Vikan


Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 37

Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 37
er, að þá eiga þeir á hættu að lenda aftur í klónum á þeim. En ég kippi mér ekki upp við svona lagað, ég er vanur því verra.“ „Og hvað með það?“ svara ísraelsku hermennirnir, þegar þeir eru spurðir hvort það sé satt, að þeir berji konur og börn. Frá Nablus fór sænski blaða- maðurinn til Tel-Aviv, þar sem hann hitti ísraelskan vin sinn, sem hann sagði hvað hann hefði heyrt og séð. „Og þú trúir þessu öllu saman? Gleypir við því eins og nýju neti? Þú getur verið viss um, að hvert einasta orð af þessu er lygi. Allir Arabar eru lygar- ar.“ Já, hvað er satt og hvað er ekki satt. Eða, „hef ég drepið mann, eða hef ég ekki drepið mann. . . Það er satt, að margir Arabar, bæði konur og karlar, sitja nú i fangelsi og bíða í óvissu eftir- dómsúrskurði, fyrir eitthvað sem þau hafa ef til vill ekki gert. Engar tölur eru til um hve marg- ir þessir fangar eru. ísraelsmenn tefla ekki á tvær hættur, og í hvert skipti sem einhver hryðju- verk eru framin, taka þeir eins marga og þeir mögulega geta. Dæmi: 27. marz í ár, sprungu fjórar sprengjur á járnbrautar- stöð fyrir utan Jerúsalem. Tólf Arabar voru handteknir á staðn- um og enn fleiri síðar um dag- inn. Enginn slasaðist við spreng- inguna. Það er satt, að landbúnaðar- vörur frá herteknu svæðunum eru ekki leyfðar til sölu í ísrael, en ísraelskar vörur, sama eðlis, eru aftur á móti seldar þar eins og ekkert sé. ísraelsmenn verja þetta með því að vinnuaflið á herteknu svæðunum sé mikið ódýrara en hjá þeim sjálfum, og að þessar vörur, sem þar af leið- andi eru ódýrari, gætu skapað verðbólgu og atvinnuleysi í land- inu. Það er satt, að Gyðingarnir bombardéra mikið af húsum óvina sinna. Það stríðir á móti gömlu palestínsku lögmáli. Margir telja ísraelsmenn hyggja á landvinninga. Þeir tóku Golanhæðirnar frá Sýrlandi, en þessar hæðir voru Aröpum mik- ils virði — ísraelskir bæir voru fyrirtaks skotmörk þaðan. Fyrir sex daga stríðið var mikil ókyrrð á þeim landamærum. Þeir tóku Jerúsalem, eins og öllum er kunnugt, og telja það heilaga skyldu sína að halda borginni hvað sem kann fyrir að koma. Þeir tóku umráðin yfir Jórdan- dalnum, svo þannig gætu skap- azt óyggjandi landamæri, gerð af náttúrunnar hendi. Og þeir tóku Sinai-skaga, svo þeim veittist auðveldara að komast að Suez- skurðinum. Suez-skurðurinn hefur verið mjög í fréttum undanfarnar vik- ur og mánuði. Þar skiptast á átök milli stórskotaliða Araba og Gyðinga, skothríð, nærri því í návígi, og flugvélar beggja aðila fljúga í hópum yfir á land hins aðilans og bombardéra þar af öllum mætti. Báðir kenna hin- um um upptökin. ísraelsmenn hafa mjög ólíkar skoðanir um framtíðarhorfur. Unga fólkið er öruggt og sigur- glatt: „Við gætum verið búin að ná bæði Amma nog Kairo á morgun bara ef við vildum.“ Hinir eldri eru þreyttir. Levi Eshkol, fyrrum forsætis- ráðherra ísraels sagði í viðtali, sem birtist skömmu eftir dauða hans, um Moshe Dayan: „Hann er í raun og veru tvær persón- ur. Önnur er mikilhæfur her- maður, og hin er eitthvað í ætt við stigamannaforingja." Þessi ummæli skiptu ísraelsmönnum nokkurn veginn í tvo hópa: þá sem vilja reyna að komast að samkomulagi með viðræðum og hina sem vilja það ekki. David Ben Gurion, fyrsti for- sætisráðherra ísraels, sagði ný- lega í viðtali við, franska blaðið Le Monde: „ísrael hefur yfir landi að ráða beggja vegna Jór- dan-dalsins. Ef við eigum að hafa í fullu té við Arabaríkin, verðum við að reikna með 5—5 milljón- um innflytjenda á ári. Gyðinga- ríkið, sem mig dreymdi um, hef- ur ekki einu sinni fæðzt ennþá.“ Þessi ummæli Ben Gurion hafa verið gagnrýnd harðlega í ísrael. Hann er ennþá mjög áhrifamikill í ísraelskum stjórn- málum, og fyrir réttu ári stofn- aði hann, ásamt Moshe Dayan, nýjan stjórnmálaflokk. Skoðana- könnun, sem gerð var fyrir mán- uði, sýndi að meira en 40% ísraelsmanna óska eftir að fá Dayan sem forsætisráðherra og þá mega Arabarnir fara að biðja fyrir sér. En hver verða endalok þess- arar deilu? Golda Meir, núverandi for- sætisráðherra landsins segir: „Við erum á móti þeirri hug- mynd, að örfá ríki í heiminum setjist niður og ákveði örlög okkar.“ En árið 1947 voru það örfá ríki í heiminum, sem gáfu Gyð- ingum ísrael. Það voru Samein- uðu þjóðirnar. Með sameinuðu átaki ættu SÞ að geta ráðið fram úr þessu líka. Hlátur um hásumar Framhald af bls. 27. eftir Shakespeare, ef hann væri á lífi núna? — Ég er nú hræddur um það! Yfir 400 ára! — Ég var að lesa nýjustu bók- ina þína, gamli vinur. Hún er býsna bóð. Hver skrifaði hana fyrir þig? — Gaman, að þér skyldi líka hún. Hver las hana fyrir þig? Liljubindi eru betri. Fást í næstu búð. Bandarískur hershöf ðingi heimsótti Evrópu, og var nátt- úrlega umkringdur hópi blaða- manna: — Segið okkur, herra hershöfðingi, hversu margar at- ómsprengjur þarf til að eyði- leggja Sviss? — Það er ekki gott að segja, en fimm-sex stykki myndu draga langt. — En til að þurrka Frakkland út af kortinu? — 25, kanske 50, mesta lagi 100. — En hve margar þyrfti til að leggja Sovétríkin í rúst? — 783. Hermaður úr Búastríðinu sat á krá í London og hlustaði á nokkra unga menn grobba af afrekum sínum í heimsstyrjöld- inni síðari. Þegar honum var nóg boðið, blandaði hann sér í sam- ræðurnar og sagði frá því, þegar hann fékk Zúlúnegraspjót gegn- um kviðinn og negldist með því upp við tré. Þar mátti hann dúsa í heilan sólarhring, þar til hann var losaður. — Var þetta ekki agalega sárt? spurði einn hinna ungu tilheyr- enda. — Ekki sérstaklega. Það var verst, þegar ég hló, svaraði sá gamli. Eld-Hanna Framhald af bls. 13. En einhvernveginn tókst að kæfa eldinn. fbúar Slátaragötu sögðu prestinum, að ef Hanna yrði ekki fjarlægð úr götunni þá tækju þeir til sinna ráða. Allir voru hræddir um sjálfa sig, eig- ur og börnin. Enginn þeirra vildi greiða fyrir annarra syndir. Hanna fór að húsi prestsins og hrópaði: — Hvert á ég að fara? Morðingjar, ræningjar, skepnur! Hún varð hás eins og kráka. Meðan hún stóð þar, kviknaði í höfuðklúti hennar. Þeir sem ekki sáu það, geta aldrei gert sér í hugarlund, hvernig þetta var, hvað djöflarnir geta gert. Meðan Hanna var að þrasa við prestinn, logaði allt í einu aftur í húsi hennar. Brunaliðar komu strax á vettvang, en engu var hægt að bjarga, þar stóð ekkert eftir nerna reykháfurinn og öskuhrúga. Síðan hélt Hanna því fram að nágrannarnir hefðu kveikt í kofa hennar. En það var ekki satt, enda hefði enginn þorað að gera það, vegna hinna húsanna, sér- staklega þegar hvasst var. Það var fjöldi fólks, sem hafði séð brunann. Logarnir voru eins og maður með sítt hár, og það var eins og hann veifaði handleggj- unum og öskraði tryllingslega, og svifi svo upp í skýin. Þá var það að Hanna var kennd við eldinn og kölluð Eld- Hanna, þangað til hafði hún ver- ið kölluð Svarta-Hanna. Þegar svo var komið fyrir Hönnu að hún átti ekki þak yfir höfuð sér, þá reyndi hún að kom- ast inn á elli- og fátækraheimilið. En þeir gömlu og fátæku neituðu að taka á móti henni. Það lang- ar engan til að brenna lifandi. f fyrsta sinn varð Hanna þögul. Góðhjartaður viðarhöggsmaður tók Hönnu inn á heimili sitt. Þegar hún gekk yfir þröskuld- inn, kviknaði í axarskafti hans, og þar með fékk hún ekki inn- göngu. Hún hefði frosið í hel um nóttina, ef presturinn hefði ekki miskunnað sig yfir hana. Prestur- inn átti skála, ekki langt frá prestsetrinu, sem hann notaði við hátíðleg tækifæri, eins og upp- skeruhátíðina. Þakið var úr hler- um, sem hægt var að opna á víxl, eða alla í einu. Sonur prestsins kom þarna fyrir litlu eldunartæki, svo Hanna gæti eld- að og yljað upp hjá sér. Kona prestsins setti upp rúm, sem hún fyllti með hálmi og lét dýnu of- an á, og svo gaf hún henni ein- hver rúmföt. Það var ekkert annað að gera. Gyðingar láta ekki náunga sína deyja af vosbúð og hungri. Þeir vonuðu líka að djöflarnir bæru virðingu fyrir húsi, sem notað var til hátíða- halda. Presturinn átti ekki spjald með hinum heilögu orðum til að 28. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.