Vikan


Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 45
ég komst við. Ég settist við hlið hennar og tók hana í faðminn. — Ertu þreytt, elskan? spurði ég blíðlega. — Ég held að ég sé að fá kvef, sagði hún. — Ruthie, ástin mín . . hóf ég mál mitt. — Segðu mér það á morgun, elskan, sagði hún, hjúfraði sig niður og var sofnuð á stundinni. Næsta morgun, klukkan átta, komu telpurnar niður til að leita að okkur. — Það er maður inni á baði að skola hálsinn, sagði Patty. — Já, hann er búinn að ræskja sig og skola hálsinn síðan snemma í morgun. — Við gægðumst inn, sagði Patty, — og veiztu hvað? — Hvað? spurði ég og kveið fyrir svarinu. — Hann notaði öll baðhand- klæðin okkar. Hann var allur vafinn í þeim, jafnvel höfuðið. — Jæja, sagði Ruthie, — ætli mér sé ekki hollast að byrja á létta fæðinu. Hún batt beltið á baðkápunni sinni og var á leið fram í eldhús, þegar Jarrod kom inn til okkar. Hann var kominn í frakka og hélt á tösku. — Ég hringdi til Minnu Harris, sagði hann og það snörlaði í honum. — Hún hefur sent bíl- stjórann eftir mér, hann er hér fyrir utan. Hitinn hjá henni er í lagi, sagði hann, eins og til skýringar. — Ó, sagði Ruthie glaðlega. — Við munum sakna yðar, en ég býst við að þér séuð betur sett ur hjá henni. Sy, fylgdu herra Jarrod til dyra. Ég fylgdi honum til dyra. — Farið nú varlega, gamli minn, sagði ég, og gekk svo inn í eld- húsið. Ruthie var að hræra vöffludeig, og telpurnar voru að leggja á borðið. Þetta var dá- samlegt sunnudags-andrúmsloft. Ég gekk til Ruthie og kyssti hana, lengi og innilega. — Jæja, sagði hún, þegar hún náði andanum, þú ert þá orð- inn sjálfum þér líkur. Hvernig líður þér? Ég beygði mig og kyssti hana aftur. — Aldrei liðið betur, sagði ég •& f "N Góöa nótt, Rdnki. Viö sjáumst á morgun. V.____________________J UiOarbiliur á loft oo veeoi EIK GULLÁLMUR ASKUR CAVIANA LERKI BEYKI FURA OREGON PINE TEAK VALHNOTA MANSONIA HARDVIDAKSALAN Sf. Þórsgötu 13 Sími 11931 & 13670. V. J ALLT Á SAMA STAÐ SNJOHJÚLBRRÐRR ÞAÐ EllU FINNSKU HJÓL B ARÐARNIR sem slegið liafa í gegn hér á landi. Það er hið óviðjafnan- lega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. Haeioendor MIJNIÐ AÐ NÆG BÍLASTÆÐI ERU FYRIR VIÐSKIPTA- VINI Á HORNI RAUÐARÁRSTÍGS OG GRETTISGÖTU. FLESTAR STÆRÐIR SNJÓHJÓLBARÐA F YRIRLIGG J ANDI. GERIÐ SNJÓHJÓLBARÐAKAUPIN TÍMANLEGA. SENDUM í ICRÖFIT. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Laugavegi 118 — Sími 2-22-40 12. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.