Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 32

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 32
NÝ OG SPENNANDI FRAMHALDSSAGA HEFST f NÆSTA BLAÐI Fjarri heimsins glaumi Kvikmyndasaga gerð eftir skáldsögu Thomasar Hardy. Myndin verSur sýnd í Gamla bíói, þegar sögunni lýkur hér í Vikunni. í NÆSTA BLAÐI hefst ný og spennandi framhaldssaga, sem enginn verður svikinn af. Hún heitir FJARRI HEIMSINS GLAUMI, og er kvikmyndasaga, gerð eftir skáldsögu hins fræga, brezka rithöfundar, Thomasar Har- dy. sem þekktastur er fyrir sögu sina, Tess. Kvikmynd- in verður sýnd í Gamla bíói, þegar sögunni lýkur hér í blaðinu, og aðalhlutverkið, Batsheba Everdene, leikur Julie Christie. Batsheba er duttlungafull og einráð, töfrandi sambland af barni og konu. Hún vek- ur ótrúlega sterkar ástríður hvar sem hún fer. Og fyrir þá þrjá menn, sem elska hana, verður ástin til hennar örlagarík. Einn þeirra er Gabriel Oalc, sterkur maður, þolinmóður og óeigingjarn. Lífið hefur kennt honum að greiða úr vandræðum og horfast í augu við mótlæti. En þegar Batsheba verður á vegi hans, er hann likastur leikbrúðu á valdi örlaganna. Hann er varnarlaus og er um megn að standa gegn ástinni til hennar. Þetta er stórbrotin og heillandi saga, sem heldur athygli lesandans allt frá fyrstu setningu til hinnar síðustu. ■Ar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.