Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 18
Söngkonan Antonia
Bianchi fæddi Paganini
hans einasta son. Hann
þoldi hana í fjögur ár, þá
hrakti hann hana frá sér.
Paganini töfraði alla, líka mestu listamenn og glæsikon-
ur þeirrar aldar. Á þessari mynd má sjá frá vinstri:
Alexander Dumas, Victor Hugo, George Sand, Paganini,
Rossini, Franz Liszt og Madame d'Agoult. Paganini lét
samt ekki hafa sig í það að spila endurgjaldslaust fyrir
þetta fræga fólk, það gerði hann aðeins einu sinni.
Paganini var um skeið
elskhugi Marie-Elise
systur Napoleons, sem var
hertogafrú í Lucca og hún
greiddi honum furstaleg
laun.
LEIKUR MEÐ AUÐLEGÐ OC
taugaveiklaður, enda var hann
baðaður köldum svita í lok tón-
leikanna. Þá hneigði hann sig
snögglega fyrir áheyrendum og
strunsaði út, án þess að koma
fram aftur, hversu mikið sem
áheyrendur létu í Ijós hrifn-
ingu sína.
Þetta sjónarspil hafði þau
áhrif á Helene að hún var sem
dáleidd og lagði strax að bar-
óninum, eiginmanni sinum, að
sjá til þess að þau tryggðu sér
miða á næstu hljómleika þessa
töframanns. Með hjálp föður
síns, sem var mikils megandi
lögfræðingur, kom hún því til
leiðar að hún var kynnt fyrir
meistaranum.
Paganini hafði auga fyrir
kvenlegri fegurð og hann var
ekki lengi að komast að því að
hann þurfti lítið að hafa fyrir
að ná ástum hinnar ungu bar-
ónsfrúar. Á tveim dansleikj-
um, sem sendiherrar Austur-
ríkis og Rússlands héldu í
Frankfurt, 12. og 22. febrúar,
var það greinilegt að hann
nálgaðist barónsfrúna í ákveðn-
um tilgangi.
Helene von Feuerbach var
svo ástfangin að hún var reiðu-
búin til að gefa sig Paganini á
vald, en eiginmaður hennar,
sem strax varð afbrýðisamur,
kom í veg fyrir það, með því
að senda hana umsvifalaust til
einmanalegs landsseturs, í
grennd við Anspach.
Þaðan lét Helene ástarbréfin
dynja yfir þennan afguð sinn,
en það þótti ekki siðlegt fyrir
konu í hennar stöðu. „Hvort
sem ég er að syngja, sauma eða
tala, já, jafnvel í svefni, er ég
hjá yður“, skrifaði hún, „en
þér hikið stöðugt við að gera
mig hamingjusama'*.
Paganini, sem þá var fyrir
löngu búinn að festa augun á
annarri fegurðardís, svaraði
ekki einu sinni bréfum henn-
ar, sem voru tuttugu talsins.
Að lokum gerði Helene
meistaranum síðasta tilboðið:
„Nicolo, að flýja ástina er að
flýja lífið“. 17. ágúst 1830 gat
Paganini loksins gefið sér tíma
milli tveggja hljómleika.
Dulbúinn í víða, svarta loð-
kápu, sem undirstrikaði drauga-
lega framkomu hans, fór hann
sem „arkitekt Prússakonungs"
til Anspach og hitti hina ást-
sjúku Helene á gistihúsi.
Þrjá daga og þrjár nætur
hélt hann hinum mjúka lík-
ama hennar í beinaberum örm-
um sínum, faldi innfallnar var-
irnar í gullnu hárinu og naut
ástríðu hennar. Síðan hvarf
hann á brott.
Nicolo Paganini skipti sér al-
drei meira af þessari ástmey
sinni, hann skrifaði henni ekki
einu sinni bréf að skilnaði. Hún
skildi við mann sinn í nóvem-
ber árið 1830, til þess að fylgja
Paganini eftir, en það bar eng-
an árangur, hún uppskar ekk-
ert annað en biturleikann, sem
fylgdi henni það sem eftir var
ævinnar.
Hvaðan kom hann, þessi djöf-
ull í mannsmynd, þessi sam-
vizkulausi maður, sem töfraði
állan heiminn með tónum sín-
um og táldró ungar stúlkur í
tugatali?
Antonio faðir hans var smá-
kaupmaður við höfnina í Gen-
ua og Teresa móðir hans venju-
leg ítölsk kona, sem hvorki
kunni að lesa eða skrifa, tákn-
ræn ítölsk móðir, sem leit á
börnin sín sem dýrlinga.
Nicolo Paganini fæddist 27.
apríl 1782 í Genua, við götu
svörtu kattanna númer 38.
Þetta heimilisfang og nafn
hans — Paganini —, sem þýð-
ir „litli heiðingi", varð til þess
síðar að það orð komst á að
djöfullinn sjálfur hefði léð Pa-
ganini snillina.
Æskuheimili hans var fátæk-
legt, Paganini fékk mislinga og
skarlatssótt og upp úr því
slæma lungnabólgu og var
heilsulaus upp frá því.
Nicolo Paganini var afbrigði-
legt barn. Klukknahljómur
kom honum alltaf til að gráta,
hann fékk skjálfta, þegar hann
heyrði kirkjutónlist og hann
varð taugaóstyrkur, ef hann
heyrði einhvern syngja falskt.
Það kom fyrir að hann fékk
krampaflog.
Þegar hann var átta ára spil-
aði hann vel á fiðlu, samdi litla
sónötu og þegar hann kom
fram í kirkju einni í Genua,
var hann ákaft hylltur. Og
þannig varð það allt hans líf.
Honum var jafn ákaft fagnað á
öllum tónleikum hans, þar
varð aldrei lát á.
Enginn vissi að hann allt frá
tuttugusta aldursári sínu, æfði
sig tólf stundir á dag, svo það
var líka tækni, samfara snilli-
gáfunni, sem færði honum þá
frægð sem raun varð á.
Maður getur eiginlega ímynd-
að sér að Paganini hafi verið
vandræðabarn, hálfgerður um-
skiptingur, sem kastaði sér út
í drykkjusvall eftir tónleika
sína, stundaði spilavíti og
vændishús og forfærði ungar
stúlkur.
Fyrsta fórnardýr hans var
Eleonora Quilici, 13 ára gömul
dóttir heiðarlegs klæðskera,
sem Paganini leigði hjá um
þær mundir. Paganini sá hana,
girntist hana, tók hana og yf-
irgaf hana. Það varð síðar hátt-
ur hans gagnvart konum, sem
voru svo ógæfusamar að verða
á vegi hans.
Fastan bústað átti hann al-
drei. Hann þaut frá einum tón-
leikum til annarra, frá einum
sigri til annars. Frá 20. til 23.
aldursárs er ekki gott að rekja
spor hans. Það gerði það að
verkum að upp kom sá kvitt-
18 VIKAN s- tw.