Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 7
í mér að leita ráða hjá að-
standendum mínum.
En þannig er mál með
vexti, að í haust sem leið
lenti ég í samkvæmi með
hópi fullorðins fólks (ég er
18 ára), og stóð þetta partý
yfir alla nóttina og fram
að hádegi næsta dag. Þá
vildi ég komast heim, en
ég leigi herbergi inn í
Smáíbúðahverfi þar sem
ég er við iðnnám hér í
bænum (er af Austfjörð-
um), og ein konan, 27 ára
og gift, bauðst til að keyra
mig heim. Ég þáði það, og
á leiðinni sagði hún mér að
maður sinn væri erlendis,
og hvort hún mætti ekki
bjóða mér í mat. ÍSg þáði
það líka, en það varð eitt-
Hvað aðeins meira en mat-
arboð.
Síðan hef ég verið með
henni í hverri viku (mað-
urinn hennar er flugmað-
ur), og er nú orðinn mjög
hrifinn af henni, en samt
er ég geysilega áhyggju-
fullur út af þessu.
Hún er að tala um að
skilja við manninn sinn, en
mér finnst það ganga
brjálæði næst: Þau eru bú-
in að vera gift í 6 ár og
eiga tvö börn, fjögurra og
fimm ára.
Segðu mér nú, kæri
Póstur, hvað ég á að gera?
Ég treysti því að þú getir
ráðlagt mér eitthvað raun-
hæft; ég held að ég geti
ekki hætt að hitta hana
meðan ég er hér í bænum,
en mér væri bölvanlega
við að hætta námi og fara
heim.
Með vou nm fljótt og
gott svar.
B.D.S.
Fyrir alla muni hringdu
strax i hana og segrðu
henni að gleyma þér, svo
skaltu sjálfur snúa þér að
því sama. Þetta getur aldrei
blessazt og þú verður að
írera þér grein fyrir því að
bú ert þarna að eyðilcggja
hjónaband, þótt það sé ef
til vill ekki þín sök. En
Vósturinn er eindregið á
móti þessu, og auk þess er
aldursmunurinn allt of
mikill í vitlausa átt. Það
væri jafnvel þess virði fyr-
ir þig að taka þér frí nám-
inu í sumar og skella þér á
síld eða eitthvað svoleiðis,
og sjá hvort hlutirnir horfa
ekki öðruvísi í liaust.
ALAN BATES
Kæri Póstur:
Ég er mikill aðdáandi
brezka leikarans Alan Bat-
es, en ég veit bara ekkert
um hann. Nú langar mig
að biðja þig að segja mér
eitthvað um hann, og þá
helzt persónulega.
Fyrirfram þakklæti,
Tóta.
Alan Bates er fæddur ár-
ið 1934, en enginn virðist
vita nákvæmlega hvenær.
Hann fór ungur að fást
við að leika, en var búinn
að vera lengi sjónvarps- og
sviðsleikari áður en hann
lék í fyrstu kvikmyndinni.
Það var Whistle Down
the Wind“, árið 1962, svo
kom „Nothing hut the
Best“, árið 1964, þá
„Zorha“, „Georgy Girl“ og
„Far from the Madding
Crow“ lék hann (á móti
Julie Christie og Peter
Finch) fjárhirði. Hann er
ógiftur og býr í Lundún-
um, þar sem hann keyrir
um á hvítum sportbíl, ann-
ars er einkalífi hans vand-
lega haldið leyndu.
VIKAN OG MÓÐURSJÚKAR
KERLINGAR
Undanfarin þrjú ár hef
ég verið áskrifandi Vik-
unnar, og yfirleitt líkað
vel. En nú er svo komið að
ég hef alvarlega hugsað
um að segja blaðinu upp;
það er orðið uppfullt af
kjafta- og kóngasögum
sem enginn hefur gaman
af nema kannske einhverj-
ar móðursjúkar kerlingar.
Blaðið er sem sagt á góðri
leið með að verða eins og
argasti vinnukonureifari.
Því ber að vísu ekki að
neita, að innan um er mjög
gott efni og mætti gjarnan
vera meira af því. Angeli-
que og Forsyte virðast
geysivinsæl, þó ég hafi
persónulega ekkert gaman
af þeim en mér finnst að
þið ættuð að hafa meira af
innlendu efni.
Beztu kveðjur og þakkir
fyrir allt gamalt og gott.
Ion Reckwitch.
Ja, þarna heyrðist held-
ur betur liljóð úr horni.
Pósturinn lofar að koma
þessum boðum áleiðis, en
það er ákaflega erfitt að
gera svo öllum líki. Inn-
lenda efnið er í vinnslu.
Hver vill
gefa mér
RONSON?
Milady gas kveikjari
Comet gas kveikjari
Adonis gas kveikjari
Empress gas kveikjari
Xil gefenda RONSON kveikjara: Afyllingin tekur __
5 sekúndur, og endist svo mánuðum skiftir. Og
kveikjarinn. — Hann getur enzt að eilífu. ■ ■ 1 1
Strákurinn, sem ég er með,
gaf mér minnsta kveikjara sem
ég hef séS — svo Ktinn aS ég fæ
varla nógu litla steina í hann.
Annar strákur gaf mér kveikjara,
sem hann keypti í siglingu
— honum er fleygt þegar
hann er tómur. Ekki man ég,
hvorn ég lét róa fyrr,
kveikjarann eSa strákinn.
Ég er alltaf aS kaupa
eldspýtur, en þær misfarast
meS ýmsum hætti.
En eld þarf ég aS hafa.
28. tbi. VIKAN 7