Vikan


Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 23

Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 23
Eina skeió fyrir mömmu,- eina skeió fyrir pabba... BarniS borðar „ekkert“, segir mamma. Það verður að borða eitthvað sem hefur næringargildi, eins og lifur og styrkjandi súpur, en ekki kökur og snarl... við og börnin okkar ekki að borða vegna þess að það sé svangt eða vilji borða matinn sinn, heldur vegna þess að mamma skipar svo fyrir. Ef barnið er á þrjózkuskeiði notar það þetta sem ástæðu fyrir þrjózku sinni... Mörg börn eru svo tauga- spennt við máltíðir að þau vilja ekki borða, þótt þau séu svöng. En nokkru eftir að tekið er af borðinu, fer sulturinn að gera vart við sig og þá vilja þau fá brauðsneið eða eitthvað annað. Börn á dagheimilum borða ýfirleitt betur en þau sem eru heima allan daginn, því að á barnaheimilum er enginn sem bíður í spenningi eftir því að þau borði. Og hugsið ykkur hve eftirmaturinn á þeim stöðum rennur ljúflega niður. Það er ekki vegna þess að það eru alla jafna sætir grautar, heldur vegna þess að það er enginn að bíða eftir að þau borði hann. BÖRN VITA SJÁLF HVE MIKIÐ ÞAU ÞURFA AÐ BORÐA Foreldrar eiga að ákveða hvað og hvenær börnin borða, en barnið sjálft á að ákveða hve mikið, segja barnalæknar. Það er börnum meðfætt að vita hvenær þau hafa fengið nóg. Venjulega er allt í lagi með þyngd og hæð barnsins sem þrjózkast við að borða. Móðir sem vill að barnið borði næringarríkan mat, ætti að temja sér fyrst og fremst að framkalla löngun barnsins til að borða, rejma að koma ekki af stað leiðindum í upphafi máltíðar og að skamma ekki litla klaufalega barnið sem get- ur ekki að því gert að það sullar niður matnum. Það má ekki hóta barninu og ekki heldur hæla því fyrir að borða upp matinn sinn, fjar- lægja leifar, eins og ekkert sé, en um fram allt að hafa ró, slappa af. Mörg börn vilja ekki sósur eða annað sem klístrast saman. Þau vilja heldur þurra bita, sem þau svo géta hrúgað upp eftir eigin vild. Ef þau vilja eitthvað sérstakt, eins og t.d. grauta, þá er sjálfsagt að láta þau hafa það um hríð og bæta við þau vítamíngjöfum. En for- eldrar mega ekki ganga lengi með einhverja angist út af því að barnið sé vannært, það er alltaf hægt að fá ráðleggingar um mataræði barna hjá barna- verndarstöðvum og barnalækn- um, sem láta þá gefa þeim ein- hverja lyfjagjöf ef þörf krefur. VENJULEGAR ORSAKIR LYSTARLEYSIS Barnið hefur ekki vanizt matarbreytingunni, frá ung- barnafæði til fæðis þess, sem fullorðnir hafa. Það þarf að fikra sig hægt áfram við -þá breytingu. Stundum vill barn- ið alls ekki þann mat, sem sett- ur er fyrir það, þá er eina leið- in að fjarlægja matinn. Lítil börn eru oft lystarlaus ef þau fá illt í hálsinn eða stíflu í nef af kvefi. Þá daga vill barnið helzt drekka. Það gerir ekkert til. 6 dl af mjólk eða súrmjólk er nægilegt til að það fái nógar hitaeiningar. Nokkr- ar skeiðar af ávaxtasafa ættu að vera nóg vítamíngjöf. Börn sem sýna langvarandi lystarleysi þarf að athuga. Það geta verið kirtlar, til dæmis í nefi, sem orsaka lystarleysið. Lystarleysi getur líka verið vegna þess að barnið er ekki í jafnvægi af einhverjum ástæð- um. Það getur stafað af of lítilli útivist, hreyfingaleysi, eirjum milli systkina eða leikfélaga. GRÆNMETI, SVEI! Mjög mörg börn vilja ekki grænmeti. Ef fjölskyldan borð- ar ekki grænmeti, þá er það ekki undarlegt. En ef grænmeti er daglega á borðum og barnið vill það ekki.... Það getur líka verið að það sé raunverulega ekki rétt? Borði barnið tómat og gúrku, þá er það nokkuð. Svo fer það kannski að næla sér í svolitla ræmu af hvítkáli, — ef það er við hendina. Yfirleitt vilja börnin heldur hrátt grænmeti. Ef það tínir eitthvað til daglega, þá er það nægilegt, segir Anna Nordlund. Hve lengi eiga börnin að fá að haga sér þannig? Svarið er einfaldlega: þangað til þau hætta því. Og hvað vítamínum viðvíkur, þá eru þau í ávöxtum, ávaxta- safa og grænmetissúpum. Það getur verið að barnið hafi lyst á því. Það er sagt að börnin venjist þeim mat sem þau fá, og líklega er töluvert rétt í því. BARNIÐ ERFIR OKKAR EIGIN MATARVENJUR Það kemur í ljós æ oftar að okkar eigin matarvenjur eru síður en svo hollar. Við borðum of feitan mat, of sætan og hreyfum okkur ekki nógu mik- ið. Við hlöðum undir krans- æðasjúkdóma, gallsjúkdóma, offitu, liða- og beinasjúkdóma. Börnin fara ekki varhluta af þessum venjum. Þegar barnið hefir hætt við næringarríkan barnamat og fer að borða fæðu fullorðinna, þá er það kannski á hraðri leið með að næla sér í einhverja velferðarkrömina. Rannsóknir, sem gerðar voru í Svíþjóð fyrir tveim árum, leiddu í ljós að þriggja ára börn fengu jafnmikla fitu og full- orðið fólk. Flest börn fá of lít- ið járn. Blóðleysi af járnskorti er venjulegasti vöntunarsjúk- dómurinn, sem kemur fram á fullorðinsárum, en hefir orðið til á barnsárum. Læknir einn í Lundi lét hafa eftir sér að það væri staðreynd að æðasjúk- Framhald á bls. 40 5. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.