Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 23
Frú Sonja Colville fékk snjalla
hugmynd dag nokkurn, þegar maö-
urinn hennar fór að horfa á knattspyrnu-
kappleik. Hún átti þrjá fallega ketti og ákvað að
gera þá að sjónvarpsstjörnum og kvikmyndaleikur-
um. Nú á hún tuttugu ketti, þar á meðal Arthur, sem er
frægasti köttur Englands um þessar mundir. Hann
fær daglega mörg bréf frá aðdáendum sínum,
og sumir vilja jafnvel fá hár úr rófu hans!
í þessari grein segir frú Colville frá
hinum frægu og dýrmætu köttum
sínum.
Fyrir tíu árum áttum við að-
eins þrjá, ósköp venjulega ketti.
Nú eigum við hins vegar tuttugu
ketti, og margir þeirra eru önn-
um kafnir „leikarar“, sem koma
fram í sjónvarpi og kvikmynd-
um. Arthur er til dæmis að öll-
um líkindum frægasti köttur í
Englandi um þessar mundir.
Hann vakti strax athygli, þegar
hann kom fram í auglýsingu
fyrir kattarmat og jós upp í sig
matnum með loppunni. Þetta
byrjaði allt saman með knatt-
spyrnukappleik í nóvembermán-
uði 1957. í rauninni á maðurinn
minn sök á þessu. Hann hefði
aldrei átt að fara á völlinn og
skilja mig eftir eina heima!
Til þess að mér leiddist ekki,
safnaði ég köttunum mínum
saman í kringum mig, hreiðraði
um mig í djúpum stól, las blöð
og drakk kaffi og borðaði súkku-
laði. Ég gaf köttunum sardínur
að borða, en þær voru auðvitað
ætlaðar ofan á brauð handa
manninum mínum.
Ég var að blaða í vikublöðmn,
þegar ég fékk hugmyndina allt
í einu. Ég sá myndir af fegurðar-
dísum, sem héldu á fallegum
köttum í fanginu, — og við fæt-
ur mína voru þrír fallegustu
kettir, sem ég hafði nokkurn
tíma augum litið, — miklu fal-
legri en kettirnir á myndunum.
Jæja, ég er með þeim ósköp-
um fædd, að ef ég fæ einhverja
hugmynd, þá er ég ekki í rónni,
fyrr en ég hef hrundið henni í
framkvæmd. Þarna stóð sími
rétt hjá mér, og ég myndi áreið-
anlega finna símanúmer hjá að
minnsta kosti einum ljósmynd-
ara í vasabókinni minni. Ég man
ekki lengur hvað ég sagði í sím-
ann, en þegar ég lagði tólið á,
var mér ljóst, að ég mátti eiga
von á ljósmyndara í heimsókn
daginn eftir.
Viljandi gleymdi ég að segja
manninum mínum frá því, þeg-
ar hann kom aftur heim af vell-
inum, að ég hefði reynt að leggja
grundvöll að frægð og frama
kattanna okkar. Mér tókst líka
að sannfæra hann um, að það
væri bezt að hann skryppi að
heiman daginn eftir, svo að hann
þyrfti ekki að rekast á ljósmynd-
arann. Mér fannst enn ekki kom-
inn tími til að segja honum, hvað
ég hefði í huga.
Charles hafði ekki verið að
heiman nema í tíu mínútur dag-
inn eftir, þegar ljósmyndari og
kona hans birtust með allt sitt
hafurtask. Það mátti sem sagt
ekki tæpara standa....
Hjónin létu vel að köttunum
og næsta klukkutímann voru
fjölmargar myndir teknar af
þeim. Þau höfðu orð á því, að
þeir væru óvenju vel siðaðir og
þar af leiðandi gott að taka af
þeim myndir. Mér var sagt, að
ég mundi fá sendar heim tíu
stórar myndir einhvern næstu
daga.
Þegar pakkinn kom, tók ég
eftir, að maðurinn minn var af-
ar forvitinn að fá að vita hvað
í honum væri. En áður en ég
sagði honum það, rétti ég hon-
um reikninginn. Þegar hann
hafði litið á upphæðina, sagði
hann:
— Það skal verða bið á því,
að ég fari á völlinn aftur og
skilji þig eftir eina heima!
Nokkru síðar hélt þessi ljós-
myndari sýningu á verkum sín-
um og bauð mér ásamt þremur
af fallegustu köttunum mínum
að vera við opnun hennar. Ég
var heldur betur hreykin, þegar
fjölmargir ljósmyndarar frá
blöðum og tímaritum söfnuðust
saman í kringum okkur við opn-
un sýningarinnar. Við vöktum
svo mikla athygli, að ljósmynd-
aranum þótti nóg um, þótt auð-
vitað hafi hann boðið okkur
fyrst og fremst í auglýsingaskyni
fyrir sýninguna. Upp frá þessu
hefur það verið daglegt brauð
hjá okkur, að sjá myndir af
okkur í blöðum.
Kettirnir mínir þrír, sem fal-
legastir þykja og öðlazt hafa
22 VIKAN 12- tbl-
j
O Frú Sonja Colville ásamt
nokkur af köttum sínum og
kettlingum þeirra. Margir
þeirra eru önnum kafnir
„leikarar“ og koma oft fram
bæði í sjónvarpsþáttum og
kvikmyndum.
mesta frægð, heita Nelson,
Brumas og Mischa. Nelson hef-
ur komið fram í sjónvarpsþætt-
inum „Dixon of Dock Green“
með Jack Warner. Dag nokkurn
var hringt til mín frá sjónvarp-
inu og ég spurð að því, hvort ég
gæti útvegað svartan kött. Ég
kvaðst aðeins eiga einn svartan
kött, Nelson, en hann hefði aldr-
ei á ævi sinni stigið fæti í sjón-
varpssal. Ég hafði ekki hugmynd
um, hvernig hann mundi bregð-
ast við hinum sterku ljósum, eða
hvað mundi gerast, þegar kvik-
myndatökuvélunum yrði rennt
fram og aftur um gólfið.
Rita Webb lék aðalkvenhlut-
verkið og Nelson hefur aldrei
verið kjassaður af slíkri ástúð
sem í höndum hennar. Hún var
svo góð leikkona, að andartak
fannst mér, að hún væri að gæla
við sinn eigin kött, en ekki minn.
Nelson stóð sig sem sagt alveg
eins og hetja.
Síðan hefur hann verið eilíf-
ur augnakarl í sjónvarpssölum,
m. a. komið fram í fjölmörgum
auglýsingamyndum. Það má svo
sannarlega segja, að líf hans hafi
verið ævintýri líkast. Hann
fæddist í fátækrahverfi og hefði
áreiðanlega verið drekkt eins og
hinum systkinum hans, ef við
hefðum ekki bjargað honum.
Brumas fékk sitt stóra tæki-
færi, þegar beðið var um kött
af Manx-gerð fyrir sjónvarps-
þátt að nafni „You would never
believe it“. Þegar ég kom með
hann í stúdíóið var mér sagt, að
hann ætti að „leika“ á móti stóru
og grimmdarlegu ljóni. Eg greip
andann á lofti af skelfingu. En
til allrar hamingju reyndist ljón-
ið vel tamið og hið vingjarnleg-
asta. Brumas, sem hefur ímugust
á öllum ókunnum dýrum, virti
liónið fyrir sér litla stund, en
tók síðan að sleikja sig í ró og
næði.
Oðru sinni, þegar ég var í
þessu sama stúdíói, hitti ég Bítl-
ana alla fjóra, — John, Paul,
George og Ringo og þeh'
Framhald á bls. 28.
O Arthur er frægasti
köttur í Englandi um
þessar mundir. Mesta
ánægju vekur hann í
sjónvarpsauglýsingum
fyrir kattarmat, þar
sem hann eys matnum
upp í sig með loppunni.
O Upprunalega átti frú Col-
ville aðeins þrjá ketti. Einn
þeirra er Nelson. „Leikhæfileik-
ar“ hans komu strax í ljós,
þegar hann kom fyrst fram í
sjónvarpsþættinum „Dixon oi
Dock Green“.
<i Frú Colville kveður eigin-
mann sinn og leggur af stað með
Arthur í handtösku til kvik-
myndavers. Hr. Colville er á
móti köttum, en umber þá vegna
konu sinnar.
<J Artliur hefur sína eigin „íbúð“
úti í garðinum. Þar getur hann
Iegið í mjúku silkifleti og hvílt
sig eða horft út um gluggann á
trén og rósirnar í garðinum.
12. tbi. VIKAN 23