Vikan


Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 44
SJÖNVARPSRQRNID Raðsett, sem má breyta eftir aðstæðum. Framleiðandi og seljandi: Bólstrarinn Hverfisgötu 74 — Sími 15102 fBSlHffiilllll % MYNDATÖKUIt FYltlR ALLA FJÖLSKYLDUNA * FERMINGAltKIRTLAR Á STOFUNNI * llllll Hllllll Garðastræti 2 - Reykjavík - Sími 20000 sagði Ruthie þreytulega. Ég kinkaði kolli og fylgdi Jarrod upp stigann. Ég fann teppin og fleygði þeim á rúmið. Hann flýtti sér upp í og dró upp yfir eyru. — „Limgerði Trójuborg- ar“, ég hefði aldrei átt að skrifa þá bók, heyrði ég hann tauta milli samanbitinna vara. — Yð- ur grunar það auðvitað ekki, Bancroft, en ég er sérfræðingur í sögu Bandaríkjanna, og ég skrifaði sex bindi um borgara- stríðið. Svalt heilu hungri á með- an. Svo skrifaði ég „Limgerði Trójuborgar“ og græddi á tá og fingri. Ég veit ekki aura minna tal núna. Getið þér ekki gert eithvað við þessa fjandans mið- stöð, maður? — Ég hef reynt öll ráð, sagði ég og var ennþá vingjarnlegur. Hann lét sem hann heyrði ekki til mín. — Það er engin vatns- flaska hér inni, hvað fæ ég að drekka, ef ég verð þyrstur í nótt? — Það er heldur ekki þing- mannaleið fram í baðherbergið, sagði ég, stuttur í spuna, — það eru næstu dyr. Svo gekk ég áleiðis út. — Ég sef fram eftir, kallaði hann á eftir mér. — Við reynum að læðast um á höndunum, sagði ég, og fór svo út og skellti hurðinni á eftir mér. Á leiðinni niðiu talaði ég við sjálfan mig. — Þvílíkt og annað eins, ekki nema það þó, — koma inn á heimilið og byrja strax á því að gefa skipanir og kenna í brjósti um sjálfan sig, eins og Ruthie hafi ekkert annað að gera en að stjana við hann, og stumra yfir honum. Eitthvað kom upp í huga minn, en ég gat ekki gert mér grein fyrir hvað það var, en svo fannst mér að ég þyrfli að kyngja. Hvað var það sem Ruthie sagði: — Allir karlmenn eru eins. Ég hafði hagað mér ná- kvæmlega á sama hátt þrjá síð- ustu daga. Jæja, sagði ég við sjálfan mig, þú varst nú miklu veikari en þessi náungi. Þú hlýtur að hafa verið mikið veikur. Það hag- ar enginn fjölskyldufaðir sér svona, nema þá að hann sé sár- sjúkur! Ég hafði auðvitað ekki fengið hita. En hitinn sannar ekki allt. Eða gerði hann það? Það verður að fara eftir aðstæð- um, og ég held ég hafi borið þetta hetjulega. Ég hafði auð- vitað verið rellin við Ruthie, en ef ég hefði ekki látið hjúkra mér, gat verið að ég hefði orðið að fara á sjúkrahús. Já sagði ég við sjálfan mig, á sjúkrahúsi borgarðu stórfé fyrir að láta dekra við þig. — Jæja, sagði ég upphátt, — ég er mesta skepna .... Ég flýtti mér að leita Ruthie uppi til að viðurkenna þetta allt, og fann hana í bókaherberginu, þar sem hún lá í hnipri á svefn- sófa. Hún var svo lítil og föl að 44 VIKAN 12- tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.