Vikan


Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 43

Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 43
fjórum árum. Þegar þriðja bók hans kom út, fyrir fjórum árum, hafði einhver sagt að hann minnti á Byron, og það hafði loðað við hann, meðal bókmenntaunnenda. Útgefandinn, ungur maður, Comp- son Grice að nafni, hafði strax komið auga á sölumöguleika ljóð- anna. Það var ekki víst að fólk yrði sérstaklega hrifið, en það yrði ábyggilega talað um þau, sérstaklega „Hlébarðann“. Hann þurfti að- eins að tala við fólk, koma snjókúlunni af stað. Þrem dögum, áður en bókin kom út, hitti hann Telfourd Yule. — Sæll, Yule, þú ert kominn frá Arabíu? — Eins og þú sérð. — Úg er að setja mjög athyglisverða bók á markaðinn. Það er Hlébarðinn, eftir Wilfrid Desert. Viltu fá eintak? Fyrsta ljóðið er stórkostlegt. — Jæja! — Slær alveg út ljóðið í bók Alfreds Lyalls, „Ljóð frá Indlandi“, ljóðið um manninn, sem heldur vildi deyja en að skipta um trú. Manstu ekki eftir því? — Jú. —• Hvað er satt í því að Desert hafi tekið Múhameðstrú? — Spurðu hann sjálfan. — Þetta ljóð er svo innilega persónulegt, að það gæti verið um hann sjálfan. — Vissulega? Og Compson Grice hugsaði: — Ef svo er, þá er þetta stórkostlegt tækifæri. — Þekkir þú hann, Yule? — Nei. —- Þú verður að lesa þetta; ég gat ekki hætt fyrr en ég var búinn að lesa það til enda. —- Er það svo? — Heldurðu að nokkur maður gæti opinberað svo sína eigin reynslu? — Eg veit það ekki. Þegar Compson Grice fór aftur til skrifstofu sinnar, hugsaði hann: — Yule var fjandi þögull. Eg held ég hafi hitt naglann á höfuðið, og að hann viti allt um þetta. Daginn sem bókin kom út, var gagnrýni í tveim blöðum, sem Compson Grice klippti út og tók með sér til „Jessamine" veitinga- hússins, þar sem hann hafði boðið Wilfrid til hádegisverðar. Þeir mættust í anddyrinu, og gengu að litlu borði innarlega í saln- um, sem var fullur af fólki úr bókmennta og listaheiminum. Og Compson Grice beið, þar til þeir höfðu lokið úr flösku af gömlu víni. Þá tók hann úrklippurnar tvær upp úr vasa sínum, og lagði aðra, sem var skrifuð af kunnum gagnrýnanda, Mark Hanna, fyrir gest sinn. •— Hefurðu séð þetta, það er mjög gott. Wilfrid las það. Gagnrýnandinn hafði sannarlega yfirgengið sjálfan sig. Aðallega talaði hann um „Hlébarðann“, sem hann hældi á hvert reipi, og sagði að slíkt hefði ekki verið skrifað, síðan Shelley leið. — Slúður! — Ó, sagði Griee, — þeir verða allir að státa af að hafa lesið Shelley. Wilfrid yppti öxlum á sinn sérstaka hátt. — Hefirðu vindlaskera? Grice setti hann á borðið, og tók fram hina úrklippuna. — Úg held þú ættir að lesa það sem skrifað er í The Daily Pliase. Fyrirsögnin var: Þjóska-Bolsevismi-Heimsveldið. Wilfrid leit á það. — Geoffrey Coltham, hver er það? Greinin byrjaði með því að segja frá skáldinu, lífi hans og fyrri verkum, og endaði með því að segja frá fráhvarfi hans frá kristinni trú. Svo, eftir að hafa farið vingjarnlegum orðum um ljóð hans, önnur en „Hlébarðann", sneri hann sér að því: ........ Hvort herra Desert hugsar sér með þessu ljóði að lýsa sínum eigin tilfinningum, í sambandi við það að hann hverfur til Múhamstrúar, þeirrar trúar, sem hann segir, á bitran hátt í Ijóðinu, að hann sé óverðugur, vitum við ekki, og ráðum honum til þess að skýra það opinberlega. Þar sem við höfum á meðal vor skáld, sem notar sína óumdeilanlegu hæfileika til þess að höggva að trúarbrögðum okkar og áliti meðal annarra þjóða, þá höfum við rétt til að fá að vita það sanna í mál- inu, hvort hann er, eins og hetja hans í Ijóðinu — liðhlaupi.... — Mér finnst þetta meinyrðakennt, sagði Grice. Wilfrid horfði á hann, þannig að Grice sagði síðar: — Eg vissi ekki að Desert hefði slíkt augnaráð. — Eg er liðhlaupi. Eg lét undan fyrir vopnavaldi, og þú getur sagt það hverjum sem þú vilt. Grice kæfði orðin „Guði sé lof“, og rétti fram hönd sína, en Wil- frid hallaði sér aftur á bak, og huldi andlit sitt í vindlareyk. Út- gefandinn settist fremst á stólbrúnina. — Þú átt við að ég skrifi til The Daily Phase, og segi þeim að ljóðið um hlébarðann, sé þín eigin lífsreynsla? N Jpj' 1» vi 1 jjUJ: V 11 ws y 28. tbi. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.