Vikan


Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 36

Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 36
LEIÐIR AF SJÁLFU SÉR AÐ. . Framhald af bls. 24. Hvaða skóli er þetta nákvæm- lega og hvernig er starfsemi hans háttað?“ „Hann heitir Fotoskolen, Kursverksamheden vid Stock- holms Universiti, og er við Klippgatan 19 í Stokkhólmi. — Þetta er þriggja ára skóli og til að komast inn verður maður að taka sérstakt inntökupróf. Ég fór út í maí (1970) og þann fyrsta júní hófst þetta inntöku- próf, sem stóð í um það bil þrjár vikur. Við vorum rúm- lega hundrað sem sóttum um inngöngu en aðeins tæpur helmingur af þeim komust inn. Síðan hófst skólinn aftur þann fyrsta september og á að standa fram á vor. Ég hef ekki enn gert það upp við mig hvort ég á að halda áfram eftir þetta eina ár, en hef hug á að vinna úti eftir að ég hætti námi. Skólavikunni er t. d. skipt niður á þennan hátt: Á mánu- dögum fáum við verkefni, gjarnan einhvers konar „re- portage" og sýnum það sem við höfum verið að vinna 1 vikunni á undan. Þá sýnir einn í einu og hinir gera sínar at- hugasemdir við að vild. Á þriðjudögum lærum við ýmiss konar tekník; á miðvikudögum erum við í ljósmyndasögu og lærum að „analysera“ myndir frægra Ijósmyndara — svo og okkar eigin; á fimmtudögum eigum við frí til að vinna að okkar eigin verkefnum og á föstudögum lærum við meiri tekník. Einu sinni í mánuði leikum við svo dagblað, og vinnum það algjörlega á ein- um degi. Það er að sjálfsögðu eingöngu myndir, svo gerum við ráð fyrir textanum í út- litsteikningunum. Ástæðan fyr- ir þessum dagblaðaleik er sú, að þetta er í rauninni blaða- ljósmyndaraskóli, og öll áherzla er lögð á að gera okkur færa um að vinna sjálfstætt og að segja frá í myndum. Við erum iðulega sendir út til að mynda alls konar fólk, bakara, rak- ara, sótara og svo framvegis, og þá er lögð ákaflega mikil áherzla á að við þekkjum ekki fólkið sem við myndum.“ „Gætirðu nefnt dæmi um svona „reportage" sem þú hef- ur gert?“ „Jú, ég ákvað til dæmis í fé- lagi við annan nemanda, að 36 VIKAN s. tbi. taka fyrir dagblað, hvernig það verður til, og varð Aftonblad- et fyrir valinu. Við vorum þar í þrjá daga og mynduðum, allt í lit, alveg frá því að frétt varð til og þangað til blaðið var keyrt út á útsölustaðina. í sambandi við þessa vinnu við Aftonbladet lenti ég í hálf- gerðu ævintýri, sem ég hefði gaman af að segja frá. Skömmu fyrir dauða sinn, hélt Jimi Hendrix hljómleika í Stokk- hólmi og var ég þar að mynda (þær myndir birtust svo í VIKUNNI). Síðan seldi ég nokkrar myndanna í sænskt Ijósmyndablað og birtust þær í blaðinu um nákvæmlega sama leyti og Hendrix lézt. Á þessum myndum var Hendrix með sænskri stúlku sem hann hafði átt barn með og um tíma var haldið að barnið sem var með honum á myndunum væri það barn, þannig að þegar ég kom á Aftonbladet einn dag- inn var ég þegar kallaður inn á ritstjórn og spurður hvort ég vildi selja þeim þessar mynd- ir, en þá höfðu þeir séð blað- ið og komizt í samband við stúlkuna. Þá var hún að reyna að sanna að Hendrix væri barnsfaðir sinn og voru mynd- irnar mikilvægt sönnunargagn í því máli. En þegar farið var að athuga málið betur kom í liós, að það var ekki sonur Hendrix sem var með á mynd- unum, en stúlkan var þar, og eru þetta einu myndirnar sem til eru af þeim saman. Alla- vega verða þessar myndir eitt- hvað notaðar við rannsókn þessa máls, en eftir því sem stúlkan segir, þá eru það ekki peningarnir sem hún er að sækjast eftir, um 34 milljónir íslenzkar, heldur viðurkenning á því, að barn hennar sé barn hans líka“. „Og þú hefur verið að vinna fyrir Aftonbladet eitthvað meira, í framhaldi af þessu, ekki satt?“ „Jú, þeir komu að máli við okkur tvo sem vorum að vinna þarna að þessu verkefni okk- ar, og báðu okkur um að taka að okkur fyrir sig það verk- efni að mynda heimilis- og umkomulausa unglinga á stræt- um Stokkhólmsborgar. Þetta eru aðallega krakkar sem hafa komið einhvers staðar utan af landa og eru atvinnu-, heim- ilis- og peningalausir að þvæl- ast um neðanjarðargöngin, þar sem lestirnar (tunnelbanan) fara um. Langflestir af þessum krökkum eru hættulega langt komnir í eiturlyfjaneyzlu og til að segja alveg eins og er þá er þetta vandamál svo gífur- legt að enginn veit hvað á að gera. Nú, við erum að þessu á nóttinni við og við, og mynd- um þessa krakka þar sem þeir safnast saman eða reyna að sofa, en þeim stöðum sem þeir notuðu áður fyrir samkomu- staði hefur verið lokað. Og það var ekki fyrr en ég fór að vinna að þessu verk- efni, að ég gerði mér grein fyr- ir því hvað sú fullyrðing að hass sé ekki vanabindandi, er röng. Þessir krakkar nota ekki annað en hass, en þeir eru sokknir svo djúpt, að þeir tíma alls ekki að gefa félögum sín- um svo mikið sem einn ,,smók“, en venjan er yfirleitt sú, að pípan gengur á milli og allir eiga jafnt í því sem ein- hverjum einum hefur tekizt að útvega sér. Ég man sérstaklega eftir einum dreng, á að gizka 15 ára gömlum, sem hafði ekki reykt hass í nokkra daga. Hann var orðinn svo lang-„hungrað- 'ur“, að þegar hann loks náði sér í smáköggul forðaði hann sér út í horn og reykti þar og harðneitaði að gefa félögum sínum; hann þurfti allt sjálf- ur.“ „En til hvers er verið að mynda þessa krakka? Á að nota þetta til að slá upp í æsi- fregnum?" „Nei, allt slíkt er búið í Sví- þjóð. Nú er alvaran tekin við. Þessar myndir á að vísu að nota til birtingar, en Afton- bladet er að gera nákvæma könnun á aðstæðum þessara unglinga og reynir um leið að grafast fyrir orsakir þessa vandamáls, sem er vissulega djúpstæðara en það að þetta séu bara letingjar sem ekki nenna að vinna og vilji bara vera í dópi. Sjálf hafa þau reynt að skipulgegja eitthvert samstarf við barnaverndar- nefndina í Stokkhólmi, en þar er, eins og víðar, einungis full- orðið fólk með allt aðra yfir- sýn en krakkarnir sjálfir. En það er verið að gera ákaflega mikilð til að leysa þetta vanda- mál og allir virðast vilja leggj- ast á eitt.“ „Og ef við snúum okkur þá aðeins að ljósmvnduninni í lok- in; telur þú heppilegt að ís- lenzkir ljósmyndarar leiti er- lendis til náms?“ „Svo sannarlega, því hér vantar menn á öðrum sviðum ljósmyndunar en þegar er nóg af. Og á meðan hér er lítið annað kennt en passaljós- myndun tel ég það alveg út í hött, að menn ætli sér að kalla sig ljósmyndara eftir fjögurra ára nám á barna- og f jölskyldu- ljósmyndastofu. Þá segir það sína sögu — ófagra — að ljós- myndun hér skuli vera iðn- skólanám. Sjálfur lærði ég hjá Óla Páli Kristjánssyni og tel mig hafa haft mjög mikil not af þeirri þekkingu í núverandi námi. En nú hefur mér skilizt að eigendur ljósmyndastofa hér séu svo til hættir að taka lær- linga, þannig að það leiðir af sjálfu sér, að menn leiti þekk- ingar erlendis.“ ó. vald. GULLNI PARDUSINN Framhald af bsl. 29. og hún sér í anda London, sem einhverja ævintýraborg. Ég væri yður þakklátur, ef þér gætuð komið henni í skilning um að þar væri ekki allt gull sem glóir. — Ef ég gæti með því greitt eitthvað af þakkarskuld minni við yður, þá vildi ég það gjarn- an, svaraði Jocelyn brosandi. — Hamingjan ein veit að líf- ið þar hefur lítið með veruleik- ann að gera. Trúið mér, Bran- don skipstjóri, ég þekki af eig- in raun lygarnar og undirferl- ið við hirðina. Þegar ég hef unnið ástina mína, þá flýti ég mér með hana til Sussex, hún skal keki þurfa að búa í Lon- don. — Reynið að koma Damaris í skilning um þetta, þá stend ég í eilífri þakkarskuld við yð- ur, sagði Kit og lyfti glasi sínu. Skál fyrir góðum árangri af bónorðsför yðar, Sir Jocelyn! Wade hneigði sig í þakklæt- isskyni en hann var eitthvað hugsandi á svipinn, og allt í einu varð hann opinskár og greindi frá orsökinni fyrir því að hann var svo efablandinn. — Ég yrði töluvert rólegri ef ég vissi að orðrómurinn, sem systir yðar talaði um, væri á rökum reistur, sagði hann, skuggalegur á svip. — Það er mjög sennilegt, en það getur líka verið að ýmislegt ósann- gjarnt hafi verið sagt um mig við gamla manninn. Hafi hann frétt að ég sé glaumgosi, getur verið að hann haldi að ég setli aðeins að leika mér að dóttur hans. — Eruð þér það þá? spurði Kit með glettnisbrosi. Sir Jocelyn yppti öxlum. — Vinur sæll, ég hef verið mjög handgenginn konunginum, það

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.