Vikan - 30.04.1970, Page 8
NÝTT FRÁ RIRA
Nýja Pira uppi-
staðan er frábær
lausn á niðurröðun
húsgagna hvort
sem er við vegg,
eða frístandandi
siklrúms veggur.
Hvorki skrúfa
né nagli í vegg.
PIRA-umboðið HUS OG SKIP H.F.
Ármúla 5 - Símar 84415-84416
Blæðandi
botnlangaskurður
Kæra Vika!
Mig langar til að segja ykkur
draum, sem mig dreymdi fyrir
stuttu síðan og biðja ykkur að
ráða hann fyrir mig. :
Mér fannst ég liggja uppi í
rúmi og finn þá, að ég er orðin
blaut á maganum. Eg lyfti upp
sænginni og sé, að þetta er blóð,
sem kemur úr botnlangaskurði,
sem hafði opnazt (það er búið
að skera mig upp við botnlang-
anum), og blæddi mikið. Mér
bregður í brún og gríp fyrir
skurðinn eins og til þess að loka
honum. Eg stekk að símanum og
hringi í lækni og segi honum frá
þéssu. Hann segist ekkert geta
gert að svo stöddu og segir mér
að bíða.
Næst er ég stödd uppi á sjúkra-
húsi og er að ganga inn í stóra
stofu. Eg man, að mér leið
fjarska illa og fannst allt eitt-
hvað svo dapurt og tilgangslaust.
Þá mæti ég strák, sem ég hef
verið með og er hrifin af. Hann
horfir eitthvað svo góðlega á
mig og tekur í hönd mína og
þrýstir hana. Og um leið fannst
mér allt verða svo bjart og gott.
Og við það vaknaði ég.
Mig langar til þess að taka
fram, að þessi draumur var mjög
skýr og mundi ég hann greini-
lega, þegar ég vaknaði.
S. Þ.
Það er jafnan talið vera fyrir
einhverjum erfiðleikum að sjá
blóð streyma úr sjálfum sér í
draumi. Við teljum líklegt að
erfiðleikar þínir verði aðallega
fólgnir í sálarstríði, — að
minnsta kosti eru þeir hugræns
eðlis. En hinn blæðandi botn-
lanaraskurður er aðeins fyrri
hluti draumsins og ekki dugir að
einblína á það tákn. Seinni hlut-
inn er allt annars eðlis og getur
ekki boðað neitt annað en gott.
Ætli erfíðleikar þínir verði ekki
á sviði ástamálanna. Og ef svo
verður, þá þarftu engu að kvíða,
því að allt fer vel að lokum.
Látinn m^ffur í
hoi"fnu húsi
Kæri draumráðandi!
Fyrir skömmu dreymdi mig
draum, sem mig langar til að fá
ráðningu á.
Mig dreymdi, að ég væri á
gangi með móður minni og geng-
um við inn í hús, sem verið var
að setja nýjar innréttingar í.
Fannst mér erindi okkar vera að
finna mann, sem við þekkjum og
var þar að vinna að íbúð sinni.
Ég bað hann um að koma með
okkur í bíó. Hann sagðist skyldu
koma, ef hann mætti koma í
vinnufötunum. Ég vildi það ekki,
en hann sagðist ekki fara öðru-
vísi klæddur.
Mér finnst þá, að ég þurfi að
komast á snyrtiherbergi og hef
einhver orð um það við mann-
inn, en hann segir, að snyrtiher-
bergið sé ekki tilbúið. Vísar
hann mér þá út í lítið hús, sem
er á sömu lóð (í þessu húsi var
ég reyndar alin upp). Ég fer inn
í húsið og er allt þar óbreytt
nema hvað mér fannst eldhúsið
vera snyrtiherbergi um leið. Ég
fer þar inn og loka á eftir mér,
en heyri um leið að gengið er
gegnum stofu fram í litla for-
stofu og rakleitt út. Ég undrast
þetta mjög, því að ég vissi, að
húsið var mannlaust. En í sama
bili verður mér litið í átt til
gluggans. Sé ég þá hvar stendur
fyrir utan gluggann dáinn mað-
ur, Bjarni að nafni. Hann horfir
beint í augu mér en segir ekki
orð. Þá grípur mig ofsahræðsla
af því að ég mundi í draumnum,
að maðurinn var dáinn.
Við það vakna ég.
Húsin bæði, sem ég minntist á,
voru gömul og búið að rífa þau
fyrir nokkrum árum.
Með fyrirfram þakklæti.
K.
Það getur bæði boðað gott og
illt að sjá látinn mann í draumi
og fer nokkuð eftir nafni hans.
En ekki er hægt að setja neinar
reglur um mannahöfn í draumi,
því að þau þýða ekki alltaf það
sama fyrir alla. En það er jafn-
an fyrir góðu, þegar mann
dreymir, að verið sé að lagfæra
eða endurbæta hús. Við ráðum
drauminn á þann hátt, að eitt-
hvað gamalt og grafið úr upp-
vexti þínum skjóti aftur upp
kollinum og verði til þess að
auka skilning þinn á vandamáli,
sem þú átt við að etja, og verði
jafnvel til þess að leysa það.
Með sítt fellePt
skedfpr
Kæri draumráðandi!
Hvað táknar það, þegar mann
dreymir, að maður sé kominn
með sítt og fallegt skegg?
Með þökk fyrir birtinguna.
H.
Það boðar yfirleitt velgengni.
Hins vegar táknar það missi eða
tjón ef skeggjaðan mann dreym-
ir, að skeggið sé rakað af hon-
um eða klippt. Dreymi ógifta
stúlku, að hún sé méð skegg
boðar það henni giftingu.
8 VIKAN 18-tbl-