Vikan - 26.08.1971, Blaðsíða 4
RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla.
- ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim-
keyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
Þér sparið með áskrift
SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320
P0STURIÍ9N
Ekkert þýðir
Kæri Póstur!
Við erum tvær systur, sem er-
um í vanda staddar, við erum
fimmtán og sextán ára, okkur
kemur mjög vel saman. Við er-
um hrifnar af strákum sem eru
sextán og seytján ára. Við er-
um báðar búnar að senda í Lög
unga fólksins og líka að skrifa
þeim bréf og hringja til þeirra
og ekkert þýðir. Þeir rífast við
okkur út af þessu og eru nú
farnir að vera feimnir (við höld-
um það). Þeir eru góðir vinir og
alltaf saman þegar við sjáum þá.
Við hugsum mjög mikið um þá,
við förum út á kvöldin bara til
þess að sjá þá. Kæri Póstur,
gefðu okkur gott ráð og enga
útúrsnúninga.
Hrefna og Björk.
P.S. Hvernig er skriftin og hvað
lestu úr skriftinni?
... -
\r~-----------^ ------
Málið virðist ofur einfalt, sem
sagt þannig að strákarnir hafa
engan áhuga á ykkur. Og þar
sem Pósturinn er ekki svo fjöl-
kunnugur að hann ráði yfir ást-
ardrykkjum og álíka torfengnum
lyfjum, verðið þið vist að sætta
ykkur við blákaldan veruleik-
ann. Auðvitað sakar ekki fyrir
ykkur að halda áfram að eltast
við strákana, ef þið nennið, það
er aldrei að vita nema einhver
hending leiði til þess að þeir
biti á. En gæti nú ekki hugsazt
að áhugi ykkar á þeim hefði
vaxið talsvert í hlutfalli við
tregðu þeirra?
Skriftin er mjög hreinleg og
regluleg, bendir á dugnað og
snyrtimennsku.
Eftir hvern?
Eftirfarandi vísur, sem að sögn
eru frá nokkuð gamalli tíð,
sendi okkur kona nokkur, og er
henni forvitni á að vita eftir
hvern þær séu. Því miður erum
við engu fróðari en sendandi
um það mál, en ef einhver skyldi
vita hver höfundurinn er, þá
verður hann kannski svo góður
að láta Póstinn vita af því. Og
hér koma þá vísurnar:
Þegar ég síðast fell að foldu,
fljóðið ég bið, þú heyrir það,
lagður er andað lík í moldu,
leiðinu mínu kom þú að.
Eins ef ég gisti sæng í sænum,
síðasta bænin er til þín,
hönd þína fulla af grösum
grænum,
gef þú djúpinu vegna mín.
Fær ekki
fullnægingu
Kæri Póstur!
Þakka þér fyrir allt gamalt og
gott. Þar sem þú virðist aldrei
verða þurrausinn af ráðlegging-
um, ætla ég að leita til þín með
vandamál mitt, sem er að mín-
um dómi anzi stórt. Ég hef ver-
ið trúlofuð strák í meira en hálft
annað ár. Við höfum „lifað"
saman í eitt ár og þrjá mánuði,
og elskum innilega hvort ann-
að, en það er eitt, sem er að
eyðileggja þessa ást okkar: ég
fæ aldrei fullnægingu (kynferð-
islega). Ég er tæplega nítján
ára og ætti því að vera nógu
þroskuð bæði andlega og lík-
amlega til þess. Fyrir tæpu ári
var unnusti minn farinn að hafa
þungar áhyggjur út af þessu, og
vildi ' að við færum bæði til
læknis, en þar sem allt var í
lagi með hann og ég kom mér
ekki til læknis, ákvað ég að lát-
ast fá fullnægingu — og það
gerf ég enn. Samfarir okkar
standa alveg eðlilega lengi, og
„forleikurinn" eins lengi og
hægt er. Er ég eitthvað skrýtin?
Er ég náttúrulaus? Ég hef einu
sinni viðhaft sjálfsfróun og
fékk þá fullnægingu og líka
einu sinni með unnusta mínum
án samfara. Elsku Póstur, hjálp-
aðu mér! A ég að fara til lækn-
is? Svaraðu eins fljótt og mögu-
legt er.
Ein í vandræðum.
P.S. Hvernig er skriftin og staf-
setningin?
Þú skalt fyrir alla muni ekki láta
dragast aS fara til læknis. Okk-
ur skilst á bréfinu að unnusti
þinn hafi þegar gert þa'ð, og þú
ættir að fara aS dæmi hans. Ef
ástæSurnar til vandræSa ykkar
skyldu vera líkamlegar og
þeirra aS leita hjá þér, er lækn-
ir rétti aSilinn til aS ganga úr
skugga um þaS.
Hins vegar er auðvitað engan
veginn víst aS ástæSurnar séu
4 VIKAN 34. TBL.