Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 12
I.
Janine gekk inn í baðherberg-
ið og henni brá, er hún leit í
spegil. Þetta var ekki hennar
andlit. Ókunn kona starði á
hana. Allt, sem gerði hana fagra
og töfrandi var eins og þurrkað
burt. Hún var þreytuleg, magn-
laus og föl sem afturganga.
Bara að gráta nú ekki, hugs-
aði hún. Ef ég byrja á því núna,
þá er öllu lokið. Þá fæ ég þrút-
in og rauð augu, og Júrgen
kemst strax að því, að eitthvað
hefur gerzt.
Og það vildi hún einmitt
hindra. Nei, hann mátti ekki fá
grun um neitt.
Núna var klukkan sex. Ef
Júrgen kæmi á réttum tíma af
skrifstofunni, hafði hún aðeins
tíu mínútur til umráða. Janine
var gripin kvíða. Á tíu mínútum
varð hún að verða hin elskulega
litla eiginkona, sem gjarnan vildi
hitta manninn sinn....
Tíu mínútur til að klæðast
fallega knéstutta kasmírkjóln-
um, sem hún hafði keypt í gær
í frönsku búðinni við Savigny-
torg, tíu jnínútur til þess að
koma ljósu hárinu í lag, til þess
að dekkja augnaskuggana, og til
þess að púðra yfir fölt andlitið.
Hún vissi, að henni fór betur
ljós andlitsfarði, en í dag dugði
það ekki. Hún varð að nota mik-
inn andlitsfarða, fela baugana
undir augunum.
Var það tilviljun eða ekki, að
bréfið hafði einmitt komið í
dag? í dag, á brúðkaupsafmæl-
isdegi hennar, sama dag og hún
hafði gifzt auglýsingaráðunaut-
inum Jiirgen Siebert. í dag
höfðu þau verið gift í fimm ár
— þess vegna hafði hún fariS í
hárgreiðslu til Angels, hún hafði
keypt sér nýtt ilmvatn. Hún ætl-
aði að kveikja á kertum og vera
falleg.
Hve þetta varð allt hlægilegt,
þegar hún kom heim og fann
bréfið. Hvítt umslag, án nafns
sendanda, sem hún opnaði grun-
laus. Bréfið var vélritað, án und-
irskriftar. Hún hafði lesið það og
síðan stungið því í handtösku
sína, og hvert orð hafði festst í
huga hennar.
Kæra frú Siebert, maður yðar
hefur fyrir stuttu leigt íbúð í
Eisenachergötu. Vitið þér það?
Vissulega vitið þér ekki, að haxm
hittir þar stúlku hvern þriðju-
dag og fimmtudag. Alltaf sömu
rauðhærðu stúlkuna. Þau koma
bæði um klukkan 12 á hádegi og
fara tveimur tímum síðar. Ef þér
viljið vita eitthvað nánar um
þetta, hef ég lagt hér lykil, sem
þér getið opnað íbúðina með.
Það er bezt ef þér akið að Noll-
endorftorgi, þaðan er ekki svo
langt þangað. Af ástæðum, sem
ég get ekki tilgreint hér, verð ég
að halda nafni mínu leyndu.
Júrgen kom á réttum tíma.
Janine heyrði í bílnum, leit út
um gluggann, sá slokkna á ljós-
12 VIKAN 7 tbl-
unum, heyrði hann skella bil-
skúrshurðinni, heyrði fótatak
hans á hellum garðstígsins.
Hendur hennar voru kaldar.
Hún titraði. Örvingluð þvingaði
hún sig til þess að brosa og opn-
aði útidyrnar.
— Gott kvöld, elskan, sagði
hún, og það hljómaði alveg eðli-
lega.
Júrgen dró hana varlega að
sér. Umhyggjusamur losaði hann
pappírinn utan af fimm lang-
stilkuðum rósum og lagði þær í
fang hennar.
— Einni rós fleira á hverju
ári, sagði hann brosandi. — Eg
get varla beðið eftir því að það
verði stór rósavöndur. Hendur
mínar verða þá farnar að titra,
en þú verður alltaf jafn falleg.
Janine huldi andlitið snöggt
í vendinum. Hve einfalt þetta
er, hugsaði hún döpur. Hve það
er einfalt að halda fram hjá eig-
inkonu sinni. Rósir koma alltaf
að góðu liði, ekki satt? Þar að
auki nokkur ástfangin augnatil-
lit, viðkvæm orð, þá er hún aftur
hamingjusöm, ánægð og full
trúnaðartrausts. Og auðvitað
grunlaus.
— Hvers vegna segirðu ekk-
ert? spurði Júrgen rannsakandi.
Háls henanr var eins og sam-
anherptur. Hún stóð þarna
hjálparvana með blómin í fang-
inu. Ef hún leggði nú handlegg-
ina utan um háls honum og
kyssti hann — ef til vill héldi
hann þá, að hún hagaði sér
svona undarlega vegna geðs-
hræringar.
Hann hélt það vera geðshrær-
ingu.
— Þú, ég verð að gera játn-
ingu, hvíslaði hann í eyra henni.
— Já.......
— É'g er ennþá jafn ástfang-
inn af þér og fyrsta daginn.
í nokkrar sekúndur horfði hún
á hann, leitaði sannleikans í
dökkum, fögrum augum hans,
leitaði örlítils svikamerkis, lyga-
rrjerkis, merkis um ókunna
stúlku.....
Hún fann ekkert. Og hún
spurði sjálfa sig hvernig þetta
kvöld myndi líða. Myndi hún
ekki kafna í lyginni?
En hvernig var þá með hann?
Kafnaði hann þá ekki í lygum?
Henni varð hugsað til lykilsins í
handtösku sinni. Á morgun er
fimmtudagur. Á morgun fer ég
með neðanjarðarlestinni til Moll-
endorftorgs. Á morgun kemst ég
að raun um, hvort eitthvað steðj-
ar að hjónabandi mínu, að mér,
að honum .... Á morgun fæ ég
að vita, hvort ég hef aðeins í-
myndað mér hamingju mína,
hvort hún sé óraunveruleg.
Júrgen var smekklegur á allar
hátíðaskreytingar. Hann hafði
gaman af að halda veizlu, og al-
veg jafn gaman af því að
skreyta borðið aðeins fyrir þau
tvö.
Janine virti hann fyrir sér,
meðan hann tók upp krásirnar.
Manninn, sem hún hafði orðið
svo hræðilega ástfangin af fyrir
fimm árum, að hún giftist hon-
um tafarlaust. Margar konur öf-
unduðu hana af þessum manni.
Hver, sem kynntist Júrgen Sie-
bert varð hrifinn af honum. Af
töfrum hans. Kímnigáfu. Frjáls-
ræði hans. Hinu unglega brosi
hans.
Þar að auki var hann sérlega
glæsilegur í útliti. Á næsta ári
yrði hann þrítugur. En hver
hefði gizkað á það? Allir töldu
hann miklu yngri. Hann var sú
manngerð, sem ekki eldist -—
grannvaxinn, hár, alltaf sól-
brúnn, með úfið dökkt hár.
Janine gekk inn í eldhúsið,
setti vatn í kristallsvasa og kom
rósunum fyrir. Þau höfðu byrj-
að búa í tveggjaherbergja íbúð
í Múnchen. Júrgen vann þá á
auglýsingaskrifstofu. Tveimur
árum seinna fluttu þau til Ber-
línar. Núna áttu þau fallegt hús
í Mariendorf, hreingerningakon-
an kom daglega, hvítur sportbíll
stóð í bílskúrnum — Júrgen Sie-
bert var á öllum sviðum gæfu-
samur, einnig í starfi sínu.
— Elskan, þú mátt koma,
heyrði hún hann kalla. Aldrei
fyrr hafði Janine liðið svona öm-
urlega. Hún var nú reyndar eng-
in leikkona. Helzt hefði hún vilj-
að hlaupa út, út í regnið, alltaf
eitthvað lengra, án þess að
hugsa, um þetta bréf.
Nei, hún varð að fara aftur inn
í stofuna þrátt fyrir efasemdir
sínar. Hún varð að brosa, vera
eins og alltaf áður, glöð, ham-
ingjusöm, ástfangin.... dálítið
meira en venjulega, því það vildi
svo til að í dag var brúðkaups-
afmælið þeirra.
Þegar var búið að kveikja á
kertunum, það glóði á eldivið-
inn í arninum, rautt kampavín
glitraði í glösunum. Hún beit sig
í varirnar. Júrgen hafði keypt
lítinn, undurfagran platínuhring
handa henni. Og upp úr öðrum
pakka komu dásamleg náttföt í
ljós, rósrauð með blúndum og
slaufum.
— Þú verður heillandi í þeim,
sagði hann ástleitinn og horfði
á hana eins og hún væri eina
konan í heiminum.
— Þú dekrar við mig, sagði
hún lágt.
Hann hló, lyfti glasinu. —
Fyrir fimm árum ákvað ég að
gera þig að dekurbarni.
Hún þagði. Krabbar, indversk
og dönsk salöt, alls konar skink-
ur, franskir ostar — allir uppá-
haldsréttir hennar stóðu á borð-
inu. En henni veittist erfitt að
koma niður nokkrum bitum.
-—- Ég fékk bréf frá Claudette
í dag, sagði hún loksins, ánægð
yfir að hafa fundið eitthvert um-
talsefni. — Hún býður okkur til
sín. Hún vill að við verðum í
Marokkó um áramótin.
— Alls ekki slæm hugmynd,
fannst Júrgen. — En í ár getum
við það ekki... kannski næsta
ár. Hvað segir hún um arabiska
höfðingjann sinn? Hve margar
hjákonur á hann?
-— Enga, virðist vera. Janine
brosti með erfiðismunum. Henni
varð hugsað til þess, að allir
höfðu reiknað með einhverjum
ósköpum, þegar Claudette gift-
ist unga Marokkóbúanum með
furðulega nafninu. En hún hafði
orðið hamingjusöm með honum.
Claudette hafði verið eina vin-
konan hennar. Þær höfðu báðar
unnið sem hlaðfreyjur í París og
búið saman í herbergi.
Kampavínið fór að stíga Jan-
ine til höfuðs. Hún hafði drukk-
ið of mikið og of hratt. Hvers
vegna? Hún vissi þó, að hún
þoldi ekki mikið.... Hún virti
andlit Júrgens fyrir sér í flökt-
andi kertaljósinu, allt það, sem
hún elskaði, freknurnar þrjár á
nefinu, örlitla hærða örið yfir
vinstri augabrúninni, hvernig
hann kveikti sér í sígarettu og
blés reykhringjum til hennar yf-
ir borðið.
Bara að ekkert væri satt í
þessu bréfi, hugsaði Janine. Ef
þetta væri aðeins ómerkilegur,
nafnlaus rógur? Ef einhver öf-
undaði hana aðeins af hamingju
hennar?
Sérhvern þriðjudag og
fimmtudag, frá klukkan tólf til
tvö... gat hann raunverulega
gert þannig lagað? Hamingjan
var þó miklu veigameiri en svo
að hann gæti hent henni þannig
frá sér. Og það var þó ekki hægt
að elska tvær....
N Ý FRAMHALDSSAGA
EFTIR JENS BEKKER
VIÐ
hverja snertingu hans