Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 27
Á opnunni hér aS framan talar Sigurgeir
Sigurjónsson um svokölluS „reportage“ eSa
myndaseríur, og til nánari glöggvunar birtum viS eina
slíka seríu hér á þessari opnu. Þessi sería
var frjálst verkefni og hefur Sigurgeir nefnt hana
„Á leiS í skólann“, en eins og nafniS
bendir til var hún tekin á leiS hans frá heimili sínu í
Stokkhólmi og til skólans, þar sem hann er
vS nám. Undir myndunum eru skýringar
Sigurgeirs viS myndirnar og er nauSsynlegt aS
þær séu skoSaSar í réttri röS.
A LEIÐ I
SKÓLANN
O Á hverjum morgni held ég heiman frá mér, að Narvavágen 1.
0 Beint fyrir utan húsið stoppar strætisvagn númer 47, og með honum fer ég . . .
© . . . niður á T-centralen, en það er aðalmiðstöð neðanjarðarjárnbrautanna í Stokkhólmi.
© Með lestinni fer ég út á Slussen, og þar er ég vanur að taka vagn númer 46, en þar sem svo margir voru að bíða
eftir honum í þetta sinn ákvað ég að ganga.
© Ég var ekki búinn að ganga langt þegar ég hitti Erik, skólabróður minn, og við ákváðum að verða samferða.
© í hvert skipti sem ég hef keyrt framhjá þessu húsi hef ég heillazt af því en aldrei haft tækifæri til að mynda
það. í þetta skipti var því ekkert til fyrirstöðu.
O Og þá erum við komnir í Klippgatan, en skólinn er í húsinu numer 19, og ber í fólkið sem er á leið yfir götuna.
© í næsta húsi við skólann er þessi krambúð, og það er fastur liður hjá okkur að koma þar við og fá okkur kók.
O Þó það sé ekki mjög greinilegt, þá er þessi mynd ákaflega táknræn fyrir skólann, því þetta lijól er búið að standa
þarna á sama stað, beint fyrir framan dyrnar, frá því að skólinn hófst í haust. Það hefur aldrei verið snert, og er
orðið okkur nemendunum eins konar heilagt tákn.