-
ur og viðkvæm og tilfinninga-
næm eftir því. Oft lætur hún
blekkjast af ytri dýrð og ljóma.
Hún hrífst helzt af þeim karl-
mönnum, sem í hennar augum
eru miklar hetjur og athafna-
menn. Hún tilbiður eiginmann-
inn takmarkalítið en gerir jafn-
framt til hans miklar kröfur.
Standist hann þær ekki, vill virð-
ing hennar fyrir honum dvína
fljótt. En sé maðurinn metnaðar-
gjarn og sæki fast að sínu tak-
marki, styður hún hann með ráð-
um og dáð, eggjar hann og örv-
ar jafnt hæfileika hans og hé-
gómadýrð.
Vatnsberinn sækir mest í
hverskonar störf sem eru óvenju-
leg og ný af nálinni; vill vera
brautryðjandi. Hann er þægileg-
ur í samstarfi og fús að hlýða á
ráð annarra. Hann leggur megin-
áherzlu á að starf hans komi
heildinni, samfélaginu, til góða.
Hann er því yfirleitt duglegur
starfsmaður og skyldnrækinn.
Þegar áhrif Úranusar í merkinu
eru með mesta móti, er hætt við
að það leiði af sér vissan óróa,
tilhneigingu til að skipta oft um
starf og að freista gæfunnar all-
djarflega.
Vatnsberar eru yfirleitt litlir
fjáraflamenn, enda of andlega
sinnaðir til að hafa verulegan
áhuga á svoleiðis. Oft eru þeir
meira að segja sárfátækir. Þeir
eru rausnarlegir og örlátir og
eyða því jafnhraðan þeim pen-
ingum er þeir innvinna sér. Þeir
borga reikninga sína athuga-
athugasemda og tafarlaust og
lána og gefa kunningjum sín-
um hiklaust aura, ef þeir biðja
þá. Sælla er að gefa en þiggja;
fyrir þeim er þetta meira en
orðin tóm.
Stórbissnissmenn og spekúl-
antar fæðast helzt í þessu merki
þegar mikið kveður að Úranusi.
En jafnvel hjá þeim situr andinn
í fyrirrúmi fyrir efninu; þeir fara
út í þetta miklu heldur af ævin-
týraþrá en beinni gróðahyggju.
dþ.
Bílar: B.M.W.
Framhald af bls. 6.
afl og að hann var gersamlega
tómur að aftan, tókst mér aldrei
að slengja til afturendanum á
honum, jafnvel ekki með því að
gefa fullt á fyrsta á holóttri 90
gráðu beygju. Hins vegar þótti
mér sem hann hefði vott af til-
hneigingu til að skríða út und-
an sér að framan við um það bil
50 km hraða í kröppum hring
og gerir í því efni hvorki betur
né verr en flestir aðrir bílar.
Bíll nr. 399 úr verksmiðju var
búinn fjögurra gíra kassa með
gólfskiptingu, sjálfskipting er þó
fáanleg. Skiptingin á umrædd-
um bíl var mjög skemmtileg og
hann hefur mikið þanþol í gír-
unum, á fyrsta fer maður fram
undir 50 en á fjórða niður und-
ir 40. f ógáti setti ég hann í
þriðja í stað fyrsta við umferð-
arljós og hann lét sig hafa það
að fara af stað í honum. En þá
var hann heldur ekki eins snarp-
ur og venjulega!
Innrétting öll í BMW 2500 er
mjög skemmtileg. Mælaborðið
er búið stórum, hringlaga mæl-
um fyrir hraða og snúnings-
hraða, þar er einnig að finna
mæla fyrir bensíngeymi og vél-
arhita, en hvað mælana snertir
getur þessi bíll eyðilagt rafkerf-
ið og brætt úr sér í rólegheitum
eins og ódýru bílarnir, því fyr-
ir rafmagn og smurning eru að-
eins brigðul Ijós. Kannski mun-
ar þá, sem hafa efni á svona bíl,
ekkert um slíka smámuni. —
Engar skarpar brúnir eru á
mælaborðinu og að sjálfsögðu er
öryggisbúnaður svo sem eftir-
gefanleg stýrisstöng fastur liður
á þessum bíl. Klæðning innan í
bílnum er notaleg í hvívetna og
SDGOSAFN HITCHCOCKS
ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT
10 SPENNANDI OG
SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR
iMfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik-
nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt
sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera:
í því er fólgin hroll-
vekjandi spenna með
skoplegu ívafi. — Hit-
chcock fæddist í Lond-
on 13. ágúst 1899. Hann
var við nám í verk-
fræði, þegar honum
bauðst vinna við kvik-
myndir og lagði þá
námið þegar í stað á
hilluna. Hann nam leik-
stjórn á örskömmum
tíma og var fyrr en
varði kominn í hóp
áhrifamestu leikstjóra.
Kvikmyndir og sjón-
varpsþættir Hitchcocks
skipta hundruðum og
mánaðarlega gefur hann
út í geysistóru upplagi
smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í
þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu
tostum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig
að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda.
Fæst á næsta sölustað.
HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVÍK
v_______________________________________y
46 VIKAN 7- tw-