Vikan - 13.02.1969, Blaðsíða 19
Faðir Riet, Piet Hendriks, ásamt dóttur sinni og börnum hennar.
Hann varð henni um síðir til byrði.
Riet Sleutjes er kona nefnd,
til heimilis i þorpinu Schijndel
í Brabant, Hollandi. Hún er hálf-
fertug að aldri og' hefur orðið
nokkuð fræg fyrir einstaklega
sterka en ekki að sama skapi
heilnæma hænsnasúpu, sem hún
eldaði einstaka sinnum þegar
mikið lá við. Tveir menn hafa
nefnilega burtkallazt snögglega
eftir að hafa borðað súpu frúar-
innar og sá þriðji barg sér naum-
lega.
Frú Sleutjes var ekkert sér-
stakt piltagull hvað útlit snerti,
stutt og digur og gekk með gler-
augu, en lífsfjörið bætti það upp.
Fyrri maður hennar, sem hét
Jan van Eyndhoven og var fimm
árum yngri en hún, vann við
grjótnám. Það er erfið vinna og
Jan var yfirleitt uppgefinn þeg-
ar hann kom heim á kvöldin.
„É’g var búin að fá alveg nóg
af honum,“ sagði Riet sér til af-
sökunar. „Hann var hættur að
fullnægja ástarþörf minni. En
vegna barnanna gat ég ekki
hugsað mér hjónaskilnað.“ Svo
að hún fann upp eigin skilnað-
araðferð: sauð súpu. Þetta var
hænsnasúpa og venjuleg sem
slík, nema hvað frúin hellti
nokkrum skammti af rottueitri
samanvið.
Þegar Jan kom heim úr grjót-
inu þetta kvöld, svangur og
þreyttur, át hann súpna með
góðri lyst. Næsta morgun gat Ri-
et skartað ekkjuklæðum. Þorps-
búum fannst þetta undarlegt, þar
eð Jan var aðeins þrjátíu og
fimm ára að aldri og hafði aldrei
áður kennt sér neins meins, svo
menn vissu. En að því sinni var
ekkert gert í málinu.
Riet leiddist ekkjustandið, sem
nærri má geta, og áður en sorg-
arárið var útrunnið, giftist hún
byggingaverkamanni að nafni
Frans Sleutjes, sem var átján
árum eldri en hún. En fljótlega
eftir hjónavígsluna komst hún
að raun um að einnig þessi ekta-
maður hafði fullmikið að gera á
daginn. En það má hún eiga að
hún greip ekki undireins til
Jan van Eyndhoven og Riet, þeg- sama úrræðis og áður, en leitaði
ar þau giftu sig. Hann var of þess í stað fróunar hjá hinvun
þreyttur á kvöldin.
Framhald á bls. 29.
7. tbi. VIKAN 19