Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 30
Þá vantaði nýtt blóð
Trútrot I: Gunnar Jökull, Gunnar I>órðarson, Karl, Rúnar og Shady.
Trúbrot II: Gunnar, Rúnar, Jökull, Magnús.
30 VIKAN 5- tbl-
Allir sem.eitthvað fást við blaða-
mennsku þekkja þá tilfinningu að
vilja fyrir alla muni vera fyrstur
með fréttirna. Því er það oft svekj-
andi að vera blaðamaður við Vik-
una — sem er unnin allt að 7 vik-
um fram í tímann. Þetta á sérlega
við þennan þátt, því í poppheim-
inum má segja að Róm sé byggð á
einni nóttu — og það hvað eftir
annað. Þannig er ekki nema tæpur
mánuður síðan hér birtist viðtal
við Gunnar Þórðarson í Trúbrot,
þar sem hann lýsti því yfir að hann
væri hress yfir hljómsveitinni eins
og hún var þá, en maður verður að
taka með í reikninginn að það við-
tau var tekið fyrripartinn ( desm-
ber. Því segir það sig sjálft að sú
frumþróun sem nú er á lokastigi
hjá hljómsveitinni Trúbrot var ekki
hafin þegar við Gunnar ræddumst
við. En nú er ég búinn að vorkenna
sjálfum már nægilega mikið og
skal snúa mér að efninu.
Þær voru margar sögurnar sem
gengu um breytingarnar sem voru
gerðar á Trúbroti nýlega og verða
innan skamms opinberaðar fjöld-
anum í verki, því hljómsveitin kem-
ur fljótlega fram á nýjan leik, skip-
uð á sama hátt og upphaflega,
segir Gunnar Jökull,
sem er aftur
kominn í Trúbrot
ásamt Karli Sighvats-
syni. Hér láta þeir
allir í Ijós álit
sitt á ,,endurstofnun“
hljómsveitarinnar.
nema hvað að í stað Shady Owens
er kominn Magnús Kjartansson,
sem leikur á gítar og rafmagns-
píanó, en það hljóðfæri er þannig
búið að ekki þarf annað að gera
en að þrýsta á einn hnapp og þar
með hljómar þessi undramaskína
eins og harpsichord. Brezka hljóm-
sveitin Procol Harum hefur notast
við svona tæki og orgel að auki,
með mjög skemmtilegri útkomu.
En sannleikurinn í málinu er
ekki aðeins þetta. Upphaflega var
ætlun þeirra félaga í Trúbrot að
hætta algjörlega að spila saman
og átti sú ákvörðun að taka gildi
þann 20. janúar sl. En þá var, það
að þeim Magnúsi og Rún§ri datt í
hug að fá þá Karl og Jökul með í
hljómsveitina á nýjan leik, aðallega
vegna þess að „Jökull er einhvern-
veginn í betri víbrasjón við mig
en Oli," eins og Rúnar segir. I
þessu var ekkert persónulegt og
við verðum að viðurkenna að Ól-
afur hefur aldrei notið sín til fulls
í Trúbrot — miðað við það sem
hann gerði ! Óðmönnum og síðar
ÍTilveru. Þetta þýddi náttúrlega að
Ólafur varð að víkja, og sjálfur
segist hann ekki hafa haft neitt á
móti því, „Þetta var alveg bein
afleiðing af því sem hafði á undan
gengið," ségir hann. „Við vorum
búnir að hjakka í sama farinu tölu-
vert lengi og ég veit sjálfur að
möguleikar þeirra núna eru meiri."
Ég ætla sjálfur að taka mér langt
frí núna og fara að vinna eitthvað
annað. Nei, ég fer ekki aftur í
Tilveru."
Þegar þeir Karl og Jökull hættu
í Trúbrot á fyrra ári, létu þeir báð-
ir að því liggja að þeir myndu
aldrei fara í hljómsveitina aftur, og
Jökull lýsti því til dæmis yfir að
hann myndi gera allt annað en að
spila með þessum félögum sínum
á ný. Nú er af sem áður var og
báðir aðilar brosa góðlátlega þegar
þeir eru minntir á þessa staðreynd.
„Þá var hiti í málunum eins og
við var að búast," segir Gunnar
Þórðarson og Jökull bætir við:
„Það er sko langt ( frá að óhugs-