Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 6
HAGSYN
HÚSMÓÐIR
NOTAR
ANNAÐ HEFTI KOMIÐ ÚT
10 SPENNANDI OG
SKEMMTILEGAR SAKAMÁLASÖGUR
Mfred Hitchcock er löngu orðinn heimsfrægur fyrir kvik-
nyndir sínar, sjónvarpsþætti, sögusafn og margt fleira. Allt
sem frá hans hendi kemur hefur sömu eiginleika til að bera:
í því er fólgin hroll-
vekjandi spenna með
skoplegu ívafi. — Hit-
chcock fæddist í Lond-
on 13. ágúst 1899. Hann
var við nám í verk-
fræði, þegar honum
bauðst vinna við kvik-
myndir og lagði þá
námið þegar í stað á
hilluna. Hann nam leik-
stjórn á örskömmum
tíma og var fyrr en
varði kominn í hóp
áhrifamestu leikstjóra.
Kvikmyndir og sjón-
varpsþættir Hitchcocks
skipta hundruðum og
mánaðarlega gefur hann
út í geysistóru upplagi
smásagnasafnið Hitchcocks Mystery Magazine. Sögurnar í
þessu safni eru allar valdar úr því. Þær eru gæddar beztu
costum Hitchcocks, í senn spennandi og skemmtilegar, þannig
að ógerningur er að slíta sig frá þeim fyrr en þær eru á enda.
Fæst á næsta sölustað.
HILMIR HF. - SKIPHOLTI 33
PÖSTHÖLF 533 - SÍMI 35320 - REYKJAVlK
BANVÆN ÁST
Elsku Póstur:
Ég hef alltaf ætlað að
skrifa þér, og nú læt ég
loks verða af því. Ég er
15 ára stúlka, og ég er hrif-
in af strák sem er þremur
árum eldri en ég. Ég hef
verið með honum, en við
eigum bara ekki heima á
sama stað, því er nú ver.
Ég er að deyja úr ást til
hans, og dreymir um hann
og hugsa. Elsku Póstur,
segðu mér hvað ég á að
gera, annars dey ég úr ást.
Þér finnst ég kannski of
ung, en það er vitleysa.
Elsku Póstur, svaraðu mér
fljótt og vel. Ég les alltaf
Póstinn og draumráðning-
arnar og allt sem hægt er
að lesa í Vikunni.
Hvernig er skriftin? Það
er varla óhætt að spyrja
um stafsetninguna. Svar-
aðu mér elsku Póstur. Með
fyrirfram þökk.
Ein ástfangin.
P.S. Þarft fullt nafn og
heimilisfang að fylgja?
Segðu mér það, þá skal ég
gera það næst.
Jú, ég verð nú að segja
eins og er, að mér finnst
þú fullung til að deyja —
og það úr ást, en það hlýt-
ur að vera hægt að bjarga
lífi þínu á einhvern hátt.
Hvemig er það annars, veit
þessi hjartaknúsari nokk-
uð um alla þessa ást sem
þú berð til hans? Ég myndi
í þínum sporum byrja á
því að láta hann vita það
á óyggjandi hátt, og þá
ættir þú nú að komast að
því hvort þetta er ást í
meinum eður ei. Ef svo er
ekki, þá hlýtur þetta að
blessast allt. Ef ekki, þá
skal Pósturinn skrifa fall-
ega minningargrein um
þig. Skriftin er ekki nógu
nógu góð, og ég er þér
þalcklátur fyrir að spyrja
mig ekki um stafsetning-
una, þar sem mér er illa
við að særa fólk.
P.S. Auðvitað á fullt
nafn og heimilisfang að
fylgja bréfum; það hefur
alltaf þótt argasta ósvífni
að skrifa nafnalaus bréf.
SKORTUR Á UMRÆÐUEFNI?
Kæri Póstur:
Ég ætla að biðja þig
að svara mér hreinskilnis-
lega. En þannig er mál með
vexti, að ég á svo erfitt
með að halda uppi sam-
ræðum. Það er yfirleitt
þannig, að persónurnar
tala um eitthvað sem ég
kannast ekkert við, eða þá
stelpur sem hafa verið með
hinum og þessum strákum
sem ég þekki svo hvorki
haus né sporð á. Ég hef
gaman af samræðum, ekki
sízt stjórnmálasamræðum,
og hef mikinn áhuga á öllu
spennandi úr pop- og kvik-
myndaheiminum, og held
mikið upp á lítt þekkta
leikara eins og til dæmis
Alan Bates. Ég get talað
við fólk um svona lagað
allan daginn; þannig get
ég orðið ástfangin af hinu
talaða máli. Spurningin er
sem sagt: Hvernig á ég að
haga mér, fyrst ég virðist
vera eina manneskjan sem
hef áhuga fyrir þessu?
Margrét.
Um hvað talar fólkið í
Hveragerði eiginlega? Bara
stelpur og stráka með haus
og sporð? Ég trúi bara ekki
affl þú getir ekki fundið
einhvem sem vill tala við
þig um pólitík, pop og
kvikmyndir. En það ætti
náttúrlega ekki að saka að
reyna að víkka aðeins sjón-
deildarhringinn með því að
lesa um eitthvað fleira en
bara þetta sem þú talar
um. Ef ekkert gengur hjá
þér, þá skaltu sækja eitt
hinna rómuðu Dale Car-
negie námskeiða. — Og ég
verð að segja sem er, að
það hlýtur að vera ólíkt
skemmtilegra að verða
„ástfangin af hinu talaða
máli“, en einhverjum leið-
indastrák sem vill svo
kannski ekkert með þig
hafa.
AFDRIFARÍKT MATARBOÐ
Kæri Póstur:
Ég er í alveg hörmuleg-
um vandræðum, og því
leita ég til þín, þar sem
ég hef hreinlega ekki kjark