Vikan


Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 44

Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 44
BLÓMAKER GYRÐINGAR * GARÐTRÖPPUR Mósaik hf. Þverholti 15 - Sími 19860. r ' n Er byrjuð aftur að spá í spil og bolla, áður á Linnetsstíg í Hafnarfirði sími 42258 L_______________________J UarÍtítafkarðir INNI ÚTI BÍLSKÚRS SVALA HURÐIR ýhHi- & Útikutiif RÁNARBÖTU 12 SÍMI H □. VILHJÁLMSSDN I 19669 — Já. — Vinur sæll, þetta finnst mér stórkostlegt, — hetjuskapur. Brosið á andliti Wilfrids kom honum til að halla sér aftur og gleypa orðin: „Þetta hefir geysileg áhrif á söluna“, sem voru kom- in fram á varir hans, og þess í stað sagði hann: — Það styrkir stöðu þína. En ég gæti barið þennan náunga. — Láttu hann róa! Svo stóð Wilfrid upp — Þakka þér þér fyrir matinn, ég verð að fara. Þegar Grice kom aftur til skrifstofu sinnar, reyndi hann að finna heppilegan útdrátt úr grein Colthans til að nota í auglýsinguna. Hann tók orðin „Ekkert Ijóð í seinni tíð hefir haft slíkan mátt, (loka- orðum setningarinnar, „til að höggva fæturna undan virðingu þjóð- arinnar", sleppti hann viljandi). Svo samdi hann bréf til ritstjórans. Hann gerði svo ráðstafanir til þess að hafa næsta upplag tilbúið, helmingi stærra...... í klúbb sínum, Polyglot, rakst hann á Michael í anddyrinu. Hár- ið á þessum fyrrverandi kollega hans í útgáfustarfsemi, var úfið, og hann sagði strax og hann sá Grice: — Hvað ætlarðu að gera við skepnuna hann Coltham? Grice brosti, blendnu brosi, og svaraði: — Hafðu engar áhyggjur. Eg sýndi Desert greinina, og hann sagði mér að þetta væri sannleikanum samkvæmt. — Drottinn minn. — Hvað áttu við. Vissir þú það ekki? — Jú, en .... — Svo ég hefi skrifað til ritstjórans eins og Desert sagði mér að gera. — Sagði Wilfrid þér að gera það? — Já, það gerði hann. — Það var geggjun að birta ljóðið, en þetta. Hann sá allt í einu sigurbrosið á vörum útgefandans, og bætti við, biturlega. — Já, þú þykist hafa gert góð kaup. Compson Grice svaraði kuldalega: — Hvort það verður til góðs eða hins verra, á eftir að koma í liós. — Sjáðu nú til, Grice; ef þú stendur ekki með Wilfrid, og hjálpar honum eftir beztu getu, þá tala ég aldrei við þig framar. Michael gekk í áttina að Cork Street. — Skyldi hann annars kæra sig um að sjá mig? hugsaði hann. En þegar hann var kominn að götunni, sneri hann við og gekk í áttina að Mont Street. Honum var sagt að foreldrar hans væru ekki heima, en ungfrú Dinny væri í dagstofunni. — Allt í lagi, Blore, ég finn hana sjálfur. Hann opnaði dyrnar á dagstofunni hljóðlega. Á setubekknum, undir búri páfagauksins, sat Dinny, þráðbein í baki, með hendurn- ar í kjöltu sér, eins og lítil skólastúlka. Hún sá hann ekki, fyrr en hann snerti öxl hennar. — Túskilding fyrir hugsanir þínar, Dinny! — Hvernig á maður að fara að því að fremja morð, Michael? — O, eiturnaðran þín. Hefir fjölskyldan séð The Phase? Dinny kinkaði kolli. —- Hvernig tóku þau því? — Með þögn og samanherptum vörum. Michael kinkaði kolli. — Vesalingurinn! Svo þessvegna komstu hingað? — Já, ég ætla i leikhús með Wilfrid. — Berðu honum kveðju mína, og segðu honum að ef ég geti eitt- hvað hjálpað, sé ég alltaf til reiðu. Ó, og Dinny, reyndu að láta hann skilja að við dáumst að honum fyrir að gera þetta. Dinny leit upp, og hann komst við yfir svipnum á andliti hennar. — Það var ekki stoltið sem fékk hann til að gera þetta, Michael. Það er eitthvað sem nagaði hann sjálfan. ííg er hrædd um að undir niðri sé hann hræddur um að það hafi verið einmitt heigulsháttur, sem fékk hann til að taka þessa afstöðu. í£g veit að hann getur ekki hætt að hugsa um þetta. Honum finnst hann þurfi að sanna það að hann sé ekki heigull, sanna það fyrir sjálfum sér, ekki fyrir öðrum. En meðan hann er þannig hugsandi, veit ég ekki hvað hann getur tekið upp á að gera. Michael kinkaði kolli. Hann hafði líka haft þetta á tilfinningunni, eina skiptið sem hann talaði við Wilfrid um þetta mál. — Vissir þú að hann sagði útgefanda sínum að birta yfirlýsingu þess efnis að innihald ljóðsins sé raunar hans eigin reynsla. — Ó, sagði Dinny, — hvað skeður þá? Michael yppti öxlum. — Michael, heldurðu að nokkur skilji þær kringumstæður sem Wilfrid var í? — Það er sjaldgæft að fyrirhitta fólk með ímyndunarafl. Eg ætla ekki að halda því fram að ég skilji þetta. Getur þú það, Dinny? — Aðeins vegna þess að það kom fyrir Wilfrid. Michael greip um handlegg hennar. -— Þú ert dásamlega hreinskilin, Dinny. Framhald í næsta blaði. 44 VIKAN “•tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.