Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 22

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 22
12. KAFLI Angelique hrökk svo við að Loménie brá og rak út höndina eins og til að styðja hana. — Það er ekkert, sagði hún. — E'n ég...... Hún hafði rétt í Þessu séð að staður eiginmanns hennar við borðið var auður, svo hún stökk á fætur. — Fyrirgefið, ég verð að fara.... — Strax, Madame? Við getum varla afborið það. Gætuð þér ekki staldrað ögn lengur? — Nei, nei. Ég verð að tala við Monsieur de Peyrac og ég sé að hann er farinn. — Leyfið mér samt að fylg.ia yður. — Nei, þakka yður samt mjög vel fyrir. Gerði svo vel að vera kyrr h.já vir.um yðar. Ég get þetta mjög vel sjáif .... En Loménie hagaði sér eins og sönnum herramanni sæmdi gagnvart aðlaðandi konu, sem hann grunaði að væri ofurlítið ölvuð. Án þess að hika hjálpaði hann henni til dyra, opnaði og yfirgaf hana ekki íyrr en hann var viss um, að loftið útifyrir hafði hjálpað henni, að hún gæti staðið stöðug og væri aðeins nokkra metra frá hibýlum sínum. Um leið og hann var farinn þaut Angelique yfir hlaðið. Það voru jafnvel enn fleiri menn þar en áður. Nóttin var i nánd, blandaðist saman við þykkan reykinn og biáa kuldamóðuna; eldurinn undir kötlunum var eins og rauð blóm í rökkrinu. En himininn yfir virkinu var heiður og skær eins og stórt, gullið hvolf. Angelique ruddist í gegnum fjöldann að hliði í skíðgarinum. Hún kom auga á eiginmann sinni ganga niður brekkuna, í áttina að sléttum ár- bökkunum og við hlið hans sá hún samanrekinn járnsmiðinn frá Au- vergnat með múskettu. Hún þaut á eítir þeim. Það var ekki auðvelt að rata milii þessara trjábola, sem voru hverjir öðrum iíkir og þar að auki var krökkt á milli þeirra af sjálfsánum baunatrjám. Angelique hrasaði og henni skrikaði fótur, hún bölvaði eins og her- maður. En við þetta fótaskrik og byltur rann töluvert af henni. Þegar hún fótaði sig aftur reyndi hún að átta sig betur á því hvað væri að ske og hvert hún væri að fara. Hún titraði öll af óþolinmæði og óttaðist að koma of seint. Hún sá skuggamyndir hestanna: þeir voru eins og svartir skuggar móti ljómandi sólsetrinu, þar sem þeir kroppuðu gisið grasið sem óx upp úr þurri leðjunni. Að lokum var hún í heyrnarfæri. — Joífrey! Joffrey! Greifinn sneri sér við. Angelique var móð og másandi þegar hún náði tii hans. — Ætlarðu að drepa Wallis? — Já! Hver sagði þér það? Angelique neitaði að svara. Hún var svo utan við sig, hún var að kafna af reiði. Myrkur jarðarinnar og ljómi himinsins meiddi hana í augun. Hún sá ekki framan í Joffrey de Peyrac, því hann stóð fyrir birtunni og henni fannst hún hata þessa svörtu, ógagnsæu veru, sem stóð þarna frammi fyrir henni, eins og klettur. — Þú hefur alls engan rétt til þess! Alls engan! Án þess svo mikið sem vara mig við! Eg flutti — já, ég flutti þessa skepnu hingað. Ég varð að þola allskonar erfiðleika og þreytu — og nú ætlarðu að eyði- leggja það allt í einu vettfangi. — Mér kemur á óvart, væna mín að þú skulir taka upp vörn hryss- unnar. Hún hefur reynzt bæði illvig og óútreiknanleg. Hún fældist frammi fyrir skjaldbökunni og hafði nærri grandað bæði þér og dóttur þinni og með því að slita af sér tjóðrið þarna um kvöldið neyddi hún 22 VIKAN 7-tw þig til að fara að leita að henni undir kringumstæðum, sem hefðu getað komið sér djöfullega fyrir okkur .... — Hverju máli skiptir allt það? Ákvörðunin á að vera í mínum höndum. Þú skalt ekkert. skipta Þér af því.... Hún andaði enn í gusum og röddin skalf: — Þú gafst mér hana. til að gá hvort ég gæti komið henni hingað og mér tókst það. Það var aðeins vegna þess að hávaðinn í fossinum kom í veg fyrir að hún heyrði til min, sem hún fældist og hún þolir ekki þennan hræðilega daun af Indíánunum. Og ekki ég heldur, ef út í það er farið. Ég skil Wallis. Það er ekki henni að kenna, það er landinu að kenna. Og þú ætlaðir að drepa hana, án þess svo mikið sem segja mér af því! Ó, ég get aldrei vanizt þeim manni sem þú ert orðinn — það hefði verið betra að ég... Hún þagnaði, henni fannst að tárin myndu brjótast fram úr augum hennar þá og þegar og hún hljóp burt eins hratt og fætur toguðu, svo æst í skapi að henni tókst að þjóta eftir dimmum og ójöfnum bakk- anum, án þess svo mikið sem misstíga sig. Að lokum nam hún staðar til að kasta mæðinni og reyndist þá stödd við hiiðina á litlum læk, sem sólsetrið glampaði í. Ósjálfrátt hafði hún hlaupið í átt til ljóssins, þangað sem sléttan og fjöllin enn glóðu af rauðum geislum sólarinnar, sem nú var horfin ofan fyrir sjóndeildar- rann. Hún sneri baki sínu við nóttinni og hávaða búðanna og nú fannst. henni í þögninni, hennar eigin mæða svo óþolandi hávær, eins og hún væri rnargfölduð. Það var eins og allt þetta mikilúðlega og harða land hefði allt í einu stirðnað upp til dýrðar þessari einmana konu, sem var hér til að reyna að kasta mæðinni. — Ég hlýt að vera meira en lítið drukkin, sagði hún við sjálfa sig. — Aldrei skulu þeir koma mér til að drekka þetta andskotans kanad- iska viskí aftur! Hvað var ég að segja við Monsieur de Loménie i þessu? Ég held ég hafi meira að segja sagt honum að ég hafi verið seld sem ambátt á markaðinum á Krit. Og hvað um Joffrey? Hvernig gat ég talað þannig við hann. Og það frammi fyrir einum af mönnum hans? Og það þurfti auðvitað að vera Clovis, sá versti af þeim. Joffrey mun aldrei fyrirgefa mér. En hversvegna, hversvegna er hann svo, svo .... Hana skorti orð. Hún sá enn ekki fyllilega skýrt. Hún dró djúpt and- ann og hjartað sló ört. Síða, rauða skikkjan hennar blakti í vindinum. Við sjóndeildarrönd höfðu safnazt saman litil perlugrá ský, ský sem hrönnuðust um tinda Apalakkíanfjalla. 1 vestri voru fjöllin smám sam- an að hverfa í safranbláa móðu en sléttan sem teygði úr sér fyrir fót- um hennar varð sífellt dimmari, en það var myrkur baðað ofurlítilli skimu, sem minnti á daufan, blýkenndan glampann af kvikasilfri; það teygðist út, milu eftir mílu, prýtt þúsundum stöðuvatna, sem voru eins og úr skiragulli. Undir þessu klæði, undir þessari blæju komandi nætur greindi Angelique hið sanna eðii þessa lands, lands trjáa og vatna, lands, sem sífellt endurnýjaði sjálft sig en var þó ósnortið og ónytjað. Og hæg- ur hverfandi fjallanna, sem smám saman urðu ósýnileg komu henni til að langa til að stynja eins og sál hennar væri k-vaiin. Ekki einn einasti skýhnoðri reis til himna til að koma upp um yeru mannanna í öllum þessum eyðileik. Þetta var dautt land! Hún féll á kné, yfirkomin a£ öllu þessu. Milli hennar og læksins var lágvaxínn jurtagróður með mildri en ofuriítið beiskri lykt, sem hún þekkti. Hún greip eina af Þessum jurtr u mog kreisti hana í hendi sér. Það er mynta, villimynta! Og hún fól andlitið í höndum sér, andaði að sér höfugum og kunnug- legum ilminum, sem minnti hana á þykknin sem hún þekkti í bernsku sinni. Hún fann til einhverskonar fagnaðar meðan hún naut lyktar^ innar og andvarpaði um leið og hún strauk angandi böndum yfir kinnar sínar og enni. Hún kastaði höfðinu aftur á bak. Víndurinn greip hár hennar og blakti því í áttina að skóginum og haustlaufunum. Jörðin varð sifellt

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.