Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 13
— Jiirgen, — ótti var í rödd
hennar. — Þú mundir þó segja
mér, ef þú elskaðir mig ekki
lengur?
Hann horfði á hana og brosti.
Hann stóð hægt upp, lagði plötu
á fóninn, og kveikti á útvarps-
tækinu.
— Eigum við að dansa?
Hve það var yndislegt að
dansa við hann, hugsa ekki um
neitt, finna aðeins líkama hans,
hann og tónlistina. Allt í einu
varð allt eins og venjulega. Hana
svimaði af ást, af nálægð hans.
— Ástin, hvíslaði hann, — þú
hefur enn ekki prófað þau rós-
rauðu. Ef til vill hef ég ekki val-
ið rétta stærð.
Hún hló, og allt í einu veittist
henni svo auðvelt að hlæja og
vera hamingjusöm. Hún kyssti
hann á nefbroddinn, áður en hún
fór inn í svefnherbergið, fór úr
kjólnum og smeygði sér í ör-
þunn náttfötin.
Þegar hún leit í spegilinn vissi
hún að blá augu hennar höfðu
aftur fundið sinn fyrri glans.
Varir hennar voru rakar, hár
hennar glitraði eins og silki...
— Passar stærðin? spurði hún
brosandi, þegar hún sneri aftur
inn í stofuna.
Jiirgen dró hana hratt að sér.
— Þú lítur út eins og þú hefðir
orðið sautján ára í dag.
Hjarta hennar sló hraðar. Það
sló alltaf hraðar, þegar hann hélt
henni svona fast, þegar hendur
hans snertu húð hennar, þegar
allt utanaðkomandi hvarf henni.
Nei, hugsaði hún, guð minn
góður, nei, hann hefur enga aðra,
ég finn það svo greinilega. Hann
elskar mig, mig, aðeins mig eina.
Næsta dag fylgdi Janine
manni sínum eins og venjulega
út að bílskúrnum.
— í dag verður mikið að gera,
sagði Jurgen, „hvert viðtalið á
fætur öðru — og við verðum að
láta okkur detta eitthvað í hug
með nýja tannkremið. Auglýs-
ingin á að taka langan tíma í
sjónvarpinu.
— Kemurðu í hádegisverð?
— Ég hugsa ekki.
Svo var hann farinn. Hún fór
aftur inn, henti tómu kampa-
vínsflöskunum frá kvöldinu áð-
ur í ruslafötuna, setti uppþvotta-
vélina í gang, reyndi á allan hátt
að dreifa hugsunum sínum.
En sumar hugsanir er ekki
hægt að bæla niður. Þær bora
sér dýpra og dýpra, koma með
spurningar, kveljandi spurning-
ar ....
Nákvæmlega kl. 9 kom frú
Ulisch, sem annaðist húsverkin.
— Ætti ég kannski að þvo
gluggana í dag? spurði hún.
— Já, það er víst kominn tími
til þess, svaraði Janine annars
hugar. Hún hélt á litla svarta
veskinu, sem geymdi lykilinn.
Hvað með þetta bréf, Janine?
spurðu hugsanirnar. Ætlarðu að
brenna það? Ætlarðu að láta eins
og þú hefðir aldrei fengið það?
Og ef það er samt sem áður satt,
sem stendur í því? Hvaða ástæðu
gæti nafnlaus sendandi þess hafa
haft... Hvers vegna setti hann
lykil.... Hugsaðu þér, lykil,
sem þú getur opnað með ... los-
að þig frá öllum grun....
Klukkan var um 12.30, þegar
Janine yfirgaf húsið. Ellefti des-
ember. Veðrið var leiðinlegt.
Kaldur vindurinn blés fyrir hús-
hornin, og regnið var eins og
hagl. Óhreinir brúnir lækir foss-
uðu eftir rennusteinunum.
Berlín var Janine ennþá
ókunn borg. Hún var fædd og
uppalin í Strassburg. Eftir dauða
foreldra sinna réði hún sig sem
hlaðfreyja í París. Hún vann á
Orly flugvellinum við upplýs-
ingaborð, falleg og dugleg stúlka
í bláum einkennisbúningi, stúlka
sem vegna uppruna síns átti tvö
móðurmál, frönsku og þýzku, og
talaði þar að auki mjög vel
ensku.
Og dag einn stóð Júrgen Sie-
bert fyrir framan borðið hennar,
klæddur ljósum sumarfötum,
fallegu brúnu augun hans virtu
hana án afláts fyrir sér.
— Hvað get ég gert fyrir yð-
ur? spurði hún vanabundið.
— Mjög margt, svaraði hann.
— Þér getið til dæmis komið
með mér út að borða í kvöld.
Auðvitað neitaði hún í fyrstu.
En að sjálfsögðu hafði það ekki
haft neina þýðingu — ekki móti
töfrum Júrgens. Og þess vegna
var það, að undurfagra sumar-
nótt í París sátu þau á litlum
veitingastað á Montmartre,
seinna dönsuðu þau hjá „Gigi“
í St. Germain, að lokum gengu
Framhald á bls. 43
7. tbi. VIKAN 13