Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 19
J<róa sig inni og komst nú ekki aítur til síns heimastaðar. Onontio,
sem verið hafði landsstjóri í Quebec síðan Michilimackinac sáttmá)lfcnn
var gerður, var reiðubúinn að taka Irokana sér i barna stað, og Frakk-
arnir, sem hér voru staddir ætluðu að láta liðið vera 'gleymt og fylgja
dæmi Onontios föður síns, en muna aðeins eftir beim fögnuði, sem
Swanissit hafði gert þeim með því að afhenda þeim litla drenginn.
Koníakstunna, sem Romain l’Aubigniére afhenti Swanissit með eigin
hendi, innsiglaði þennan nýja friðarsáttmála og afhendingu litla gíslins.
En þá tóku málin nýja og válegri stefnu.
Nú stóðu allir og Swanissit og Outakke leiddu drenginn fast að
frænda hans. Svo slepptu þeir honum og kölluðu til hans að fara, um
leið og þeir bentu honum burt, en sneru sjálfir til sinna manna.
En litli drengurinn litaðist hræðslulega um, rak svo upp óp og ílýtti
sér aftur til Swanissits. Hann greip með báðum höndum utan um löng,
mögur læri foringjans og starði upp á hann með társtokknum augum,
og kjökraði eitthvað dauðhræddur á Irokamáli. I sama bili greip óþol
Irokana. Tjáningarleysið þurrkaðist út á stundinni og tattóveruð and-
litin létu uppskátt um fyrirlitningu þeirra og vonbrigði. Þeir hnöppuð-
us utan um drenginn og reyndu að telja um fyrir honum, með mikilli
tungulipurð.
— Hvað gengur á? spurði Angelique hálf hrædd og sneri sér að
Macollet gamla, sem stóð og tottaði pípu sína í skugga skíðgarðsins, en
fylgdist einnig með þvi, sem fram fór, með kuldalegu augnaráði.
Hann hristi rauða ullarfrolluna.
— Guð veit, að þetta hlaut að gerast! Strákurinn vill ekki fara til
frænda síns og neitar að yfirgefa villmennina! Ha! Ha! Ha!
Án þess að hætta að hlæja, yppti hann öxlum með fasi forlagatrúar-
mannsins.
— Þetta hlaut að gerast, þegar allt kom til alls....
Grátur barnsins yfirgnæfði allan annan þys.
írokarnir voru einna líkastir hópi hálflærðra páfagauka, þar sem þeir
krunkuðu allir ofan yfir drenginn á þessu sérkennilega hljóðlíkinga-
máli sínu, og fjaðurprýddir hausarnir vögguðu fram og aftur.
Án þess að skeyti hið minnsta um virðuleik sinn, kraup Outakke á
jörðina, svo hann var nokkurnveginn jafn hár drengnum, ef ske kynni
að hann ætti þá auðveldara með að útskýra málin fyrir honum, en
litli, franski drengurinn greip dauðahaldi í hann líka, hélt annarri hendi
utan um hálsinn á Outakke, en með hinni hélt hann krampakenndu
taki um leðurólina, sem Swanissit notaði til að halda uppi um sig
lendarklútnum.
Frakkarnir vissu ekki, hvaðan á þá stóð veðrið, og skutu á ráðstefnu.
— Við verðurn að stöðva þetta! sagði Loménie greifi. — L’Aubigniére
farðu og sæktu frænda þinn, hvort sem honum líkar betur eða verr,
og flýttu þér með hann í burtu Láttu hann einhversstaðar þar, sem
við getum ekki heyrt hann skæla, annars endar allt með ósköpum.
L’Aubignére gekk í átt til írokanna, staðráðinn í að hrifsa þrætuefnið
til sín, en hann hafði ekki fyrr rétt fram höndina, en villimennirnir
sneru sér ógnandi að honum.
— Ekki snerta hann!
— Nú lítur óbjörgulega út, tautaði Eloi Macollet með sjálfum sér.
— Nú, það var svo sem ekki á öðru von! Ekki á öðru von! Þeir segja
að allir viti, að Frakkar séu vondir við börn, en enginn skuli leggja
hönd á þennan dreng .... Við verðum að vera þolinmóðir, segja þeir.
Þolinmæðin þrautir vinnur allar. — Sé drengurinn jafn þvermóðsku-
fullur og L’Aubigniére frændi hans, verðum við hér enn um sama
leyti á morgun. Og allir L’Aubigniérerar eru þverari en asnar!
Angelique flýtti sér til eiginmanns sins.
— Hvernig lízt þér á? spurði hún.
— Þetta lítur óbjörgulega út.
— Hvað eigum við að gera?
— E’kkert, sem stendur. Bara vera þolinmóð! Það er það sem þessir
hæstvirtu Irokar vilja, að við gerum. Hann var rólegur, og Það var
ekki betur séð, en hann stæði algjörlega utan við þessa samninga, sem
komu honum ekki beinlinis við.
Anigelique fann eins og hann, að það var nauðsynlegt að halda ró-
seminni, en skaphöfn ýmissa viðstaddra var að verða heldur úfin.
Drengurinn var orðinn purpurarauður í framan og öskraði hærra en
nokkru sinni fyrr. Og klemmdi aftur augun eins og hann væri með því
að neita að gera sér að góðu þau hræðilegu örlög sem biðu hans, að
yfirgefa villimennina og snúa aftur til þessara skrímsla með fölu and-
litin. Það rann úr nefinu á honum og tárin streymdu niður kinnarnar.
Angelique vorkenndi barninu og fannst hún verða að gera eitthvað.
Hún fór aftur inn í varðstöðina, hljóp yfir að birgðahúsinu, þreifaði sig
áfram, þar til hún fann það, sem hún var að leita að — klump af
hv’itasykri.
Hún braut af honum nokkra mola. Svo stakk hún hendinni ofan í
tunnu af þurrkuðum plómum, greip liandfylli sína og þaut aftur útfyrir.
Loménie hafði kallað lautinanta sína til hliðar.
—- Látum þá fara með þennan óþægðaranga og síðan getum við
barizt við þá, tekið hann og náð þeim á okkar vald.
— En ef þeir drepa hann í hefndarskyni? spurði Maudreuil.
—- Þeir gera það ekki, þeim Þykir of vænt um han til Þess.
Nú greip Peyx-ac fram í:
— Ef við aflýsum samkomulaginu á þessu stigi málsins, stöndum
við ekki aðeins frammi fyrir þeim vanda, sem við höfum verið að
reyna að forðast, heldur jafnvel enn verri. Ég bið ykkur að vera þolin-
móðir og rólegir.
Angelique laut ofan að Honorine. — Sjáðu litla vesalings drenginn,
sem er að gráta þarna; hann er hræddur við alla þessa fullorðnu menn,
sem hann þekkir ekki. Farðu með svolítinn sykurmola til hans og
plómur, og taktu svo í höndina á honum og leiddu hann hingað til mín.
Enginn skírskotaði árangurslaust til góðsemi Honorine. Fullkomlega
beyglaus lagði litla stúlkan af stað til Irokanna, sem hún virtist álíta
gamla fjölskylduvini.
Hún var einna líkust brúðu, sem stigið hefði út úr myndaramma, í
viðu, íelldu pilsinu, með grænu línsvuntuna. Græna húfan, sem kopar-
rauðir lokkarnir komu í ljós undan, glampaði í sólinn. Á fótunum hafði
hún mokkasínur, bryddaðar með perlusaumi. Daginn áður hafði Indí-
ánakona fært henni þessa skó, gjöf frá Pont-Briand lautinanti.
Hún rétti góðgætið í áttina að drengnum með uppgerðarlausum og
einlægum hreyfingum. Swanissit og Outakke tóku þegar þátt í leiknum
og lofsungu af mikilli ákefð þetta undursamlega góðgæti, sem Honor-
ine væri að bjóða honum. Að lokum opnaði hann augun, þrátt fyrir
alla hræðsluna. Hann snökkti af ekka, meðan hann virti íyrir sér gjaf-
irnar. Haíði hann nokkru sinni séð hvitasykur áður? Hann kaus heldur
að þiggja plómurnar, sem hann þekkti, en hann hafði ekki augun af
hvíta efninu, sem honum var sagt að væri ætilegt. Svo tók Honorine í
hönd hans og leiddi hann hægt í áttina til Angelique.
Fólk af öllum þjóðflokkum hélt niðri í sér andanum. ^Þessi stutta
vegalengd, sem börnin þurftu að fara, skildi milli stríðs óg friðar.
Angelique kraup á knén og horfði á börnin nálgast, gætti þess að
hreyfa sig ekki svo að hann gæti firrzt við.
Þegar hann kom til hennar, sagði hún lágt og þýðlega:
— Það er sykur! Smakkaðu! Það er gott!
Hann skildi hana ekki, en ekki var annað séð en honum félli rödd
hennar vel i geð. Hann leit á hana með stórum, bláum augum, í ein-
hverskonar heillun, sem kom honum til að gleyma hræðslunni eða jafn-
vel hver hann var. Minnti andlit þessarar hvítu konu með ljósa hárið
undir skuplunni, hann á ungu, frönsku konuna, móður hans, sem höf-
uðleðrið hafði verið flegið af eina nótt? Það var engu líkara en hann
væri að reyna að muna eitthvað.
Hún hélt áfram að tala róandi við hana.
Svo kom Macollet gamli henni til hjálpar og endurtók orð hennar á
Irokamáli eins blíðlega og hrjúf rödd hans leyfði.
— Það er sykur.... Smakkaðu........
Að lokum vogaði drengurinn sér að sleikja ofurlítinn sykurmola, svo
tók hann stóran bita og óhreint, litið andlitið Ijómaði upp I undrunar
aðdáun. Svo rak hann upp hlátur.
Allir drógu andann léttar.
Sendinefnd Irokana slakaði á aftur og allir þyrptust utan um Angeli-
que og börnin tvö.
—- Hafið þið ekki eitthvað í vösunum, sem vakið getur athygli hans?
Þetta var skarplega til getið. Sérhver drengur milli sjö og tíu ára,
með nokkra sjálfsvirðingu, hefur alla vasa fulla af dýrgripum. Bartho-
lomew fann tvær svartar marmarakúlur, leifar frá síðasta leiknum, er
hann hafði leikið á götum La Roehelle.
Meira þurfti ekki til að sigra drenginn, fullkomlega.
Konurnar og börnin mynduðu hring utan um hann og tókst uppá-
fallalaust að koma honum innfyrir skíðgarðinn og yfir að húsinu. Að
lokum voru þau öll heilu og höldnu bak við lokaðar dyr.
Angelique hafði kviðið því, að þegar hann væri kominn inn í hús,
kynni hann að finna til innilokunarkenndar og byrja að gráta aftur,
en hann leit veggina í kring um sig nokkrum undrunaraugum; þó
var eins og hann ætlaði að láta þetta gott heita og hann settist fram-
an við skíðlogandi eldinn i arninum. Hún var nærri viss um, að um-
hverfið minnti hann á gamla og góða daga, á kanadiska bændabýlinu.
Minningin um ýmsa hluti og umhverfið, sem hann hafði áður þekkt,
kom þeim og honum nú til hjálpar og hann nartaði i sykurinn sinn
meðan hann horfði á Bartholomew velta marmarakúlunum á gólí-
inu. Endrum og eins sagði hann eitthvað á Irokamáli, svo Angelique
sendi eftir gamla loðdýraveiðimanninum með rauðu ullarhúfuna, og
lét gamla manninn setjast með koníaksglas framan við eldstæðið.
—- Gerðu mér greiða, Monsieur Macollet, og vertu milligöngumaður,
eins og þið kallið það hér, fyrir þennan unga villimann. Mér stendur
nokkur stuggur af því að hann verði óþolinmóður, ef hann finnur,
að við skiljum hann ekki.
Monsieur de Loménie var á sama máli, Þegar hann kom síðar í
eigin persónu til að flytja Madame de Peyrac þakkir sínar. Hann sagði,
að Irokarnir hefðu farið í friði, fullvissir þess, að barnið væri í góð-
um höndum.
— Við fáum tæplega þakkað yður, Madame. Hefðuð þér og þessi
fallegu börn yðar ekki komið til, hefði hér slegið í brýnu. Við her-
mennirnir eigum allt of auðvelt með að gleyma því, að stundum get-
ur ekkert leyst vandann annað en nærfærni konunnar. Við hefðum
látið strádrepa okkur út af þessum strákanga, en þér þurftuð ekki
annað en brosa.
Svo sneri hann sér að börnunum og bætti við:
— Mig langar að gefa ykkur eitthvað í þakklætisskyni. Hvað lang-
ar ykkur i?
Börnin hikuðu ekki hið minnsta. Þau voru ölvuð af fögnuði yfir
þvi, hve ríkan þátt þau höfðu átt í hve vel fór. Barthelomew tók
fyrstur til máls.
— Mig langar i tóbak og pipu.
— Mig langar á gulldal, sagði Thomas hinn ungi, sem enn hélt í
verðmætaskilding gamla heimsins.
— Og ég, sagði Honorine, — mig langar i hníf til Þess að flá með
höfuðleður — og til þess að fara til Quebec.
Greifinn gat ekki leynt undrun sinni yfir fjölbreytileik og eðli ósk-
anna.
— Höfuðleðurshnif handa ungri stúlku? Af hverjum ætlarðu að ílá
höfuðleðrið?
Honorine hikaði.
Angelique var eins og á nálum.
En sem betur fór komst Honorine að þeirri niðurstöðu, að hún
vissi það nú ekki ennþá. En hún ætlaði að hugsa um það.
— Og þú drengur minn, hvað ætlarðu að gera við pípu?
— Auðvitað reykja hana.
Loménie greifi hló hjartanlega. Hann gaf Thomasi gulldalinn sinn,
sagði Bartholomew að hann skyldi fá pipuna, en aðeins til að blása
sápukúlur með.
— Og hvað þig snertir, Mademoiselle Honorine, ætla ég ekki að
sjefa þér hnífinn, fyrr en þú hefur komizt að raun um, hverjir óvinir
þínir eru. En ég get þegar sagt, fyrir hönd hans hágöfgi, Frontenacs
landsstjóra, að hann myndi telja sér það mikinn heiður ef þú gæt-
ir þegið boð um að heimsækja hina virðulegu borg hans, Quebec.
24. KAFLI
Angelique vissi, hvílík áreynsla þessi breyting lifnaðarhátta var
litla drengnum, svo hún lét af öllum áætlunum um að reyna að baða
hann.
Einkaréttur Vikan: Opera Mundi, París.
Framhald I næsta blaði.
12- tbl VIICAN 10