Vikan - 26.08.1971, Page 15
fullyrt sé að ekki sé útilokað, að
þrýstingur grískra stjórnarvalda á
dómarann hafi valdið þar mestu
um.
En þessi sýknun bjargar ekki öllu
fyrir Stavros Níarkos. í huga al-
mennings er liann jafn sekur eða
að minnsta kosti jafn tortryggileg-
ur og óður. Svo litföróttur er per-
sónuleiki þessa gríska skipakóngs,
með svo köldu blóði og á svo sam-
vizkulausan hátt rakaði hann sam-
an milljörðum sínum, á svo blygð-
unarlausan hátt hefur hann varið
æfi sinni allt frá barnsaldri að all-
ur heimurinn trúir honum til alls.
Ýmsum, sem vel þekkja Niarkos
persónulega, finnst þó ótrúlegt að
liann hafi sjálfur lamið konu sina
bláa og blóðuga og siðan kyrkt hana.
Níarkos hefur alltaf verið þekktur
fyrir að nota höfuðið fremur en
hnefana.
Grikki þessi er hundrað og sjötíu
sentimetra hár og vegur hundrað og
fimmtíu pund. Hann er nefmæltur
og talar mjög hægt. Hann greiðir
hár sitt af smámunalegri nostur-
semi. Hárið er á litinn eins og blý,
málmur sá er byssukúlúr eru steypt-
ar úr. Augnalokin eru þykk og þung
og gefa honum oft syfjulegan svip.
en i viðræðum á hann til að sperra
þau eldsnöggt upp. Þá leynir sér
ekki í augunum, sem stundum virð-
ast brún en eru þó öllu heldur rauð,
sú ískalda einbeitni og frekja sem
fleytt hefur manninum til auðs og
þar með valda. Níarkos gengur
fjaðurmagnað og jöfnum skrefum
eins og aðalsmaður, og hann lætur
aldrei sjá til sín handapat það og
allskyns fettur og brettur, sem
Grikkir eru annars þekktir fyrir
líkt og fólk við Miðjarðarhaf yfir-
leitt. Hann hefur hreina andstyggð
á öðrum útbreiddum suðurlanda-
sið, sem sagt að leiðast með arm
um axlir eða mitti. Að hans dómi
hefur líkamleg snerting aðeins einn
tilgang — að öðlast holdlega nautn.
Þesskonar nautn fær liann i nuddi
Framhald. á bls. 47.
Evgenía Níarkos í einum
salnum í Creole, sitjandi undir
málverki eftir
Toulouse-Lautrec. En hún
var langt í frá eina konan, sem
maður hennar tók með sér
um borð í snekkjuna.
Hástéttarfólk
heimsins þráði heitar
en flest annað að
skipakónsurinn
byði því til fagnaðar
í þessari fimmtán
herbergja villu á
Spetsóoúla.
Nú hvílir yfir þessum
stað skuggi
óhugnaðar og grun-
semda - um morð.
Á ytra borði
vantaði ekki
hamingjuna í
fjölskylduna
Níarkos.
Hér er hús-
bóndinn á
heimilinu
ásamt eigin-
konu og
börnunum
Spýrosi,
Konstantín,
Tsabellu og
Philip.
34. TBL. VIKAN 15