Vikan


Vikan - 23.10.1969, Qupperneq 23

Vikan - 23.10.1969, Qupperneq 23
unnusta síns í þessu efni, manns, sem hún ætlaði að ganga að eiga eftir 24 klukku- stundir. Þetta var nokkuð, sem hann hafði ekki séð fyrir, þessu hafði hann aldrei áð- ur þurft að hafa áhyggjur af: Hinni full- komnu og yfirskyggjandi ást konu, kvöldið fyrir brúðkaupið. Og hann gat alls ekki ímyndað sér, hvers vegna Frank Mitchell hefði gert þetta. — í svona málum er ekki hægt að spila örugg spil, hvernig sem maður fer að: sagði hann hægt. — Ég bið þig bara að líta á lík- urnar. Reiknaðu út, hverjar líkur þínar eru, ef þú ferð ein, og hverjar þær eru, ef þú hefur milli tuttugu og þrjátíu þjálfaða menn á bak við þig, sem ekki hafa augun af þér eina einustu sekúndu, frá því að þú leggur af stað, og þar til féð hefur verið afhent. Hún hlustaði af athygli, og þegar hún tók aftur til máls, var eins og hún þyrfti að neyða sig til þess. — Ég vil ekki, að þú haldir að ég sé van- þakklát. En ég hef komizt að niðurstöðu, og ég hef hugsað mér að standa við það. Hún rétti úr sér, eins og til að stappa í sig stálinu. — Það er eitt, sem ég verð að segja þér, sagði Hawkins. — Raddminni þitt hlýtur að hafa svikið þig. Og það er svo sem ekkert merkilegt, það hendir alla. Hún leit undrandi upp: — Ætlar þú að segja mér, að þetta sé ekki Lee Blackburn? Hann kinkaði kolli. — Blackburn dó fyrir nokkrum mánuðum. Hún fól andlitið í höndum sér og sagði: — Ég er svo þreytt. Ég hef aldrei verið svona þreytt áður. Um leið og hún fór, sagði hún: — Ég skil, hvað þið hljótið að halda um mig. EGAR Hawk kom aftur til aðseturs síns, leit hann á klukkuna. Hún var næstum fimm, og nú fóru sekúndurnar að verða gulls ígildi. Hann ákvað að hafa nákvæmt eftirlit með Helen, og tilkallaði einn manna sinna, Eberhardt. — Ég kæri mig ekki um, að hún veiti okkur athygli, en hafðu nákvæmt auga með kúgaranum. Hann er kannski einhvers stað- ar að sniglast á eftir henni, og uppgötvar okkur. Hann gaf frekari fyrirmæli og lagði á ráðin um, hvar lögreglumennirnir ættu að vera. — Þegar fólk fer að streyma heim úr vinnunni, verður þú að hafa nokkra menn mjög nærri henni. Ef kúgarinn er snjall. not- ar hann sér þvöguna. Þegar mest umferðin er, getur hann rifið upp skottlokið, þrifið böggulinn og horfið í fjöldann. Og við get- um ekki skotið á hann í fólksmergðinni. — Eigum við að fylgja henni með sendi- bíl og vörubíl, eins og við gerðum í morg- un? — Nei. Ef hann hefur fylgzt með henni þá, getur hann þekkt bílana og rennt grun í, að það séum við. Hawkins hugsaði sig um og hélt svo áfram: — Hún getur náttúrlega hrisst okk- ur af sér í umferðinni, ef hún vill. Svo þú skalt hafa tvo menn á mótorhjólum líka. Láttu þá halda sig nærri henni. A slaginu fimm sneri hann sér að Barney og sagði: — Hringdu í McNulty og segðu honum, að við séum að koma. Mér datt nokk- uð í hug. Hann skeytti engu um hraðatakmarkanir. Hann heyrði aðra ökumenn þeyta horn sín, en lét það sem vind um eyrun þjóta. Hann fór fyrir öll horn með ískrandi hjólum og hlustaði jafnframt á allar tilkynningar í lög- regluradíóinu. Vaktin hafði verið skipulögð. Sex vélvæddar einingar og átta gangndi menn. Þess utan ferðbúin þyrla. Hawkins hægði ferðina, þegar hann kom að afleggjara McNultys. Joe stóð í dyrunum og beið. Hann var brúnaþungur, þegar hann gekk með þeim inn. — Þið hafið af mér stórfé. Menn mínir eru í jarðvinnu hér og þar, og ef ég er ekki á staðnum ... — Aðeins fáeinar mínútur, svaraði Haw- kins. Hann tók pappírsblað upp úr vasa sín- um og rétti McNulty. — Þetta er listi yfir alla þá, sem á ein- hvei-n hátt koma inn í málið. Það þýðir þó ekki, að allir liggi undir grun. Þekkir þú nokku rnöfnin? — Já, Sam Bronston, auðvitað. -— Ekki Frank Mitchell? McNulty hugsaði sig um stutta stund. — Þetta er venjulegt nafn. Hvað sýslar hann með? — Hann er lögfræðingur. Málflutnings- maður í glæpum. McNulty fnæsti: — Lagarefur myndi ekki voga sér út í svona lagað! — En Sullivan skjalataska þá? Eða Earl McDonald? — Hvaða fírar eru það? — Sullivan er veðfánari og einkabanki. Lánar oft tryggingafé. Earl McDonald er blómasali og þess utan næsti granni konunn- ar, sem tók við peningunum. — Ég þekki engin þessara nafna. En ég get gáð í ráðningaskrána mína. — Má ég tala við börnin aftur? spurði Hawk. — Nancy, öskraði McNulty. Þegar kona hans kom 1 ljós efst i stig- anum, bað hann hana lægri röddu að ná í börnin. Svo sneri hann sér að Hawk: — Hvenær fæ ég peninga mína? — Þess verður varla langt að bíða. — Hefur stelpuskrattinn þá ennþá? Hawk kinkaði kolli. — Ég geri þig persónulega ábyrgan fyrir hverju senti, varðstjóri, sagði hann. — Ef ég fæ þá ekki fyrir næsta morgun, hvert sent, fer ég til lögfræðingsins míns, svo dómstólarnir geti séð um að ná þeim af þér. Ég vil ekki, að þessir aurar séu að flögra um allt. — Þú vilt heldur, að kúgarinn fái að flögra um allt? Reiðin roðaði kinnar McNultys, og hann brýnd.i raustina. — Nú sérð um stelpuna, varðstjóri, og þú sérð um peningana og kúgarann! — Vertu aðeins rólegur, McNulty. Stúlk- an fer alein og fylgdarlaust til fundar við glæpamanninn . — Ein? HAWK hneigði höfuðið til samþykkis. — Hún hættir lífinu vegna barnanna þinna. Nú kom Nancy niður með börnin. Augnaráð Janet flökti um allt, en June horfði alvarlega og óttalaust á Hawk. Hann gat ekki að sér gert að velta þessu augna- ráði fyrir sér. Hann ákvað að ræða einslega við stúlkubarnið, ef málið leystist ekki í nótt. Hann rétti þeim bunka af ljósmyndum. — Flettið þessu og vitið, hvort þið þekkið þar manninn, sem ávarpaði ykkur við bíóið. Þau flettu myndunum, ræddu saman og íhuguðu. En þau fundu engan, sem líktist manninum. Þegar Hawk ók aftur frá húsinu, spurði Barney: — Jæja, fékkstu það, sem þú vild- ir? — Já, raunar. Barney settist inn til Hawks og hlustaði á sendingarnar frá varðliðinu, en Hawk fór til rannsóknarstofunnar. Ed Hames dró fram línurit yfir raddsýn- ishorn og lagði þau á púlt. ■— Þetta eru radd línurit kúgarans. Það sem þú tókst upp, meðan hann talaði við ungfrú Rogers í gær í vasasendinum. Fallegt munstur, finnst þér ekki? í góðu jafnvægi og ekki mikill slátt- ur upp eða niður. Það væri hægt að nota þetta fyrir munstur í fataefni. — Ed, sagði Hawk. — Ég er tímabundinn. Hvernig er með raddirnar, sem ég tók upp í gær? — Línuritin voru að ljúkast, nú skal ég Hann tók nokkur línurit upp af borð- inu og tók að bera þau saman við línurit kúgarans. — Ekki eitt — ekki tvö — ekki þrjú — en fjögur! Jú, þarna er það! Þetta er rödd eins og kúgarans! Nákvæmlega sama munstur! Hawk fannst, sem maginn í honum titr- aði. — Ertu viss um, að þér hafi ekki orðið Framhald á bls. 36. 43. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.