Vikan


Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 33

Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 33
smekkleg og furðuleg saga, sagði Lajla. — Mér fannst það sama og þér, en ég hef sterkari taugar. Komdu og seztu hérna í skuggann, vina mín. Mikaela settist á bekk í garðin- um. Hún var náföl og Lajla virti hana fyrir sér, í senn undrandi og tortryggin. Það var eitthvað leynd- ardómsfullt í sambandi við þessa stúlku. Þetta var ekki eðlilegt. Hún hafði fundið það strax, að eitt- hvað var að. Það yrði bezt fyrir hana að fá að sitja hér í ró og næði um stund og jafna sig. í sama bili kom Börje Rickard- son gangandi inn um hliðið . . . Framhald í næsta blaði. LEIKUR MEÐ AUÐLEGÐ 06 KONUR Framhald af bls. 19. kvaldi alla sem hann umgekkst með tortryggni, og ásakaði fólk um þjófnað. Hann tímdi ekki einu sinni að leita lækna, þótt heilsa hans væri alla tíð mjög aumleg, heldur leitaði hann ráða hjá skottulæknum. Aldrei sýndi hann konunum, sem þó voru ein ástríða hans, nokkra hugulsemi, hvað þá að hann sendi þeim blóm eða gjafir. Hann lét ekki eftir sig reikninga fyrir skartgripi eða ilmvötn, aðeins brostin hjörtu. Þegar Paganini var 32 ára, var hann illa farinn að heilsu og sást það greinilega á and- litssvip hans. Hann sagði: — Þótt ég hafi ekki fegurðinni fyrir að fara, þá krjúpa kon- urnar fyrir mér, þegar þær heyra tóna fiðlu minnar. Og í þeirri fullvissu óð hann áfram. Árið 1814 sá hann An- giolina Cavanna dansa vals. Hún var helmingi yngri en hann, aðeins 16 ára, undurfög- ur. Hann lofaði strax að kvæn- ast henni og tók hana með sér til Parma. Þar elskaði hann hana í fyrsta sinn í klaustur- klefa og síðan dvöldu þau í átta vikur á ódýru veitinga- húsi. Angiolina varð strax barnshafandi. Paganini sagði henni að það væri óhugsandi, hún hefði aðeins ormaveiki og hann fékk hana til að taka inn hvítt duft, sem hann hrærði út í vatni. Angoelina fékk sótt- hita og vildi ekki taka meira af lyfinu. Þá varð Paganini reiður og yfirgaf hana. Faðir Angoelinu fann haija inörgum mánuðum síðar, þá var hún komin langt á leið og betlaði fyrir viðurværi sínu. Paganini var þá á tónleika- ferðalagi, hylltur af öllum, eins og venjulega. Faðir Angoelinu ákærði hann fyrir að forfæra ■hana, svona unga að árum, fyr- ir að svíkja hjúskaparloforð og fyrir morðtilraun. Paganini lét lögfræðing sinn svara því einu til að Angoelina hefði verið hóra. Faðirinn barð- ist heiftarlega fyrir rétti dótt- ur sinnar og 6. maí 1815 var hinn heimsfrægi fiðlusnilling- ur tekinn fastur. Hann sat í fangelsi í níu daga, þá gekkst hann inn á að greiða henni nokkuð háar bætur. Paganini þekkti aldrei ástina, hann var alla tíð þræll ástriðn- anna. Þegar hann var látinn laus, ætlaði hann að svíkjast undan að greiða bæturnar, en það fór samt svo að hann var neyddur til þess. 24. júní 1815 fæddi Angoelina andvana barn. Paganini skipti sér ekkert af því. Hann sagð- ist alltaf finna sér nýja ást- mey, um leið og hann hefði yfirgefið þá síðustu. Hann hafði aldrei ást til að bera, að- eins ástríðuofsa, og þegar hann hafði satt hungur sitt, hvarf hann á brott og skildi stúlk- urnar eftir, einar og sorg- mæddar. Allar voru þær fagr- ar og allar ungar. Það var að- eins ein stúlka, sem Paganini hafði samband við í 4 ár. Hún hét Antonia Bianchi, 14 ára gömul og söng í kór í Feneyj- um. Paganini forfærði hana bak við tjöldin í leikhúsi í Fen- eyjum og yfirgaf hana með þessum orðum: „Lærið fyrst að syngja, þá skulum við sjá hvort ég læt ekki tilleiðast". Þegar Paganini hitti hina ungu Antoniu átta árum síðar, árið 1824, þá söng hún með sæmilegum árangri lítil sóló- hlutverk. Hún var mjög fögur og Paganini, sem þá var 42 ára, varð snortinn af fegurð hennar. Þótt hún hefði ekki mikla söngrödd, lét hann hana syngja á hljómleikum með sér og krafðist með frekju að hún i'æri viðurkennd. Hann bjó með henni þangað til um haustið, þá var hann að verða leiður á henni, en þá upplýsti Antonia að hún væri barnshafandi. Á þeim tímum var það mikil smán að eignast óskilgetið barn, en Antonia bar þunga sinn með svo greini- legu stolti að Paganini fór að ■hlakka til áð éignast- barn. 25. júlí 1825 fæddi Antonia soninn. Paganini kallaði hann Achille Cyrus Alexander og guðaði hann strax frá fæðingu. Ást hans á syninum var eina hreina tilfinningin í lífi þessa einkennilega mikla meistara. Hann gat haldið drengnum í örmum sér svo klukkustundum skipti, hann kom með haug af leikföngum og hirti ekki einu sinni um að losna við Anton- iu, sem hann hafði algerlega misst áhuga á, hún var þó sú sem hafði fært honum soninn. Antonia Bianchi hélt sig nú hafa Paganini í greip sinni og fór að hafa gætur á kvenna- málum hans. Áður hafði hún af hyggindum látið sem hún sæi ekki hliðarspor hans. En nú fór hún að koma af stað heiftarlegu rifrildi, sveifst einskis, braut jafnvel rándýr- ar fiðlur hans, svo hann var í vandræðum með að fá gert við þær. Hún vílaði heldur ekki fyrir sér að slá hann utan und- ir á mannamótum. Paganini þoldi þetta allt, vegna þess að honum var ljóst að drengurinn gat ekki verið án móður sinnar. ,,Ef ég missi Achille, þá er mínu eigin lífi lokið“, sagði hann. ,,Ég get ekki lifað án hans“. En það kom að því að stund- in var komin fyrir Antoniu Bi- anchi, þegar Achille var þriggja ára gamall. Árið 1828 bjó Pa- ganini með þessari litlu fjöl- skyldu sinni í Vín, þar sem hann var dáður og tilbeðinn, eins og annars staðar. Nú fannst honum Achille nógu gamall til að sjá af móð- ur sinni, svo hann sendi hana til Ítalíu, eins og ómerkilega vinnukonu. Hún vissi þó að lagalega séð heyrði sonurinn henni til og notaði sér af því, það skyldi kosta föðurinn mikla fjármuni að halda syni þeirra. Hún fékk ágóðann af einum tónleikum Paganinis, sem svar- aði hálfri milljón króna og annað eins varð hann að greiða henni, til að fá að halda synin- um, þessutan um 200 þúsund krónur í lífrentu. Paganini greiddi þetta um- yrðalaust og Antonia hvarf á brott. Nicolo Paganini ferðað- ist með soninn milli landa, sleppti aldrei af honum hend- inni. Þegar Achille var sjö ára talaði hann frönsku og þýzku, fyrir utan ítölskuna. Hann gat því verið túlkur fyrir föður sinn. Sambandið milli feðganna var ákaflega innilegt. Paganini hafði lengi verið haldinn slæmri hálsbólgu og hæsi og árið 1836 var hann svo hás að hann gat ekki gert sig skiljanlegan. Hann var þá orð- inn 55 ára og hafði eiginlega ekki samband við umheiminn, nema gegnum soninn. Það var aldrei ljóst hvort Paganini þjáðist af berklum eða syfilis. Hann gat nú ekki lengur haldið tónleika. í stað- inn fyrir að setjast að á ein- hverju landsetri, með soninn og auðæfi sín, flæktist hann frá einum stað til annars. Einu sinni fór hann frá ein- um lækni til annars í Frakk- landi, vonaði að kraftaverkið skeði og að hann fengi heils- una aftur. Þá barðist hann líka fyrir því að ættleiða soninn, sem ennþá bar nafn móður sinnar. Árið 1838 fékk Paganini svo- lítinn forsmekk af þeirri frægð, sem æ síðan hefur loðað við nafn hans, þegar Hector Ber- lioz, hið unga tónskáld, lét færa upp eitt verka Paganinis á hljómleikum. Fyrir það greiddi Paganini Berlioz sem svarar hálfri milljón króna, en það var líka eina skiptið sem Paganini var örlátur. Eftir fimm mánaða óþolandi kvalir dó Paganini, 27. maí 1840, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur, í ömurlegu her- bergi í Nizza. Hinn 15 ára sonur hans var aleinn hjá honum. Hann var einkaerfingi hinna miklu auð- æfa, en hann átti eftir að kom- ast að því að það var ekki auð- velt að vera sonur „fiðlara djöf- ulsins". Hann gat hvergi fengið hon- um legstað. í Nizza var honum neitað um pláss í kirkjugarði. 56 ár tók það hann að finna föður sínum gröf. Hann var ekki fyrr búinn að láta grafa kistuna á einum stað, fyrr en íbúar bæjar eða borgar kvört- uðu um það að eitthvað óhreint væri á ferðinni, fólkið þóttist heyra furðulegan fiðluleik á nóttunni og var ekki til friðs fyrr en kistan var fjarlægð. Þannig var kista hins látna Paganinis á stöðugu ferðalagi, fram og aftur um ftalíu, þar til að Achille gat að lokum fengið henni varanlega virðu- legan legstað í Parma. En þá var Achille Paganini orðinn of gamall til að njóta lífsins. — Sjáðu nú muninn á maga- vöðvum pabba míns og þíns! 5. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.