Vikan - 10.07.1969, Side 2
. mWNG
IUNDIRFATATIZKUNNI
undirkiólar meö áföstum
brjóstanöldum komnir á
ÍSLENZKAN MARKAÐ
GÆÐAMERKIÐ/CffeW/
frá Marks & Spencer
tryggir yöur VANÐAÐA
vöru á HOFLEGU veröi
IDUNN
^stræti
3
%
%
%
%,
%
%.
%
%
3
%
k1
IFIILLRI
í leit að „öðruvísi’
Við erum alltaf að ræða um
að gera ísland að ferðamanna-
landi. Og fram hefur komið,
að í fyrra voru gjaldeyristekj-
ur af ferðamönnum 10% af
ferðamannatekjum þjóðarinn-
ar, það eru þar að auki ónið-
urgreiddar tekjur. Vafalítið
virðist, að hægt sé með góðu
móti að auka þessar tekjur, en
þá verðum við líka að gera
okkur grein fyrir því, að það
kostar pening að græða.
Ég á þó ekki við, að endi-
lega þurfi að drífa upp í snar-
heitum slatta af lúxushótelum
eða ljúka því af í hvelli að
malbika eða steypa alla vegi
(sem þó væri æskilegt frá
sjónarhóli landsmanna). Held-
ur má nýta betur þá aðstöðu
sem hér er með ýmsum húsa-
kosti sem ekki er fullnýttur
yfir sumarið, og á ég þar
fremst við skólana. Mér er
kunnugt um, að þeir eru ekki
nýttir eins og hægt væri sem
sumarhótel, og kemur þar
sums staðar til rígur innan-
héraðsmanna um framkvæmd
málanna. En ef ferðamálaráð
fengi þau völd og þá aðstöðu,
sem það ætti að hafa, mætti
kippa því í liðinn.
Annað atriði er líka mjög
mikilvægt, og það er silungs-
veiðin. Margir þeirra, sem
hingað kysu að koma, myndu
gera það í von um silungs-
veiði. Hana mætti stórauka,
sportmönnum innlendum og
erlendum til ánægju, með
meira silungseldi og minni
rányrkju á veiðistöðunum.
Víða er hugsað um það eitt að
girða ár og ósa með nelum og
jafnvel stundaður ádráttur, án
þess að hugsa neitt um stofn-
inn.
Aukið veiðilíkur ferða-
mannana, og þeir munu ekki
hika við að færa okkur gjald-
eyrinn heim í hlað.
Hér hafa aðeins verið nefnd
tvö atriði en væri hægt að
benda á miklu fleiri, því út-
lendingar koma ekki hingað í
leit að lúxus og hóglífi, held-
ur einhverju ,,öðruvísi“. Og
það getum við látið í té. S.H.