Vikan


Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 47

Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 47
Colgate f luor gerir tennurnar sterkari við hverja burstun Spyrjið tannlækni yðar... hann veit betur en nokkur annar, hvað Colgate Fluor hefur mikla þýðingu fyrir tennur yðar og allrar fjölskyldunnar. Byrjið í dag - það er aldrei of seint... Frá allra fyrstu burstun styrkir Colgate Fluor tannglerunginn og ver tennurnar skemmdum. Með þvi að bursta tennurnar daglega með Colgate Fluor tannkremi, fáið þér virka vörn gegn sýrum þeim, sem myndast í munninum og mjög er hætt við að eyðileggi tennurnar, ekki sízt tennur barnanna. Auk þess er þetta dásamlega, ferska bragð sem aðeins Colgate Fluor tannkrem hefur. tauklæðning á sætunum, vinyl þykir halda mjög að manni hlta og svita á löngum, heitum leið- um. Annars er hægt að fá þrumublástur úr loftræstikerf- inu, svo vel kaldan sem heitan, en mér þótti blásarinn hafa full hátt á mesta hraðanum. Það fer ekki framhjá neinum, að þessu bíll er settur til höfuðs listakerrunni Mercedes Benz. Í!g hef ekki átt þess kost að taka í nýlegan Benz svo ég hef ekki samanburðinn, en segja mætti mér, að þar væri víða mjótt á mununum, og þótt annar hefði kannski yfirhöndina í einhverj- um liðum tölulega séð, fari upp- gjörið milli þeirra eftir persónu- legum tilfinningum frekar. Og svo glaður, sem ég væri Benz- eigandi, myndi ég sem BMW 2500-eigandi öfundlaus horfa á Benzana í kringum mig. Enda gæti ég sjálfsagt splæst á mig Benz líka, ef ég hefði efni á BMW-inum.... — S Daglegt heilsufar Framhald af bls. 7 vegna þarf að sinna fyrirboðum, rauðum augum, sviða og ef til vill lélegri sjón, og fara til lækn- is við fyrstu grunsemdir. 8. Rangt. Maður getur fengið svima, flökurleika og höfuðverk, en það stafar frá jafnvægiskerf- inu, ekki augunum. 9. Rangt. Þótt maður hesthúsi vagnhlass af gulrótum, hefur það engin áhrif á sjónina bein- línis. Gulrætur og annað dökk- gult og grænt grænmeti eru, ásamt mjólkurmat, nauðsynleg- ur A-vítamingjafi, og A-vítamin er sjóninni nauðsynlegt. En það þarf ekki svo mikið A-vítamin til að það dugi sjóninni, svo það er eiginlega útilokað að fólk sem á annað borð lifir á heilbrigðri fæðu, fái ekki nóg af A-vítamini. 10. Rangt. Það er alltaf ein- hver hætta á því að kontakt- linsur rispi sjáaldrið og augun, svo þau fyllast af „tárum“. Það er nauðsynlegt að hafa fulla gát á. Ef rétt er að farið, þá er bezt að nota ekki linsur nema stutta stund í einu, þ. e. a. s. nokkra klukkutíma.... 11. Rangt. Það að gamalt fólk fær skyndilega betri sjón, getur jafnvel lesið blöðin gleraugna- laust, getur oft verið merki þess • að alvarlegur augnsjúkdómur sé í uppsiglingu, t.d. starblinda. — Þá þarf skjótrar athugnar. 12. Rétt. Fyrir skólaaldur er það ekki óalgengt að börn hafi lélega sjón, eða um það bil 5 af hundraði; um fertugt er það orðið 48 af hundraði, og 95 af hundraði um sjötugt. Léleg sjón er því eðlileg á gamals aldri, en óeðlileg á barnsaldri, og þá er því nauðsynlegra að hafa gát ' augum barnanna.... 7- tbl- VIKAN 47 ■cs -þ

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.