Vikan


Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 21

Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 21
því að áhrif hans í fiskamerk- inu væru meira en litil; vilja sumir meina að hann hafi þar öllu meira að segja en Venus og slagi reyndar hátt upp í sjálfan Júpíter. Þessi stjarna er kennd við rómverska sjávarguðinn (hjá Grikkjum Posídon), sem hafði þrífork að vopni. Hann er oft hafður sem tákn frumefnis og frumvatns. Hann er tákn upp- lausnar, ímyndunarafls og sömu- leiðis blekkinga. Þeir sem fædd- ir eru í fiskamerki við dómín- erandi áhrif Neptúns leita þess sem lengst er frá, útfyrir tak- mörk mannlegs skilnings og skynsemdar, þess sem í djúp- unum býr. Þeir kunna bezt við sig í rökkri, þegar útlínur hlut- anna óskýrast, sækjast eftir hinu óraunverulega og form- lausa. Oft eru þeir kleifhugar og næsta þokukenndir í hugs- un, gera ekki skýran greinarmun á eigin persónuleika og þess sem utan hans er. Hjá þeim kveður mikið að hinu svokallaða sjöttu skilningarviti, þeir sjá og skynja margt, sem aðrir sjá trauðla og ekki er af þessum heimi. Þessar manneskjur stefna að allsherjarbræðralagi í breiðasta skilningi þess orðs. Þegar verst lætur verða þær anarkistar, lýð- skrumarar og óeirðamagnarar. Sem betur fer er algengast að Júpíter og Venus hafi það mikið að segja í merkinu að þau vegi á móti hinum vafasamari eigin- leikum Neptúns. Önnur himintungl í fiskum: Máninn hefur að mörgu leyti svipuð áhrif og Neptún; við samspil hans og fiskanna verða ; til draumlyndar manneskjur, || auðugar af ímyndunarafli, I* skyggnar og sjá gjarnan ofsjónir. IMerkúr, fulltrúi skarprar, fynd- innar, en fremur kaldrar greind- ar og rökhyggju, má sín lítils í /--------------------A Nokkpip Islendinoar í Fiskamerkinu Magnús Kjartans- son, ritstjóri Ólafur Jóhannes- son, prófessor Sverrir Haralds- son, listmálari Þorbergur Þórðar- son, rithöfundur Þorbjörn Jóhann- esson, kaupmað- ur í Borg Þorsteinn frá Hamri, skáld Andrés Björnsson, útvarpsstjóri Arnþór Þorsteins- son, framkv.stj. Gefjunar, Akur- eyri Björn Pálsson, alþm., Löngumýri Erlingur Gíslason, leikari Jón Dan, rithöf- undur V--------------------- fiskunum. Honum fylgir í merk- inu frumlegt hugarfar og hneigð til að ryðja brautir. Marzfiskar eru einbeittir og ævintýragjarn- ir, hneigjast til stjórnleysis, ásta í meinum og eru oft fullir með plön sem ómögulegt er að framkvæma. Satúrn fylgir hér sem víðar hneigð til einsemdar og lífsalvöru, andúð á skemmt- unum og hlédrægni, sem stund- um verður til að dylja hæfileika, sem kunna að vera fyrir hendi. í verri tilfellum verða Satúrn- fiskar ímyndunarveikir bölsýn- ismenn og jafnvel haldnir sjálfs- kvalarsýki (masokkisma). Svo sem skilja má af fram- anskráðu, er enginn hægðarleik- ur að gefa viðhlítandi lýsingu á því fólki, sem fætt er í síðasta merki dýrahringsins. Engir eru lausari við einstaklings- hyggju og dýrkun á eigin per- sónuleika en fiskmenni; helzt vilja þau losna við persónuleik- ann með öllu, láta hann ganga upp í heildina. Þau lifa öllu fremur fyrir aðra en sig sjálf; eigingirni er sá löstur sem hvað sjaldnast kemur fyrir hjá þeim. Þau eru mjög næm fyrir áhrif- um úr umhverfinu og láta auð- veldlega stjórnast af þeim. Alls- staðar eru þau sem heima hjá sér og þó allsstaðar framandi. Þau hafa áhuga á öllu en ekki mjög mikinn fyrir neinu. Þau eiga til að leggja mikið í sölurnar fyrir eitthvað eða einhverja, sem þeim í rauninni finnst þó ekki mikið til koma. Vilji þeirra er veikur og gerir að verkum að þau eru fljót að láta undan öðrum, tilfinninganæm og skipta oft og fyrirvaralítið um skoðanir eftir því hvað hefur áhrif á þau hverju sinni. Þau leggja lítið upp úr ríkidæmi og vilja helzt vera á eilífu flökti, eins og hirðingjar, en án þess að ákveða sjálf stefnuna, líkt og vatn, sem sígur undan brattan- um til sjávar. Takmark fiskmannsins er að láta persónuleikann renna á dularfullan, yfirnáttúrlegan hátt saman við verund alheimsins. Hamingja hans felst í því að komast út úr þeim heimi, er nokkrum takmörkunum er háð- ur. Þessu getur fylgt slíkt karakterleysi, að hlutaðeigandi persóna verði líkust vindhana á burst. Listmálarar í þessu merki eru oftast impressjónistar. Skap- gerð fiskmanna má með nokkr- um rétti líkja við fiska í keri. Þeir eru stöðugt á hægri hreyf- ingu, synda til og frá með hæg- um sporðasveiflum, breyta oft og skyndilega um stefnu án þess að nokkurt sýnilegt tilefni gef- ist til þess. Næstum öll fiskmenni finna til tengsla við yfirnáttúrleg öfl og telja ekkert eðlilegra. Þau eru mörg skyggn eða hneigjast að guðspéki og allrahanda mystík. Á draum og veruleika gera þau venjulega lítinn eða engan mun. Sem nærri má geta á þesshátt- ar fólk erfitt með að halda til lengdar stefnu að nokkru ákveðnu marki. í þessu merki er því talsvert um þróttleys- ingja og fólk, sem kann fótum sínurn lítt eða ekki forráð. Því fellur bölvanlega að þurfa að berjast gegn eða fyrir einu eða neinu. Það er ákaflega frjálslynt og umburðarlynt, bæði gagnvart sjálfum sér og öðrum. Það hef- ur tiltölulega lítið mótstöðuafl gagnvart viðsj árverðum nautn- um eins og áfengi og eiturlyfj- um. Mæti það hindrun, hrekk- ur það til baka eða smýgur framhjá henni, eins og fiskur sem maður reynir að grípa með Framhald á bls. 28. Chopin tónskáld var fiskmcnni undir sterkum áhrifum frxi Ncptún og Satúrn. ^__________________________—J r „Jcunc Baigncuse" eftir Rcnior. Hann var fiskmcnni, cins og margir impressjónistar kváðu vera. V J V Rudolf Stcincr, frömuður an- jxrópósófíunnar, var fæddur í fiskamerki eins og fjöldi ann- arra mannvina og fórnfúsra uhgsjónamanna. 12. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.