Vikan


Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 5

Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 5
fyrir rúmu ári varð ég skyndilega hrifin af strák, og er það enn (hann er í sama félagi og ég, en ekki sama skóla). En mér finnst hann hafa svo mikið á móti mér, til dæmis þegar félagið (sem við erum í) ætlar að fara eitthvað og hver á að koma með tillögu um hvert á að fara, þá gengur hann kannski á röðina og spyr, en þeg- ar hann er kominn að mér þá segir hann alltaf „þú ferð hvort eð er ekki" og spyr þessvegna næsta. Ég veit að ég er m|ög kjarklaus og hann er mjög kjark- mikill, en þetta gerir illt verra. Hann man ekki einu sinni hvað ég heiti. Hvað á ég að gera, ég er ein taugahrúga. Svo er það annað. Ég held að hann sé hrifinn af vinkonu minni (það er ekki nema von), en þau eru bæði svolítið ráðrík (nokkuð mikið) og geta bæði rifist, en það get ég ekki. Jæja, ég ætlaði að hafa bréfið eins stutt og ég gæti, en ég verð að taka allt það helzta fram. Hvernig eiga meyjan og stein- geitarmerkið saman, segðu mér svolítið frá því. Er hægf að fá eitthvað vegna kjarkleysis? Er eitt- hvað aldurstakmark hjá spákon- um? Ein kjarklaus. P.S. Hvað getur þú lesið úr skriftinni? Sú svipmynd, sem þú gefur af drengnum, sem þú hefur fest ást á, er þannig að við getum ekki ráðið þér neitt betra en að hætta að hugsa um hann. Þú segir að hann sé „mjög kjarkmikill", sem er auðvitað ágætt út af fyrir sig, ef rétt er, það er að segja ef „kjarkur" hans kemur fram í ein- hverju öðru en dónaskap 05 sær- andi framkomu, sem hann við- hefur gagnvart þér. Sumir myndu kannski afsaka þesskonar háttalag með því að benda á æsku piltsins, en okkur finnst það óþarfi; nú á tímum hafa unglingar góð tæki- færi til að þroskast snemma og gera það líka oftast, og ef þeir á annað borð hafa eitthvað um- talsvert á efstu hæðinni á dj-engj- um á þínum aldri að vera farið að lærast hvað háttvísi og nærgætni er. Kunningja þínum er hinsvegar þannig farið, að hann virðist skynja kjarkleysi þitt og er þá ekki betri drengur en það að hann not- ar sér það til að níðast á þér. Fyr- ir þessháttar peyjum er engu góðu hægt að spá, og fyrir taugar þín- ar er tvímælalaust langbezt að þú haldir þig sem lengst frá honum. Lofaðu vinkonunni bara að eiga hann, kannski hæfir þar skel kjafti. Ekki getum við ráðlagt þér neitt lyf gegn kjarkleysi, en hvernig væri að tala við sálfræðing eða félagsráðgjafa? En raunar er mest undir sjálfri þér komið, hvort þú rífur þig upp úr minnimáttar- kenndinni, sem greinilega hrjáir þig, ef til vill að ástæðulausu. Að minnsta kosti er bréfið það skikk- anlega stílað að það bendir til að þú sért enginn auli. Reyndu að gera þér grein fyrir þínum sterku hliðum og hafa þær í huga, en ekki þær veiku. Ef þú gætir þessa þegar þú berð þig saman við aðra, ætti samanburðurinn varla að þurfa að vera neikvæður fyrir þig. Hafðu hugfast að fólk upp og of- an er langt í frá nokkur ofur- menni; það þarf aldrei lengi að leita að snöggum blettum á því. Sem sagt: litil ástæða til vanmátt- arkenndar. Jómfrúm og steinbukkum geng- ur yfirleitt ágætlega að lifa og vinna saman, enda eru skapgerð- areiginleikar þeir, er merkjunum fylgja, að mörgu leyti svipaðir. Eftir því sem við bezt vitum eru engar reglur til um aldur þeirra, er til spákvenna leita; ef hér er um einhver aldurstakmörk að ræða, þá eru það trúlega spákon- urnar sjálfar, sem ákveða þau hver fyrir sig. Skriftin bendir talsvert til þess að þú sért óörugg um sjálfa big og eigir erfitt með að einbeita þér, en eins og við höfum bent á eru allir möguleikar á að það geti lagast. — Við spörum heilmikið síðan hann fór að gera við bílinn sjálf- ur, við förum nefnilega aldrei út. 5. tbi. vikan 5

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.