Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 33
hrært ljóst og létt. Vanilla lát-
in í, þá eggjarauður, ein og ein,
ásamt vatninu, hrært vel á milli.
Eggjahvíturnar látnar varlega í
og þeytt vel á milli. Hveiti og
lyftidufti hrært í smátt og smátt
með gaffli. Bakað í tveim með-
alstórum tertumótum rétt neðan
við meðalhita í ca. 30—50 mín.
Kælt í 10 mín. í mótunum,
tekið úr og fullkælt.
*
SÚKKULAÐI RÚLLUTERTA
4 egg.
Vi bolli kakó.
% bollar sykur.
% tesk. lyftiduft.
2 matsk. kartöflumjöl og
saman við það hveiti
svo öll mjölblandan
verði:
y2 bolli.
Vi tesk. salt.
1 tesk. vanilla.
2 matsk. kalt vatn.
Eggjarauðurnar skildar frá hvít-
unum og hrærðar þykkar og
ljósgular, helmingi sykursins
bætt í smátt og smátt, þeytt vel
ásamt vanillunni. Vatninu bætt
hægt í. Hvíturnar eru stífþeytt
ar, með því sem eftir er af sykr-
inum látnar varlega saman við
rauðufroðuna. Þurrefnunum
blandað gætilega í að lokum.
Ferkantað, grunnt mót (24x
35 cm) er klætt innan með vax-
pappír eða velsmurðum smjör-
pappír, deiginu hellt í mótið,
jafnað vel út í hornin, gott að
skera nokkrum sinnum með hníf
langs- og þversum, til þess að
eyða loftbólum, sem kynnu að
vera í deiginu. Bakað í meðl-
heitum ofni 15—18 mín. Kakan
losuð frá börmum, henni hvolft
á sykurstráð, hreint stykki
(diskaþurrku) eða sykurstráðan
smjörpappír og pappírinn rifinn
strax af kökunni. Nú er kakan í
flýti vafin saman og klútnum
vafið lauslega utan um, látin
kólna. Auðvelt er að slétta úr
kökunni kaldri, setja í hana
hvers konar fyllingu og vefja
saman aftur. Stráð utan með
flórsykri.
Til fyllingar og ofan á kök-
urnar má nota margvísleg krem
og svo auðvitað þeyttan rjóma.
Fljótlegt froðukrem má búa til
á þann hátt, að þeyta saman 2
eggjahvítur, V2 bolla af sírópi,
ögn af salti. Þeytt vel stíft. Þá
má bragðbæta með vanillu eða
nokkrum dropum af pipar-
myntu.
UNGVERSKT SÚKKULAÐI-
KREM
3 matsk. kakó.
IV2 bolli flórsykur.
2 matsk. heitt vatn.
Hrært saman, þá er látið í 1
egg og þeytt vel, loks er 2 mat-
sk. af smjöri hrært vel saman
við, annarri í einu, þeytt vel á
milli.
*
SÚKKULAÐIÞEYTINGUR
Vi bolli kakó.
% bolli sykur.
Blandað saman við 1 Vi bolla
þykkan rjóma. Látið standa í
kulda ca. 1 klst. Þá er rjóminn
stífþeyttur.
*
SMJÖRKREM
Ví bolli smjörlíki.
2 bollar flórsykur.
1 tesk. vanilla.
2 matsk. rjómi.
2 eggjarauður (má sleppa).
Smjörl. hrært með dálitlu af
sykrinum. Eggjarauðunum og
afganginum af sykrinum bætt í,
þynnt með rjómanum eftir þörf-
um. Vanilla látin í að lokum.
Ýmsar breytingar má gera á
þessu smjörkremi, t. d. má búa
til Kaffismjörkrem: 3 matsk.
kakó blandaðar í sykurinn,
þynnt út með sterku kaffi í stað
rjóma.
Banana-sítrónukrem:
3 matsk. marðir bananar og 1
tesk. sítrónusafi í stað rjóma og
vanillu.
Appelsínu-smjörkrem:
Þynnt út með appelsínusafa í
stað rjóma, bragðbætt með rifn-
um berki af 1 meðalstórri app-
elsínu.
SÚKKULAÐIFLAUEL
Vi bolli sykur.
IV2 matsk. karöflumjöl.
IVi matsk. kakó.
V2 bolli sjóðandi vatn.
IV* matsk. smjör.
V* tesk. vanilla.
Ögn af salti.
Blandið sykur og kartöflumjöl
ásamt kakó í lítinn pott. Saltað.
Vatninu hrært út í, soðið unz
þetta er þykkt, hrært vel í á
meðan. Tekið af eldavélinni og
smjöri og vanillu bætt í. Bezt að
smyrja kreminu heitu á kökuna,
þá verður það gljáandi og
mjúkt.
7. tbi. viKAN 33