Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 10
VIKAN -
KARNABÆR
NO. 6
TIL ÚRSLITA
Oddný er 17 ára, fædd 9. febrú-
ar 1952, dóttir Arthurs Sigur-
bergssonar, sjornanns, og Láru
Karlsdóttur, næstelzt af fjórum
systkinum. Hún er 164 cm á
hæð, bláeyg og Ijóshærð.
Hún er i Gagnfræðaskóla
Austurbæjar, 4. bekk verzlun-
ardeildar, og uppáhaldsfögin
eru danska og þýzka, en reikn-
ingurinn tvímælalaust leiðin-
legasta greinin. Hún hefur ekki
gert upp við sig, hvað hún
hyggst taka fyrir hendur að
skólanámi loknu, en langar þó
að læra meira i tungumálum,
einkum er franska henni hug-
leikin. Síðastliðið sumar gekk
hún um beina í hótel Hvera-
gerði, en þar áður var hún í
sveit í A.-Húnavatnssýslu.
í tómstundum leggur hún
hvað mest stund á handa-
vinnu, bæði prjóna og sauma-
skap, býr til dæmis til flest sín
föt sjálf, eftir fyrirmyndum
héðan og þaðan. Hún fer lítið
í bíó og horfir lítið á sjónvarp,
hlustar á lög Unga fólksins og
Á nótum æskunnar í útvarp-
inu, les lftið en fer með skólan-
um í leikhús. Hún telur leik-
hússferðir mun skemmtilegri en
ferðir í kvikmyndahús.
Hún segir heldur litið félags-
líf i skólanum og telur sam-
lyndi nemenda og forráða-
manna skólans ekki upp á það
bezta. Til dæmis sagði hún frá
því, að nemendur og skóla-
stjóri gætu ekki orðið sammála
um, hve hátt mætti stilla gít-
ara, þegar hljómsveitir léku
fyrir dansi á danskvöldum skól-
ans. Væri þar af leiðandi lítið
um skólaböll. Hún hefur sótt
dansleiki í Sigtún og fór tví-
vegis í Las Vegas, en féll það
ekki sem bezt. Hún hefur kom-
ið í nafnleysuna við Skaftahlíð
og lízt mjög vel á þann stað
og telur hann eiga framtíð fyr-
ir sér.
Henni var lítið um það gefið
að eiga að velja sér nýtt þjóð-
erni, en kvaðst þó geta hugsað
sér að vera frönsk, með tilliti
til þess hve fallegt væri í
Frakklandi og þess, hve fransk-
an er fallegt mál.
HTHUGIÐ
að’ i síðasta tölublaði urðu
þau leiðu mistök, að text-
ar rugluðust með stúlkun-
um tveimur, nr. 3 og 4
þannig, að Rósa Björg
Helg'adóttir var kölluð Þor-
björg- Magnúsdóttir, en
Þorbjörg Rósa. Lesendur
eru vinsamlega beðnir að
athuga, að RÓSA BJÖRG
HELGADÓTTIR er nr. 4
til úrslita og er í SÍÐARI
opnunni í síðasta tölublaði,
en ÞORBJÖRG MAGNÚS-
DÓTTIR er nr. 3 til úrslita
og er í FREMRI opnunni.
UHERS EBLIS ER KEPPNIN?
Eins og öllum er kunnugt, er tilgangur keppninnar að benda
á kosti og getu ungu kynslóðarinnar, og velja henni full-
trúa, sem geti verið tákn og fyrirmynd ungs fólks. Ekki er
til þess ætlazt, að lesendur VIKUNNAR eða gestir á Vett-
vangi unga fólksins greiði atkvæði um keppendur, heldur
mun dómnefnd velja fulltrúa unga fólksins, hafandi eink-
um þrennt í huga:
1. Persónuleika. Þar er tekið tillit til framkomu, hegð-
unar og menntunar, og er þá fleira talið til menntunar en
bókmennt úr skóla.
2. Hæfileika, sem hægt er að sýna. Ungt fólk nú á dög-
um hefur tækifæri til að þroska hæfileika sína langt fram
yfir allar aðrar kynslóðir þessa lands. Til þess ber að taka
tillit.
3. Fegurð. Ekki er til þess ætlazt, að stúlkurnar komi
fram sem „pín up“ dísir, heldur klæddar samkvæmt tízku
tímans og séu sem eðlilegastar og frjálslegastar í fasi.
VETTVANGUR
IINGA FOLKSINS
Að kynningu í Vikunni lokinni, koma stúlkurnar fram á
skemmtun í Austurbæjarbíói, og er hægt að panta miða í
Karnabæ. Á þessari skemmtun mun eingöngu koma fram
ungt fólk og sýna, hvað í því býr, og þar verður jafnframt
tízkusýning. Ástæða er til að undirstrika, að skemmtunin
verður aðeins EIN að þessu sinni. Þar munu vinsælustu
hljómsveitir unga fólksins koma fram, svo sem Hljómar,
Flowers, Roof Tops og ef til vill fleiri, og ÞAR VERÐUR
ÚRSLITUM KEPPNINNAR LÝST.
10 VIKAN 12-tbl-