Vikan


Vikan - 23.10.1969, Page 44

Vikan - 23.10.1969, Page 44
ALLT Á SAMA STAÐ FINNSKD SNJÓHJÖLBARDARNIR NOIÍA ÞAÐ ERU FINNSKU HJÓLBARÐARNIR sem slegið hafa í gegn hér á landi. HAKA Það er hið óviðjafnan- lega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. BIFBEIBA 1 EICENOUR MUNIÐ AÐ NÆG BÍLASTÆÐI ERU FYRIR VIÐSKIPTA- VINI Á HORNI RAUÐARÁRSTÍGS OG GRETTISGÖTU. FLESTAR STÆRÐIR SNJÓHJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. v_______________ GERIÐ SNJÓHJÓLBARÐAICAUPIN TÍMANLEGA SENDUM í KRÖFU EGILL VILHJALMSSON HF. Laugavegi 118 — Sími 2-22-40 ELDHÚSINNRÉTTINGAR SKEIFAN 7 SÖLUUMBOÐ: ÓÐINSTORG HF. SKÓLAVÖRÐUSIÍG 16 ilHHlllHHl * MYNDATÖKUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA * FERMINGARKIRTLAR Á STOFUNNI * Hiffi UQ Garðastræti 2 - Reykjavík - Sími 20900 44 VIKAN 43-tbL inn neikvæður. Reyndu nú' einu sinni að líta á björtu hlið máls- ins.“ Ég vissi hvað hann hafði í huga. í vikulokin sagði hann mér að hann vissi um verðbréf, sem ættu eftir að tífaldast í verði. „Hvernig veiztu það?“ spurði ég. „Hvernig veit ég það? Nú, ég bara veit það, það er allt og sumt.“ É'g trúði því, en samt sem áð- ur vildi ég ekki taka þátt í því. „Hvaða þörf höfum við fyrir það, Charlton. Þetta gengur vel eins og það er.“ „Jæja. En eitt skaltu vita, að ég ætla að leggja hvert einasta sent sem ég á í þetta, og eftir stuttan tíma verð ég orðinn milli líka.“ „58g ætla að fylgjast með þér,“ sagði ég. „Hafðu það bara eins og þú vilt, en hlustaðu nú vel, því ég ætla að segja þér svolítið: Þetta er nokkuð sem ekki skeður nema einu sinni í lífi hvers manns.“ Hann hló. „Munurinn á okkur, Hamilton, er sá að guttar eins og þú hafa ekki nokkurt hugmynda- flug. Eftir tvö ár verður þú far- inn að selja loftræstitæki á ný.“ Ég fór heim og hugsaði um þetta. Svaf ekki hænublund. Fyr- ir hálfu ári síðan átti ég ekki krónu, en í dag átti ég 50.000 dollara í banka og hafði það fínt. Eitt var víst, að þrátt fyrir að hugmyndir Charlton's höfðu hljómað brjálæðislega, hafði ég ekki tapað neinu á að hlusta á hann. Morguninn eftir fór ég í bank- ann, tók út alla peningana mína án þess að minnast á nokkurn hlut við konuna mína, og við Charlton keyptum verðbréf fyrir 50 þúsund dollara hvor. Það var mánudagur. Á föstu- deginum var hlutur minn orð- inn 10 þúsund dollara virði og er vika var liðin frá því að við keyptum var allt farið á haus- inn. Tómt svindl. Charlton ætlaði að fara að biðja flottpíuna sína að skila eitthverju af pelsunum og dem- öntunum, sem hann hafði keypt handa henni. En hún hafði heyrt um það sem skeð hafði og stung- ið af. Konan mín fór frá mér líka. Charlton var óður. Hann kom á skrifstofuna á miðvikudegin- um, miðaði á mig byssu og kenndi mér um allt saman. Ef ég hefði ekki farið út í þetta með honum hefði hann aldrei keypt eitt einasta verðbréf. „Hugsaðu út í það sem þú ert búinn að gera,“ hvæsti hann. „Ég ætla að drepa þig.“ „Heyrðu nú,“ sagði ég. „Ver- um ekkert að æsa okkur. Leggðu frá þér byssuna og ræðum málið í rólegheitum. Það þýðir ekkert að vera að væla út af þessu. Þetta gengur ennþá sem fyrr.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.