Vikan


Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 45
HJATRUIN SEM NfERRI HAFDI VALDID SKILNADI Gömul hjátrú — og óbilandi trú Rainiers fursta á hana — hafði nærri leyst upp hjóna- bandið sem leit út fyrir að vera hið hamingjusamasta sem hægt er að hugsa sér. Grace furstaynja hótaði að yfirgefa mann sinn fyrir fullt og allt. . . . Höll furstahjónanna, sem er frá árinu 1200 og telur 270 herbergi, hefur hjáfrú að geyma sem uppáleggur mikla virðingu fyrir löngu liðnum kynslóðum: svo lengi sem allt er óhreyft er forfeðurnir hafa skilið eftir sig, þá er hamingjan fjölskyldunnar meg- in. Sá hinn sami og vogar sér að hrófla við einhverju af hinum helgu herbergjum forfeðr- anna, á í vændum voðaleg örlög. Hver kynslóðin á fætur annarri hefur búið í sínum hluta hallarinnar, og er ein kynslóðin hverfur til annarra heima, er ekki hreyft við neinu sem hún hefur búið við. Þetta þýðir, að höllin er í dag risastórt safn, sem endurspeglar líf furstafjölskyldnanna í margar aldir. Dimmt, kalt og nærri óbyggilegt safn. „Húsið er nákvæmlega eins og kæliskápur, þar sem ekkert loft kemst að," sagði Grace Kelly, furstafrú af Monaco, sem gerði tilraun til að fá að breyta örlítið til, og gera húsið heldur nýtízkulegra. (Af 270 herbergjum hafa furstahjónin aðeins fimm til íbúðar). En Rainier var óbifanlegur, og vildi ekki heyra á það minnzt að helgi löngu dauðra forfeðra hans yrði vanvirt. Að lokum sá Grace að hún yrði að gera eitthvað raunhæft, og á 12 ára afmælisdegi Karólínu dóttur þeirra náði þrætan hámarki — það sauð upp úr. Hjónin höfðu löngum rætt um framtíð dóttur sinnar, sem þá gekk í kaþólskan heima- vistarskóla í Frakklandi, Dames de Saint-Maur. En nú vildi Grace gera breytingu þar á: „Ég vil að hún fari á skóla í Bandaríkjunum". Karólínu, sem dreymir um að verða fræg dansmær, hafði verið hálfgiIding lofað af föður sínum að hún skyldi fá að fara til Ameríku, og því hafði hann hvatt hana til að hugsa örlítið um línurnar — hún var orðin eilítið budduleg: „Ef þú hættir að borða öll þessi sætindi, þá skulum við sjá hvað verður með þessa Ameríkuferð". Prinsessan, sem hefur séð allar kvikmyndir frá Hollywood-árum móður sinnar, hefur alltaf haft mikinn áhuga á að fara vestur um haf, og reyna sína eigin hæfni. í marga mánuði vann hún ötullega að því, að losa sig við þessi fáu pund sem henni voru ofaukin, og móðir hennar útvegaði henni meira að segja megrunarsérfræðing alla leið frá Chicago. Á afmælisdaginn var hún orðin grönn og nett, og því var það aldeilis eðlilegt að hana langaði til að ræða örlítið við föður sinn um fyrirhugaða Ameríkuferð. En hann sagði þvert nei. Afmælisdagurinn var eyðilagður, og tárin streymdu niður fallegar kinnar prinsessunnar. Hún skildi líka, að í framhaldi af þessu væri hún tilneydd til að halda áfram að sækja þennan siðvanda kaþólska skóla í Frakklandi. Bláköld neitun furstans varð að miklum stormi milli foreldra Karólínu — en það var ekki bara það sem átti eftir að valda svo miklum vandræðum; aðalástæðan var staðföst trú hans á álögin, sem hvíldu á höllinni. Aðeins örfá herbergjanna í höllinni eru lýst með rafmagni, og miðstöðvarhitun er engin. Yngsta dóttirin, Stephanie, var orðin hálf-taugaveikluð á að þurfa að ganga í gegnum kalda og dimma sali, og Albert, 1 1 ára gamall prins, hefur hvað eftir annað fengið slæmt kvef. Móðir barnanna fer ekki í neinar grafgötur með það, að hún telur orsakirnar draugalegt og gamaldags andrúmsloft hallarinnar. Er Rainier fursti þá í raun dæmigerður kastalaharðstjóri? Nei, segja þeir sem þekkja hann vel. Aftur á móti er annað athugavert í fari hans, og það er megnasta óbeit á öllum nýjungum og breytingum. Með öðrum orðum, hann er íhaldsseggur. Og á einu sviði er engu tauti við hann komið: gömlu hefðinni má ekki breyta. Sennilega voru það mestu mistök frúarinnar, er hún lét furstann ekki vita að hún hafði pantað arkitekt frá Banda- ríkjunum til að sjá um að koma slotinu í nýtízkulegra stand, því sá sami arkitekt komst aldrei lengra en upp að aðaldyrunum, þá rak furstinn hann aftur heim til gósenlands. En hversu staðfastur sem Rainer var í trú sinni, þá gat hann ekki komizt hjá þv! að viðurkenna, að hjónaband hans var í hættu. Og nú var tækifærið, sem Grace hafði beðið eftir, komið. Nú, eða aldrei. Hún varð að vara mann sinn við, svo alvarlega, að hann gerði sér fulla grein fyrir því, að henni var alvara. Hún hafði ráð á prjónunum; ráð sem var 100% öruggt. Snemma í vor steig hún svo alein upp í flugvél, og lét það berast, að hún væri að fara á mikla hátíð í Kanada, en í raun og veru var það allt annað en áhyggjulaus skemmti- ferð sem hún var að leggja upp !. Þetta var nefnilega ferð sem átti að gera út um hvort hjónaband hennar, sem þá hafði staðið [ 13 ár, væri vænlegt til frambúðai Að lokum gat furtsinn ekki afborið að vera einn ! höllinni sinni lengur, en hringdi í konu sína; samtal sem stóð yfir í nokkrar klukkustundir. Tuttugu og fjórum stundum síðar var Grace komin aftur til Monaco, þar sem var tekið á móti henni af þremur grátandi börnum og yfir sig glöðum eiginmanni. Og það liðu ekki margir dagar, þar til furstahjónin yfirgáfu höllina til að dvelja nokkra daga á skíðum í frönsku Olpunum, á meðan slotið yrði tekið í gegn. Framhald á bls. 41 28. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.