Vikan


Vikan - 30.04.1970, Qupperneq 15

Vikan - 30.04.1970, Qupperneq 15
að rústinni. Allir veggirnir voru hrundir, nema einn. Það var þunnur skilrúmsveggur um það bil í miðju húsinu. — Höfðalag- ið á rúminu mínu hafði staðið upp að þessum vegg. Múrhúð- unin á veggnum hafði víðast hvar staðizt hitann, líklega af því að hún var svo til ný. Fjöldi af fólki hafði hópazt að þessum vegg, og ýmsir virtust skoða nokkurn hluta hans mjög ítar- lega. Ég heyrði ýmis orð á stangli, svo sem „einkennilegt“ og „merkilegt“. Þetta gerði mig forvitinn, svo að ég fór nær, og nú sá ég eitthvað, sem líktist gríðarstórum ketti á múrnum. Og það var hægt að sjá, að kött- urinn var með snöru um háls- inn. Þegar ég kom auga á þessa draugamynd — annað gat það ekki verið, að minni skoðun — greip mig angist og hræðsla. En svo fór ég að hugleiða, að kött- urinn hafði verið hengdur úti í garðinum, talsverðan spöl frá húsinu. Þegar verið var að hrópa, að eldur væri í húsinu, voru margir þar í kring, og kannski hafði einhver komið auga á hengda köttinn og skorið hann niður og fleygt honum inn um opinn gluggann, eflaust til að vekja mig. Síðan höfðu vegg- irnir hrunið saman og kötturinn pressazt upp að skilrúminu og inn í múrhúðunina, sem ekki var vel þurr enn, og hitinn og amm- óníakið í hræinu svo etsað þessa mynd í kalkið. Ég gat þannig gert mér eðli- lega skýringu á þessu, en vegna þess, að ég hafði svo vonda sam- vizku, gat ég ekki gleymt mynd- inni, gat ekki losað mig við þessa draugamynd, og oft vakti hún í mér eitthvað, sem ekki var iðr- un heldur eins konar sorg yfir að hafa misst skepnuna. Á drykkjukránum, sem ég heim- sótti daglega, fór ég að svipast um eftir nýjum ketti, sem helzt átti að vera sem líkastur þeim fyrri. Eitt kvöldið sat ég í hálfgerðri vímu á sérstaklega illa þokkuð- um stað, og tók þá eftir ein- hverju svörtu, sem lá uppi á brennivíns- eða rommtunnu. Ég fór þangað og þuklaði á því og fann að þetta var köttur, mjög stór — fyllilega eins stór og Plútó og mjög líkur honum, nema að einu leyti. Á Plútó hafði hvergi verið hvítur díll, en þessi köttur var með hvítan blett, sem náði yfir nærri því alla bring- una. Þegar ég snerti við honum stóð hann undir eins upp, fór að mala, neri sér upp að hendinni á mér og sýndi greinilega, að hann var ánægður með að ég skyldi skipta mér af honum. Þarna hafði ég fundið það, sem ég leitaði að. Ég bað gestgjafann um að selja mér köttinn, en hann sagðist ekki mega selja hann. — Hann vissi ekki hver ætti hann, og hefði aldrei séð hann áður. Ég klappaði kettinum, og þeg- ar ég bjó mig til að fara heim vildi hann elta mig. Ég leyfði honum það, og við og við á leið- inni beygði ég mig til að strjúka honum. Þegar við komum heim lét hann undir eins eins og hann væri heima hjá sér. Konunni minni þótti vænt um hann frá fyrstu stundu. En ég fyrir mitt leyti fór bráð- lega að leggja fæð á köttinn. Hann varð alls ekki eins og ég hafði búizt við. Það var auðséð, að honum þótti vænt um mig, en mér gramdist það og varð leiður á honum. Þegar frá leið var ég farinn að hata hann. Ég forðaðist hann, en um leið hugs- aði ég með blygðun til míns fyrra grimmdarverks. Ég gerði honum ekki mein, en ég hugsaði til hans með sívaxandi óvild og loks hafði ég beina andstyggð á honum. Það, sem vafalaust magnaði hatur mitt til skepnunnar var uppgötvun, sem ég gerði þegar fyrsta morguninn. Þessi köttur var eineygður, eins og Plútó — en þess vegna var konan mín betri við hann. Þrátt fyrir óvild mína virtist kötturinn verða meir og meir elskur að mér. Hann var óskilj- anlega fíkinn í að elta mig. Und- ir eins og ég settist, skreið hann undir stólinn minn eða hoppaði upp á hnén á mér og neri sér upp að mér, svo að ég fylltist viðbjóði. Ef ég stóð upp og ætl- aði að fara, hljóp hann milli lappanna á mér, svo að mér lá við að hrasa, eða hann læsti klónum í fötin mín og klifraði upp á bringu mér. Þegár svo stóð á sárlangaði mig til að drepa hann. En það var gamla mis- gerðin, sem aftraði mér frá því — nei, ég játa fúslega, að ég var í rauninni hræddur við þessa skepnu. Það er erfitt að gefa skýringu á þessari hræðslu. Þegar maður situr í aftökuklefa illræðis- manns, eins og ég geri nú, get ég gjarnan játað, að hræðsla mín við köttinn stafaði meðfram af ímyndun og hugarórum. Konan mín hafði oft minnzt á hvíta blettinn, sem var eini sýnilegi munurinn á nýja kettinum og þeim dauða. Útjaðrarnir á þess- um bletti voru alltaf að breyt- ast. En loks fór bletturinn að taka á sig ákveðna mynd og líktist — að minnsta kosti í mín- um augum — einhverju óhugn- Framhald á bls. 40 i8. tbi. vikAN 15

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.