Vikan


Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 29
Hann hafði verið svo hræddur við kvikmyndavélarnar.... Dag nokkurn var hringt til mín frá Pinewood Studios. Þá vantaði hvítan kött til að leika í kvikmynd. Ef ég hefði áhuga, þætti þeim vænt um að sjá mig með alla þá hvítu ketti sem ég ætti klukkan átta morguninn eftir. Við erum ekki vön að fara á fætur strax í morgunsárið, enda var það síður en svo hlýlegt augnaráðið, sem kettirnir mínir sendu mér, þegar ég vakti þá klukkan fimm um morguninn. Eg baðaði þá og snyrti og setti síðan í ferðatöskuna mína. Eg ein var full eftirvæntingar þenn- an morgun. Nú vorum við í fyrsta skipti á leiðinni í kvik- myndaver til þess að leika í stórri kvikmynd. Dolly var valin og mér var fenginn pappírsmiði, þar sem stóð, að ég ætti að mæta aftur klukkan á+>a morguninn eftir. Það vai' ekki fvrr en á heímleið- inni, sem maðurinn minn vakti athygli mína á því, að hvorugt okkar hafði haft rænu á að spyria, hvað myndin héti og hverjir léku í henni. Strax og við komum heim, var Dollv lát.in í bað og síðan eyddi hún kvöldinu í þezta hæginda- stól mannsins míns við arineld- inn. f bvtið morguninn eftir löíðum við af stað til kvik- mvndaversins í lit.la bílnum okkar. Þegar við komum, feng- um við að vita, að aðalleikarinn í myndinni væri Sean Connerv. Eg verð að iáta. að ég kannaðist ekkert við nafnið, þegar þetta var. Þá gerðist það. Framleiðandi myndarinnar kom askvaðandi og spurði: Hvar eru allir kettirnir? Hann varð æfur af reiði, þeg- ar ég sagði honum, að þar sem Dollv hafði 'ærið valin daginn áður. bá hefði ég aðeins komið með hana. Mér hafði ekki ver- ið sagt annað en koma aftur í dag klukkan átta. Enginn sagði mér. að bað æt.tj að nota fleiri en einn hvít.an kött í- myndinni. Það var of langt fyrir mig að fara heim o» sækia fleiri ketti, svo að ég dró mig í hlé og lét vfirmennina rífast um þetta sín á milli. Loks var ákveðið, að Dolly skyldi leika öll hlutverk- in. Að bví búnu fór allt í fullan gang. algiör rineulreið ríkti um stund. unz allt var hliótt. Leik- ararnir tóku sér stöðu hver á sínum stað. — Hvar er kötturinn, kallaði einhver. Augu allra beindust að mér. En ég eins oe allir aðrir hafði verið svo unptekin af rifrildinu og hamaganeinum, að mér hafði láðst að hafa auea með Dollv. Nú var hún horfin og ég hafði ekki huamvnd um, hvert hiin gat hafa farið. — Leitið alls staðar, var sagt skipandi og geðvonzkulegri röddu í hátalara. Allir lögðust á fjóra fætur og fóru að leita. Upptökusalnum hafði verið læst, svo að hún hlaut að vera einhvers staðar innan dyra. Það fór allt á annan endann, öllu var snúið við og leitað dyr- um og dyngjum að Dolly. Loks- ins heyrðist hrópað: — Hún er hérna. Hún reyndist vera undir upp- hækkuðum palli, sem var opinn í annan endann. Fjöldi tækni- manna varð að lyfta pallinum upp til að ná henni og það var margt blótsyrðið, sem hraut af vörum starfsmannanna meðan á þessu stóð. Eg fékk að reyna það í þetta sinn og mörg önnur, að það gengur ekki hávaðalaust fyr- ir sig að búa til kvikmynd. Eg fölnaði, þegar ég sá Dolly, og óskaði mér djúpt niður í jörð- ina. Hún var ekki lengur skjannahvítur og fallegur kött- ur. Hún var öll útötuð í ryki og skít. — Farið með hana í búnings- klefana og reynið að þurrka af henni mesta skítinn, var sagt í hátalarann. Það tók tvo klukkutíma að þvo aumingja Dolly 0g allt starfsliðið, bæði leikarar og tæknimenn, urðu að bíða á með- an. Mér var hvað eftir annað gefið í skyn, að þetta atvik hefði aukið kostnaðinn við myndina um álitlega fúlgu. Loksins gat taka myndarinn- ar hafizt, og bá tók heldur að vænkast hagur okkar Dolly. Það kom nefnilega í ljós, að Dolly var fædd „leikkona". Hún gerði allt eins og hún átti að gera og það vakti almenna undrun hversu vel hún ,,lék“. Þegar töku þeirra atriða, sem Dolly kom fram í, var lokið, var andrúms- loftið í kvikmyndaverinu ger- breytt. Allir kepptust við að kjassa Dolly og láta vel að henni og brostu vingjarnlega til mín. Myndin hét Thunderball og nú var komið að frumsýnin,?u hennar. Dolly var boðið að vera viðstödd ..í eigin persónu". Við mættum með hana í silfurkassa, sem var fóðraður með hvítu silki. Dollv sat eins og drottning á rauðum núða. Þegar við gengum inn í salinn. lék hliómsveitin lap- ið ..Hello Dollv“ og ..nrimadonn- an“ mín var hyllt með langvinnu lófaklappi. En af öllum köttum mínum hefur Artbur hlot.ið mesta frægð og frama. Darteea berast honum mörv bréf frá aðdáendum sínum. en bar sem bann er sannkölluð ..stjarna". þá lætur hann auðvit- að umboðsmanninn sinn lesa þau oe svara þeim fvrir sig! Þau eru áreiðanlega mörg heimilin í Englandi. bar sem stór mynd af Arlhur haneir uppi á vegg. Eg get ekki sagt hve margar beiðnir um mynd af honum berast mán- aðarlega, en þær eru æði marg- ar. Sumir biðja jafnvel um hár úr rófunni hans! Á sumrin er stöðugur straum- ur fólks til okkar um hverja helgi. Við verðum að hafa ör- yggiskerfið í góðu lagi, svo að hinir dýrmætu kettir okkar verði ekki fyrir ónæði. Mesta athygli vekur hús Arth- urs, sem stendur í garðinum. Það er fimm fet á hæð og gert úr fínasta sedar-viði. Inni getur hann hvilt sig í litlu, en mjög þægilegu rúmi eða horft út um gluggann sinn á rósirnar og trén í garðinum. Annars er það trú okkar, að kettirnir okkar tutt- ugu eigi að njóta fullkomins frelsis á búgarðinum. Svo Arth- ur er sjaldan að finna í fína hús- inu sínu, nema hann hafi verið þveginn og snyrtur og eigi innan skamms að fara í „vinnuna“ sína - til þess að koma fram í sjón- varpi eða kvikmyndum. Margir spyrja, hvernig mann- inum mínum líki allt þetta katta- stand mitt á heimilinu. Því er til að svara, að hann segir aldrei eitt einasta styggðaryrði við kettina, þótt þeir ráði lögum og lofum á hans heimili. Samt játar hann það fyrir hverjum sem er, að honum hafi aldrei geðjazt að köttum. En hann veit hversu mikils virði þeir eru mér, og mér finnst umburðarlyndi hans aðdá- unarvert. Kattasýningar eru mikill við- burður í augum þeirra, sem elska ketti. Á slíkum sýningum er venjulega sérstök deild, þar sem „sjónvarpsstjörnurnar" og „kvik- myndaleikararnir" okkar eru hafðir til sýnis. í desembermán- uði ár hvert er haldin umfangs- mikil kattasýning í Olympía. f fyrra voru þar 2000 kettir til sýnis. Brezkir kettir eða kettlingar eru oft seldir fyrir ótrúlega hátt verð. Eg hef selt ketti út um allan heim. Eg var til dæmis heldur betur hreykin í fyrra, þegar Libýukonungur pantaði hjá mér tvo kettlinga. Sendiráð hans í London sagði mér, að þeir yrðu fluttir í einkaþotu kóncs- ins, og það yrði tekið á móti þeim af Rolls-Royce bílum. Eftir lestur þessarar frásagn- ar minnar dettur einhverjum lesenda ef til vill í hug að hætta að vinna og fara að ala upp ketti. En ég vil eindregið vara við þessu. Sannleikurinn er sá, að hvers konar tómstundastörf eru jafnan dýr og að ala upp ketti og sýna þá er engin undantekn- ing frá því. Við höfum oft skemmt okkur við að rifja upd daginn, sem maðurinn minn fór á völlinn og skildi mig eina eftir. Það var þá, sem ég varð að borða burrt brauð með kaff- inu, af bví að kettirnir höfðu ét- ið sardínurnar mínar, segir hann. Og oft hef ég mátt gera það síðan.... ☆ Verið örugg — Rauðu Hellesens rafhlöðurnar svíkja ekki Transistor—Rafhlöður fl>/u£££«>u>é<«/t A/ Raftækjadeild Hafnarstræti 23 Simi 18395 12. tbi. viIvAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.