Vikan


Vikan - 26.08.1971, Side 6

Vikan - 26.08.1971, Side 6
Á Filippseyjum eru sjórán enn stunduS í stórum stíl og smyglað inn slíkum kynstrum af varningi, að það fer fram úr lögmætum innflutn- ingi. Allar aðgerSir til að bæta ástandið eru sýndin ein, þar eð stjórnmálamenn og auðkýfingar eru sjálfir lífið og sálin í spillingaröflunum. 1 Lögreglumenn í Manila eru þrælvopnaðir, en aSgerðir þeirra gegn glæpaöldunni hafa lítið að segja. í Manila, höfuðborg Filipps- eyja, eru árlega framin fleiri | morð en í sjálfri New York, og um seytján þúsund á eyjun- um öllum. Engin borg í heimi er hættulegri fyrir túrista og aðra utanaðkomandi. Sænski blaðamaðurinn náði í leigubíl á Roxas Boulevard, einni helztu breiðgötunni í Manila. Klukkan var þrjú síð- degis, það var steikjandi heitt og plastklætt sætið eins og eld- ur í bakið. — Við keyrum heim til Mar- iu Lorenzo, sagði bílstjórinn og henti tveimur myndum af stúlku aftur í til blaðamanns- ins. — Maria er sú bezta í borg- inni og frábær að nudda. Viltu fá það franskt? Eða eitthvað annað sérstakt? Hann leit á blaðamanninn smáum, pírðum augum og hló. Á næsta andartaki heyrðist urg- andi hljóð — hann hafði keyrt aftan á næsta bíl á undan. Blaðamaðurinn notaði tæki- færið til að hlaupa út og henti um leið einum peso til bíl- stjórans. En hann hafði skammt

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.