Vikan


Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 4

Vikan - 04.02.1971, Blaðsíða 4
f fyrsta sinn á íslandi: STRING HILLUSAMSTÆÐURNAR sem fóru eins og eldur í sinu og slógu í gegn í flestum Evrópulöndum á síSustu árum Einfalt, nútímalegt, ódýrt og splunkunýtt pósturinn Hollies Kæri Póstur! Hvað heita strákarnir í brezku hljómsveitinni HOLUES, hvað eru þeir gamlir, hvar eiga þeir heima, hver stofnaði hljómsveitina og hve- nær komu þeir til Islands? Elsku Póstur minn, svaraðu mér nú fljótt, því ég veðjaði við eina vinkonu mína um þetta. Þ.B. Hollies skipa þeir Allan Clarke, söngvari, Tony Hicks, aðalgítar- leikari, Terry Sylvester, rythma- gítarleikari, Bobby Elliott, trommu- leikari og Ben Calvart, bassaleik- ari. Þeir eru á aldrinum 22—29 ára, og komu til íslands árið 1965. Það voru þeir Tony Hicks og Gra- ham Nash sem stofnuðu hljóm- sveitina, en Graham er nú í hljóm- sveitinni Crosby, Stills, Nash & Young. Þú gætir athugað þetta heimilisfang: The Hollies c/o Robin Britten 1 Wyndham Mews Upper Montague Street, London W 1, England. Ferlega loðin Kæri Póstur! Nú ætla ég að biðja þig um gott ráð. Það er þannig mál með vexti, að ég er svo ferlega loðin á efri vörinni, og ég er alveg i rusli út af þessu. Eg er með svo mikla minnimáttarkennd út af þessu. Ég er fimmtán ára og er að byrja að vera með strákum, og mér finnst þeir horfa svo mikið á efri vörina á mér (þetta er ekkert fyndið!). Það er kannski bara hugarfóstur mitt. Sem sagt langar mig til að biðja þig um gott ráð, án allra útúrsnúninga. Ein skeggjuð. E.S. Hvernig er skriftin og hvað lestu úr henni? Fúsi flakkari Kæri Póstur! Þakka þér fyrir allt gott í Vik- unni. Við erum hérna tvö systkin sem erum að rífast um það hver það sé sem leikur Fúsa flakkara \ sjónvarpinu. Bróðir minn segir að það sé Árni Johnsen, en ég segi að það sé Hörður Torfason. Kæri Póstur, viltu leysa úr þessu fyrir mig sem allra fyrst. Með þökk fyrir. S.K. Okkur er fortalið af kunnugum að rödd Fúsa flakkara leggi til hvorugur þessara sem þú nefn- ir, heldur Jón Gunnarsson, leikari. i Páfagaukar Kæri Póstur! Ég les alltaf Vikuna, ég hef aldrei skrifað þér áður, en nú ætla ég að skrifa þér. Ég á páfa- gauka og langar að vita eitthvað um þá, því að það er alltaf eitt- hvað að koma fyrir þá. Getur þú sagt mér hvort það sé til íslenzk bók um páfagauka? Ég vona að þú birtir bréfið og gefir mér góð- ar upplýsingar. Ein tólf ára P.S. Hvernig passa saman tví- burarnir og meyjarmerkið og tví- burarnir og vogarmerkið? Ekki vitum við til þess að til sé á íslenzku nein bók um páfagauka sérstaklega, en eitthvað er minnst á þá í kennslubókum í dýrafræði. Hinsvegar er ólíklegt að þú finnir þar nokkur ráð við þvi, sem geng- ur að páfagaukunum þínum. Reyn- andi væri að leita til dýralæknis. Samkomulag tvíbura og jóm- frúr verður sjaldan mjög gott, til þess eru tviburarnir of örir og kvikir en jómfrúin of jarðbundin. Tvíburar og vog eiga hinsvegar prýðilega saman. Þau eru fljót að kynnast hvort öðru, hafa svipaðan smekk og eru ákjósanlegir lifs- förunautar fyrir hvort annað. HUS oq SKTP á horni Nóatúns og Hátúns Sími 21830 _______________________y Háreyðandi lyf eru til og fást í lyfjabúðum og snyrtivöruverzl- unum. Þú gætir prófað þau, það er að segja ef þetta er ekki „bara hugarfóstur þitt", eins og þú sjálf virðist annars hafa hálfgerðan grun um. Skriftin er heldur lagleg, en dálítið óregluleg, og bendir til að þú hafir listrænar tilhneigingar. Hann man ekki einu sinni hvað ég heiti Kæri Póstur! Ég skrifa þér eins og margar stelpur á mínum aldri (fimmtán ára) vegna stráks, sem ég er hrif- in af. Svoleiðis er mál með vexti að 4 VIKAN 5 ‘b>

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.