Vikan


Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 7

Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 7
NOKKUR RÁÐ FYRIR ÞÁ SEM ÆTLA AÐ FERÐ- AST TIL SUÐ- LÆGRA LANDA Það er nú orðið daglegt brauð að sjá auglýsingar í blöðum og sjónvarpi um dásamlegar og ódýrar ferð- ir til sólarlanda, og þá eru varla til nógu sterk lýs- ingarorð um allar dásemd- irnar. Nú er ekki eingöngu talað um Spán og Ítalíu, þa)ð er mikfð talað um ferðir til Arabalanda og Austurlanda nær. En snákurinn sér leynir í fríðleiksparadís; það er margt sem þarf að athuga fyrir slíkt ferðalag, ekki sízt ef farið er til hitabelt- islanda, þar sem úir og grúir af hættulegum skor- kvikindum og sýklaberum. Það er því eins gott að fara til læknis og láta athuga almennt heilsufar, og ekki síður til tannlæknis, svo tannpínan eyðileggi ekki ferðina. Það getur orðið ótrúlega erfitt að ná til tannlækna og annarra lækna á svona ferðalögum. Ef farið er til hitabeltis- landa, þá þarf að fá bólu- setningu við þeim sjúk- dómum sem þar eru land- lægir. Það er hægt að koma í veg fyrir þrjá hryllilega sjúkdóma mieð bólusetningu; — bólusótt, lömunarveiki og gulu. Svo er líka ráðlegt að gera ráð- stafanir gegn taugaveiki og kóleru. Malarían er ekki eins hættuleg og hún áður var, nú eru til lyf til að fyrir- byggja hana, og það er ráðlegt að taka eina töflu daglega meðan á ferðinni stendur og mánuð eftir heimkomuna. (Það er al- drei of varlega farið). Margir eru hræddir við slöngu og snákabit, en þau eru tiltölulega sjaldgæf. Samt er ekki ráðlegt að fara berfættur í göngu- ferðir í rökkri, þá er nauð- synlegt að vera vel skóað- ur og það er heldur ekki úr vegi að hafa vasaljós með á rökkurgöngum. Það sem nauðsynlegast er af öllu er að hafa nán- ar gætur á mat og drykk sem maður innbyrðir. Það er alls ekki óhætt að borða melónur, sem seldar eru sundurskornar, og yfirleitt er varhugavert að borða ávexti sem eru til sölu á götumarkaði. Sömuleiðis er bezt að varast hrátt grænmeti, fisk og hrá skel- dýr, og drekka aldrei vatn, nema soðið eða mineral- vatn úr flöskum. ísmol- arnir í drykkinn þurfa líka að vera vel ættaðir. Sterka drykki á að þynna mikið, varast mjög sæta drykki í miklum hitum, og setja svolítið salt í vatnið, það hjálpar upp á vökvajafn- vægið í líkamanum. Svo er það klæðnaður- inn. Það er nauðsynlegt að hafa barðastóran hatt og góð sólgleraugu, og nota helzt rúmgóðan fatnað úr bómull. (Gerviefni eru ekki góð í miklum hitum). Það er líka gott að eiga flugnarieti, þau sem sett eru yfir rúmin á gististöð- um eru oft götótt, og skor- iýrin komast inn um mjög 'ítil göt. Nú eru líka til allskonar krem, bæði til að verjast flugnabitum og eins til að lækna flugnabit, ef maður er svo óheppinn að verða fyrir þeim. Þið megið ómögulega halda að allar þessar var- úðarráðstafanir taki allan tíma ykkar. Þetta kemst fljótt upp í vana, rétt eins og að haga sér rétt í um- ferðinni. Það getur orðið verra að geta kennt sjálf- um sér ef illa fer, og ör- ugglega mjög erfitt að verða veikur á slíkum ferðalögum . . ☆ SPAtll MINNST ÞAR SEM ÍVA ER FYLLILEGA SAMBÆRILEGT AÐ GÆÐUM VIÐ BEZTU ERLEND LÁGFREYÐANDI ÞVOTTAEFNI ★ íva er lágfreyðandi ic íva leysist upp eins og skot ★ íva skolast mjög vel úr þvottinum ★ íva þvær eins vel og hugsast getur ★ íva er lang-ódýrasta lágfreyðandi þvottaefnið á markaðinum HAGSYNAR HÚSMÆÐUR VELJA ÞVÍ AUÐVITAÐ ÍVA Sslenzk úrvalsframleiðsla frá FRIGG 12. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.