Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 48
málshátturinn
• Sá er ekki ólánsmað-
ur, sem enginn hefur ólán
af.
<_________________)
Kate Elder í nýjum búningi
Sterkir menn, sem gátu stað-
ið andspænis byssukjöftum og
handleikið byssur, hefðu flog-
ið til himna við að sjá konu í
líkingu við Fay Dunaway. Og
hverjum dytti í hug að leggja
þeim það til lasts? Hún er há-
vaxin og ljóshærð, með dreym-
andi, brún augu og svipurinn
ber vott um kæruleysislega
viðkvæmni. Hún er auðvitað
bezt þekkt sem Bonnie Park-
er í „Bonnie og Clyde“. En nú
hverfur hún eiginlega lengra í
vestur í nýju kvikmyndinni,
sem kölluð er „Doc“.
Hún leikur hina goðsagna-
kenndu Kate Elder, sem var,
til að segja það kurteislega,
greiðvikin kona, á þeim dögum
þegar vestrið var í raun og veru
„Villta vestrið“.
Ungfrú Elder var vön að
hrósa sér af því að hún gæti
tekið á móti þrjátíu karlmönn-
um sömu nóttina, staðhæfing
sem hefur verið dregin í efa.
Hin raunverulega Kate Eld-
er var kölluð „Nefstóra Kate“,
en það uppnefni passar ekki
við Fay Dunaway. En hún
lagði sér til gulltönn, eins og
sagt var að Kate hefði komið
sér upp, til að tæla karlmenn-
ina. Kate Elder var ein af
frumherjum hinna frelsisunn-
andi manna í fremstu víglínu;
hún barðist, drakk og bölvaði,
en það var sagt að hún gæti
haldið sjálfri sér hreinni, jafn-
vel í hópi verstu ribbaldanna.
Fay Dunaway er nú nokkuð
fíngerð í svona hlutverk, en
hún ku gera því góð skil og
hikar ekki við að drekka viský
af stút, til að gera leikinn raun-
verulegri.
Þekktur amerískur klæða-
meistari hefur teiknað alla
búninga, sem eru mjög góð
eftirlíking af fatnaði þeirra
tíma, allt frá fisléttum nátt-
kjólum, sem Kate var í þegar
hún töfraði vini sína og ferða-
fötunum úr gráu sevjoti, sem
hún var í í svaðilförum sinum,
en þá bar hún líka barðastór-
an hatt, sem verndaði við-
kvæmt hörund hennar fyrir
brennandi sólinni.
Kvikmyndin er ekki tekin í
Villta vestrinu, heldur hefur,
af fjárhagsástæðum, Omstone
City verið byggð upp í Alme-
ria, einu hrjóstrugasta horni
Spánar.
mmmm
geturðu botnað?
Nokkru færri botnar bárust við
öðrum fyrripartinum, sem við
sendum út, enda bauð hann ekki
upp á jafn mikla möguleika og
sá fyrsti. Arangurinn varð nokkuð
einhæfur og teljum við ekki
ástæðu til að veita neinum ein-
stökum viðurkenningu. En hér é
eftir fara sýnishorn af framleiðsl-
unni.
Fyrriparturinn hljóðaði svo:
Sumir byrja sérhvert ár
soldið utangátta.
Sjálfur fæ mér soldið tár
og síðan fer að hátta.
Brynjólfur Wíum,
Njálsgötu 59, Reykjavík.
Fíflast þá og draga dár,
dilla sér og þrátta.
Guðmundur Sveinbjörnsson,
Heimavist M.A.
Er þeir hafa teygað tár
tólf þúsund og átta.
Er þeir hafa teygað tár
frá tólf til klukkan átta.
Er þeir hafa teygað tár
eins og teiknismiður Ragnar Lár.
Ragnar Lár.
Aðrir fá sér agnar tár,
áður en þeir hátta.
Agúst Guðbrandsson,
Miklubraut 16, Reykjavík.
Doldið hafa drukkið tár,
dregið hafa að nátta
Fella höfug friðartár,
fara svo að þrátta.
Gemsi.
(Gemsi vill ekki láta nafn síns
getið og sendi af því tilefni svo-
hljóðandi vísu:
Nafnið ekki nefna vil,
nefnilega feiminn,
heldur vildi hérumbil
hendast út í geiminn.)
Utvarpsvölvu verða spár
villa Jökuls þátta.
Jóhannes Harðarson,
Geitlandi 4, Rvík.
Hafa kannski tekið tár
og tæpast viljað hátta.
Rafn Jónsson,
Hólmum, Eyjaf.
Ætli þeim liði ekki skár,
ef þeir færu að hátta?
Enginn 14, Ak.
Gleðja sig við gullið tár,
en gráta á milli þátta.
Lofa þó að lifa skár
og leita allra sátta.
Ingimundur á Svanshóli.
Laumast til að lepja tár
og lifna við að hátta.
Njarðvíkur-Sokka.
LEIDRÉTTING
Þau leiðu mistök urðu í þættin-
um Myndasafn Vikunnar í síðasta
blaði, að bréfritari taldi Halldór
Júlíusson, fyrrverandi sýslumann,
látinn. En hann er bráðlifandi, 93
ára gamall. Biðjumst við mikillega
velvirðingar á þessum misskiln-
ingi.
hvenær
var Island hernumið?
hver
samdi skáldsöguna ,,Ef sverð þitt
er stutt"?
hvar
er borgin Albany?
48 VIKAN 5- tw.