Vikan


Vikan - 23.10.1969, Síða 5

Vikan - 23.10.1969, Síða 5
/ ENGINN FÆR VIÐ ÁRIN RÁÐIÐ Hún hefur til skamms tíma verið álitin fegursta kona heims og er jafnframt í hópi beztu skapgerðarleikara, sem nú eru uppi. Elizabeth Taylor leikur hvert stórhlutverkið á faetur öðru og samvinna hennar og manns hennar, Richard Burtons, þykir einstæð í sögu kvikmynd- anna. En hún fær ekki ráðið við aldurinn, fremur en önnur jarð- arbörn. Hún hefur alltaf verið svolítið feitlagin, en ætli menn hafi almennt gert sér ljóst, hvernig hún lítur út í raun og veru nú orðið? Myndin efst á síðunni var tekin á liðnu sumri. Henni var reyndar „stolið“, því að Elizabeth hafði ekki hugmynd um, að ljósmyndari leyndist í nágrenninu, þegar hún sólaði sig í Puerto Valerta ásamt manni sínum. Til samanburðar birtum við mynd af henni, eins og hún leit út fyrir tíu árum. Þótt feg- urðin kunni að vera farin að fölna, eins og eðlilegt er, er ekki hið sama að segja um list henn- ar. Þau hjónin leika um þessar mundir í mynd, sem verið er að gera um Henrik 8. eftir hinu fræga leikriti Shakespears. Og því er spáð, að það verði enn einn sigur þeirra hjóna á lista- brautinni. ☆ STUTT OG LAG- GOTT Börnum ratast oft satt á munn. Svo undarlega brá við eitt kvöld hér á dögun- um, að ekki var rigning og dimmviðri, eins og verið hefur í allt sumar Aldrei þessu vant var fallegt sól- setur. Þriggja ára telpu- hnokki var á gangi með móður sinni. Hún horfði nokkra stund á kvöldroð- ann, en sagði síðan: „Þarna á góða veðrið hevma, mamma.“ V____________________________/ # vísur vikunnar Þótt alltaf virðist eitthvað að jafnaði ske er oftast nokkur hörgull á merkum fréttum samt reynist aldrei á róstum og deilum hlé og ríkið er komið í stríð út af sigarettum. En fólkið vinnur og stundar af kappi sín störf og stjórnarvöldin af iðni og dug þess raupa en það sem talið er óhollt og engum þörf er yfirleitt það sem flesta langar að kaupa. V___________________________________________j HÚN LÆTUR LJÓN SOFA í RÚMINU SÍNU Það er algengt, að krakkar láti hunda og ketti sofa hjá sér. En líklega er Kathy Bloom eina átta ára stúlkan í heiminum, sem læt- ur heilt ljón sofa hjá sér. Ljónið er átta mánaða gamalt karlljón og heitir Haraldur. Hann er blíð- ur og þægilegur í umgengni, og Kathy er ekki vitund hrædd við hann, enda veit hún sitt af hverju um ljón, þar sem pabbi hennar er forstöðumaður dýra- garðs í Englandi. Eini gallinn við Harald er sá, að hann hrýtur hátt og mikið í svefni og lætur stundum svo illa, að Kathy verð- ur að sofa á gólfinu. ☆ 43. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.