Vikan


Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 45

Vikan - 23.10.1969, Blaðsíða 45
r-----------------------------> H1IAR ER DRKIN HANS NÓA? Það er alltaf sami leikur- inn í henni Yndisfríð okk- ar. Hún hefur falið örkina hans Nóa einhvers staðar í blaðinu og heitir góðum verðlaunum handa þeim, sem getur fundið örkina. Verðlaunin eru stór kon- fektkassi, fullur af bezta konfekti, og framleiðand- inn er auðvitað Sælgætis- gerðin Nói. Síðast er dregið var hlaut verð- launln: Eva Andcrsen, Bústaðavegi 103 Nafn Heimili Örkin er á bls. Vinninganna má vitja i skrif- stofu Vikunnar. 43. V_____________________________/ Við græddum peninga og við getum ennþá gert það.“ „O, ég veit það nú ekki,“ sagði Charlton vondaufur. „Hugsaðu jákvætt, Charlton, auðvitað getum við gert það.“ Hann fór skyndilega að hlæja og lagði frá sér marghleypuna. „Ég hlýt að vera að verða vit- laus. Um hvað var ég eiginlega að hugsa? Auðvitað getum við grætt peninga aftur.“ Við hlógum báðir svo ofsalega, að við sáum ekki litla manninn sem kom inn á skrifstofuna. „Er þetta Ráðleggingamiðstöð- in hf.?“ spurði hann. „Það erum við, já,“ svaraði Charlton fjörlega. „Þér sögðuð mér að selja olíu- hlutabréfin mín. Eg átti 3000 hluti á 1 dollara hvern. Vitið þér hvað þeir kosta nú? Níutíu og fjóra dollara! Þið hafið tortímt mér!“ Hann dró upp byssu og fór að skjóta á okkur. Ég henti mér niður á bak við skrifborðið, og þar heyrði ég að Charlton féll í gólfið og litli maðurinn hljóp í burtu. Ég stóð upp, gekk að Charlton þar sem hann lá dáinn og án þess að hugsa tók ég upp byss- una sem morðingi hans hafði skilið eftir. Og þannig var ég er fólk kom að. Standandi yfir líki félaga míns með rjúkandi byssu í hend- inni. Auðvitað var heldur erfitt að útskýra þetta fyrir lögreglunni. Þeir trúðu ekki að það væri til nokkur lítill maður með byssu. Svo fundu þeir byssu Charlton's á borðinu og komu með þá kenn- ingu 'að við hefðum verið að ríf- ast og að ég hefði svo drepið hann. Þegar ég fór fram á að fá að leita í spjaldskránni okkar — við vorum komnir með 7800 við- skiptavini — til að reyna að finna þennan mann sem við höfð- um gefið svona óheppilegar ráð- leggingar, sendu þeir mig til sál- fræðings. Sá var ákaflega þægi- legur í viðmóti þar til ég út- skýrði fyrir honum aðferðina sem við Charlton höfðum notað við fyrirtæki okkar. Þá hélt hann að ég væri brjálaður. Ég er þeirrar skoðunar, enn þann dag í dag, að ég hefði ver- ið sendur á geðveikrahæli ef morðinginn hefði ekki gefið sig sjálfur fram við lögregluna. Mér var sleppt. Er ég fór frá sálfræðingnum, sagði hann: „Ég er heppinn. Hefði ég vitað eitt- hvað um Ráðleggingamiðstöðina hf. hefði ég ef til vill leitað ráða hjá ykkur. Ég á nefnilega 300 hluti í einhverju fyrirtæki sem er kallað Western Pump. Hvað veiztu um það?“ Auðvitað hafði ég aldrei heyrt þess getið, en mér fannst engin ástæða til að segja honum frá því. „Kauptu eins mikið þar og þú getur, og þá verður þú for- ríkur. Það fyrirtæki á mikla framtíð fyrir sér.“ Hann varð ákafur. „Heldurðu það, ha?“ Ég kinkaði kolli og fór út — gáfulegur á svipinn. ☆ Ekkert er lengur ómögulegt Framhald af bls. 11. ir, að ég ákvað hvað skyldi seg|a: „Þetta er lítið skref fyrir mig, en risastórt fyrir mannkynið." Annað en þessi orð man ég ekki að hafa fund- ið til neinnar sérstakrar tilfinningar eða hátíðleika — nema þá það, að ég fór varlega svo ég gaeti verið öruggur um, að það væri allt í lagi að set|a þunga minn niður á yfir- borðið. Frá Erninum virtist himinninn svartur, en á yfirborðinu var sem um hábjartan dag, og yfirborðið sjálft var einhvernveginn Ijósbrúnt. Það eru ákaflega undarleg Ijósbrigði á tunglinu, og gerir það að verkum að þar virðast eiga sér í sífellu stað litabreytingar. Ég skil það ekki vel. Ef maður horfir eftir sínum eigin skugga, eða beint á sólina, er tungl- ið Ijósbrúnt. Ef maður horfir til hlið- ar við sólina, dökknar tunglið, og ef maður horfir beint niður á yfir- borðið, er það nær svart. Og það sem maður tekur upp af yfirborð- inu er líka dökkt. Grátt eða svart. Yfirleitt eru yfirborðsefni tunglsins úr mjög fíngerðu efni, svipuðu hveiti, en það er líka sumt grófara, svipað sandi, að ógleymdum öllum þeim aragrúa grjóts og steina sem liggja sem hráviði um allt. Eina verulega vandamálið sem ég átti við að stríða á meðan ég var á tunglinu var, að það var svo margt sem mig langaði til að skoða en, svo lítið sem ég gat skoðað. Ég hafði á tilfinningunni, að ég gæti séð barminn á Vesturgíg, ef ég kæmist bak við mánaferjuna, en snubbóttur sjóndeildarhringur mán- ans fyrirbyggði það. Þó tókst mér að ganga út að ca. 25 fermetra stórum gíg, sem við höfðum séð og filmað á síðustu augnablikum fyrir lendingu. Allir vita nú hvað það var sem við skildum eftir á tunglinu. En það sem okkur þótti einna ánægjulegast, var að skilja þar eftir minnismerki frá Apollo 1, í minningu „geimfé- laga" okkar, þeirra Gus Grissom, Ed's White og Roger's Chaffee, og eins heiðursmerkjanna sem voru '---------------------------------------------------------------------------------------------^ HILLUSKILRIÍM teiknuð af Þorkeli G. Guðmundssyni, liúsgagnaarkitekt. Smíðum liilluskilrúm úr öllum viðartegundum. Leitið upplýsinga og fáið tilboð hjá framleiðanda. Sverrir Hallgrímsson Smíðastofa, Skipholti 35, sími 36938. 43. tbi. vikAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.