Vikan


Vikan - 10.07.1969, Side 24

Vikan - 10.07.1969, Side 24
MATAZTI ELDHIÍSINII v------------------------) Það mun teljast undantekning að ekki sé ætlaður einhver stað- ur í eldhúsinu til þess að matast við. Enda húsmæðrum mikið gleðiefni, að þurfa ekki að bera mat og áhöld í sérstaka borð- stofu að staðaldri. Sú spurning heyrist æ oftar, hvort ekki sé óviturlegt að leggja bæði dýr- mætt gólfrými og fé til borð- stofu yfirleitt, aðeins til nota fyr- ir fjölskylduna á fáum hátíðum og tyllidögum eða aðeins fyrir gesti. Hvort ekki væri eðlilegra að gera hinn svokallaða borð- krók í eldhúsinu betur úr garði, hvað rými og aðbúnað snertir. Nú hagar víða svo til hér á landi að borðkróknum er nokkuð þröngur stakkur skorinn og þá ótrúlega lítill stærðarmunur hvort um tveggja herbergja íbúð er að ræða eða 4—5 herbergja. Svigrúm er oft mjög lítið og lít- ið hægt að breyta út frá hugsaðri allsherjarniðurröðun húsgagna samkvæmt teikningu. í 4—5 manna fjölskyldu er þannig oft óhjéikvæmilegt, að einn eða fleiri verði að standa upp til þess að rýma fyrir þeim, sem innst sit- ur, þurfi sá að fara frá borðinu á undan hinum, stólar eru svo gersamlega skorðaðir við veggi, að um annað er ekki að ræða. Óskadraumur margra ekki hvað sízt þeirra, sem enga aðra borðstofu hafa, hafa ef til vill þurft að nýta hana sem barna- herbergi, er dálítið notalegra rými fyrir borðkrókinn. Það get- ur verið að matborðið sé notað til ýmislegs annars en að borða við á máltíðum. Margar mæður þekkja hvað litla skólafólkinu þykir gott að fá að sitja með námsefni sitt í eldhúsinu nærri mömmu, jafnvel þótt nóg aðstaða sé til slíks annarsstaðar. ☆ APPELSÍNUR MED ÝMSU MÓTI v.____________________/ Áður hafa verið uppskriftir af appelsínumauki, en nú er minnst hér á fleira úr appelsínum. Þær eru góður C-vitamíngjafi, eins og kunugt er og flestir kunna að meta frískt og hressandi bragð, sem þær gefa í kökum og búðingum. Osoðin appelsínusaft 1 kg appelsínur, 1 sítróna, 5 dl vatn, 7 dl sykur og 4 tesk. vín eða sítrónsýra. Ávextirnir skolaðir. Hýðið skorið þunnt af, svo það sé mest- megnis gula lagið. Hýðið látið í ílát og sjóðandi vatninu hellt yf- ir. Látið standa unz vatnið er orðið kalt. Þá er hýðið síað frá og vatnið látið í ílát, sem appelsínu og sítrónusafinn hefur verið press- aður í og sykrinum og vínsýr- unni blandað í. Hrært í unz syk- urinn er alveg uppleystur. Þá er saftinni hellt á flöskur og tappi látinn í. Appelsínufroða 3 egg, 1 dl sykur, 1 dl nýpress- aður appelsínusafi og rifið hýði af 1 appelsínu og 'k sítrónu, 5 blöð matarlím og 1 dl þykkur rjómi. Matarlímsblöðin lögð í bleyti í kalt vatn í 30 mín. Eggjarauður þeyttar vel með sykrinum. Rifið ávaxtahýðið látið saman við ásam safanum. Matarlímið kreist vel og brætt í skál yfir gufu. Blandað í hræruna. Eggjahvít- ur og rjómi þeytt sitt í hvoru lagi og blandað að lokum í hrær- una. Hrærið ekki meira en þarf til að blanda saman. Hellt í skál og látið kólna. Það ætti að taka 2—3 klst. 24 VIKAN 28- tbl- Appelsínuterta Tertubotn: 3 egg, lVt dl sykur, 2 dl hveiti, 1 tesk. lyffiduft, 3 matsk. rjómi, vatn eða mjólk, rifinn börkur af 1 appelsínu, 100 gr smjörlíki. Egg og sykur þeytt mjög vel svo það verði létt. Bræðið smjör- líkið og látið það kólna. Rifinn börkur látinn í eggjahræruna og hveiti ásamt lyftidufti blandað varlega í. Kælt smjörlíkið og rjóminn (vökvinn) látinn síðast í. Látið í kringlótt, smurt og hveitistráð mót, bakað við 175— 200° hita á C. Kakan látin kólna og síðan skorin sundur í tvo botna. Fylling: 2 appelsínur eða 1 appelsína og 1 sítróna. 3 egg, 1"/ dl sykur og 1- 2 dl rjómi. Egg og sykur þeytt saman í eldfastri skál eða potti ( ekki aluminium) og látið standa í heitu vatni, sem síðan er látið sjóða. Blandið í síuðum ávaxta- safanum og haldið áfram að þeyta yfir suðunni þangað til blandan er þykk og létt. Látið kólna, gjarnan með því að flytja nú ílátið ofan í kalt vatn. Hrær- ið af og til í kreminu og blandið í rifnum appelsínuberki. Rjóminn þeyttur og blandað í kalt kremið rétt áður en kakan er fyllt. Helmingur kremsins lát- inn á milli botnanna og afgang- urinn ofaná. Skreytt með þunn- um appelsínuseniðum og rifnu súkkulaði. Og fleiri ávextir koma við sögu í þessu ávaxtasalati, sem fær að fljóta með- Ambrosíusalat. 2 bananar, sneiddir, 3 matsk. sítrónusafi, % bolli brytjaðar appelsínur, V2 bolli rúsínur, Vt bolli brytjaðar döðlur, Vt bolli kokosmjöl. Ávöxtunum blandað saman, sítrónusafa hellt yfir. Kælt. Þeyttum rjóma blandað í dálítið af majones í hæfilega blöndu, ávaxtablöndunni jafnað varlega í. Appelsínuskálar Skemmtilegt getur verið þeg- ar appelsínubúðingur (froða) er búinn til, að bera hann fram í appeisínuhýðinu, sem látið er mynda skálar. Appelsínur eru þá skornar í tvennt og ávöxturinn losaður innan úr svo hýðið sé heillegt. Það gengur bezt með mjóum hníf. Síðan er appelsínu- búðingur látinn í skálarnar, áð- ur en hann fer að hlaupa sam- an og látinn fullhlaupa þar. Hverja skál má svo skreyta með appelsínubitum, rifnu súkkulaði og hálfu kirsuberi í kollinn. ☆ ’

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.