Vikan


Vikan - 26.08.1971, Page 36

Vikan - 26.08.1971, Page 36
— Komdu nú, þú finnur aldrei þennan lakkrísmola! ingunni og heldur uppi mörg- um, sem geta stundað afbrot sín undir vernd laganna eða réttara sagt lögreglunnar. Auð- ugar fjölskyldur hafa á leigu einkaheri til að vernda líf sín og eigur. Ekki kveður minnst að of- beldinu á vettvangi stjórnmál- anna. Langflestir filippínskir stjórnmálamenn eru taldir sek- ir um morð og önnur myrkra- verk. Meira að segja núverandi forseti, Ferdinand Marcos, hef- ur einu sinni verið ákærður fyrir morð. 1939 drap hann einn af stjórnmálalegum keppinaut- um föður síns, en þáverandi forseti náðaði hann. Filippínskir stjórnmálamenn, héraðsstjórar og háttsettir op- inberir starfsmenn geta ekki gert sér miklar vonir um að verða ellidauðir. Spillingin el- ur af sér hatur og ofbeldi og gamla skæruliðahreyfingin frá árum síðari heimsstyrjaldar, HUK (Hukbalahap, /sem þýðir andjapanski alþýðuherinn), er aftur tekin að færast í aukana. HUK eru teknir að vega í stór- um stíl þá stjórnmálamenn, sem þeim iíkar ekki við, og einn dag fyrir skömmu slógu þeir þannig af ellefu pólitíkusa með einni hnitmiðaðri vélbyssu- hryðju. Fiiippseyjar hafa lengstum verið illa stæðar fjárhagslega, og oft hefur gjaldþrot virst á næsta ieiti. Til að bjarga þeim málum var á fjórða áratugn- um lagður lúxustollur á allar innfluttar vörur. Þetta kom af stað miklum ipnfiutningi smygl aðra vara frá Hongkong, Mac- ao, Sabah (á Borneó, tilheyrir Malasíu) og Formósu. Á hverju ári er nú smyglað inn í landið öllu sem nöfnum tjáir að nefna, frá sígarettum og áfengi upp í bandarísk dollaragrín, fyrir fjárhæð sem nemur þetta fjöru- tíu til níutiu milljörðum ís- lenzkra króna. Þetta eru meiri viðskipti en sú utanríkisverzl- un landsins sem fram fer fyrir opnum tjöldum. Milljónir manna eru flæktar í smyglið og við höfum ekki fangelsisrúm fyrir nema lítið brot af þeim, sagði varnarmála- ráðherrann nýlega í sambandi við herferð gegn smygli. Smyglið er hægt að stunda nokkurnveginn sér að áhættu- lausu, og það gefur góðan pen- ing í aðra hönd, jafnvel þótt helmingur hagnaðarins fari í mútur. Smyglvörurnar eru seldar fyrir opnum tjöldum í vöruhúsum og verzlunum um allt iandið. í frumskóginum tíu kíló- metra fyrir sunnan Manila er leynilegur flugvöllur, þar sem stöðug umferð er af flugvélum, sem koma með smyglvarning erlendis frá. Auðmaður nokk- ur flutti um skeið inn tíu banda- ríska lúxusbila á viku gegn- um þennan flugvöll. Pening- ana fyrir þá ætlaði hann að nota í kosningabaráttu um fylkisstjóraembætti. Ef hann yrði fylkisstjóri myndu gróða- möguleikar hans margfaldast. En af því varð ekki; skömmu síðar fannst hann dauður á af- viknum stað. Höfuðið vantaði á líkið og hefur ekki komið i leitirnar enn. Talið er að bana- maður hans, annar stjórnmála- maður og stórsmyglari, geymi það balsamerað til minja. Sjórnmálamennirnir múta bláfátækum bændunum til að kjósa sig og kaupa börnum sín- um framtíð. Þeir fjárfesta líka mikið í fyrirtækjum í Singa- púr og Hongkong, en þessar borgir eru taldar búa við meira pólitískt öryggi en Filippseyj- ar. Og miklar fúlgur eru lagð- ar inn á bankareikninga í Sviss og Líbanon. í sex ár hefur á Filippseyj- um af opinberri hálfu staðið yfir herferð gegn smygli, og mikið verið gert úr henni í blöðum. Nokkur þúsund smygl- arar hafa lika hafnað bakvið lás og slá, en þeir hafa allir verið smáfiskar að undanskild- um tveimur stórlöxum, sem voru fljótir að kaupa sig úr prísundinni. Herferðin gegn smyglinu hefur einkum verið til að sýnast, til að bæta mann- orð þjóðarinnar og friða svelt- andi bændurna. Auðvitað gæti stjórnin auð- veldlega útrýmt smyglinu með því að afnema lúxustollinn og selja bandarískt tóbak og á- fengi á sama verði og smygl- ararnir. Fyrir ríkiskassann kæmi það sér varla nema vel. En stjórnmálamennirnir segja að það gengi ekki. Þeir óttast að smyglararnir snúi sér þá að annarri gamalli filippínskri atvinnugrein, sjó- ráninu! Maður skyldi ætla að svo- leiðis væri búið að vera fyrir minnst hundrað árum, en það á ekki við um Filippseyjar. Þar leggjast menn í víking full- um fetum enn þann dag í dag. Þeir vopna hraðskreiða vélbáta með litlum fallbyssum og vél- byssum og ráðast jafnvel á hundrað þúsund smálesta olíu- skip. Þeir læðast að bráð sinni í skjóli náttmyrkurs, kasta lín- um upp á þilfar og streyma um borð, vopnaðir vélskammbyss- um, sverðum og hnífum. Venjulega mæta sjóræningj- arnir engu skipulegu viðnámi. Til þess koma árásir þeirra um of á óvart. Flestir af áhöfninni eru venjulega sofandi og eru læstir inni í klefum sínum. Pen- ingaskápur skipsins er tæmd- ur, áfengisbirgðir þess teknar og loftskeytasendirinn eyði- lagður. Stundum fremja sjó- ræningjarnir einnig spellvirki á vél skipsins, áður en þeir hverfa á brott jafn hljóðlaust og þeir komu. í fyrra réðust filippínskir sjó- ræningjar á tíu skip yfir þús- und tonn að stærð. Japanska flutningaskipið Jamamatsú Marú, sem leitað hafði vars í Manilaflóa undan fellibyl, var að morgni dags umkringt tíu smábátum, og voru sumir vopn- aðir fallbyssum. Tuttugu sjó- ræningjar réðust um borð í skipið og rændu það, þótt bjart væri ,og aðeins fimm hundruð metrar að mestu umferðargötu Manila. British Architect, tuttugu og þrjú þúsund smálesta olíuskip, var rænt á opnu hafi eftir að stýri þess hafði bilað og það rekið um stjórnlaust í heilt dægur. Þrátt fyrir mikinn storm réðust sjóræningjarnir til uppgöngu í skipið. Mest er sjóræningjahættan kringum Jolo og aðrar pálma- vaxnar eyjarnar í Suluklasan- um. — Ég vil heldur sigla sjó rr.orandi í tundurduflum, en koma nálægt Jolo, sagði sænsk- ur skipstjóri sem siglt hafði á stríðsárunum. Þarna fela sjó- ræningjarnir sig í litlum vík- um, sem kringvaxnar eru frum- skógagróðri. Þeir ráðast bæði á stór skip og smá, fiskimenn, smyglara og skemmtisiglara. Þeir hafa meira að segja loft- varnabvssur sem þeir nota gegn einka- og könnunarflugvélum. En eins og fyrr er að vikið er sjálf höfn Manila langt í frá örugg fyrir sjóræningjum. Einu sinni þegar sænskt skip var nýlagst þar að bryggju, komu sjóræningjar um borð, dulbúnir sem tollverðír, og höfðu á brott með sér áfengis- og tóbaksbirgðir skipsins, svo og nokkur transistortæki. Þeir hurfu frá borði rétt í sömu svipan og hinir réttu tollverð- ir sýndu sig. Um tuttugu ára skeið fram að 1968 gerðu næstum allir brytar á erlendum skipum, sem til Manila komu, góð viðskipti þar. Þegar vel gekk, græddu þeir kannski uppundir milljón krónur aukalega í einni ferð. Þeir keyptu birgðir af skatt- frjálsum sígarettum í Aden, Singapúr eða Hongkong og fleygðu þeim í Manilaflóann á leiðinni inn að hafnarbakkan- um. Smyglarar í sampönum eða fiskibátum veiddu síðan upp birgðirnar, sem vafðar voru í vatnsheldar umbúðir, og komu þeim áfram til vöruhúsanna í Manila. Nú hafa útgerðarfyrir- tækin tekið fyrir þessi við- skipti, hvað brytunum viðvík- ur, en ennþá geta þó sjómenn, sem til Manila koma, þénað þar eitthvað auka á tóbaki, á- fengi, myndavélum, segulbönd- um og útvarpstækj um. Og því fer fjarri að Manila sé óvinsæl af sjómönnum, þrátt fyrir allt ofbeldið þar. Svo er filippínska kvenfólkinu fyrir' að þakka. Þeir fullyrða að eina ráðið til að halda lífi og limum i Manila sé að ná sér í stelpu. Þeim sé hægt að treysta, og þær standi með þeim, sem blæðir á þær. Stelpur þær sem sjómennirnir hitta halda til á börum í hafn- arhverfinu, sem bera nöfn eins og Europa, Aurora, Pinas, Ta- hiti, Amor. AÍlt eru þetta hrein ræningjabæli. Stelpurnar eru þreyttar, slit- legar, sveittar og klístraðar í meiki. Þær hanga í sjómönn- unum og biðja um að drekka. Lýsingin er dauf, oft fjólublá eða græn, og víndauðir sjó- menn liggja fram á borðin. í hornunum eru þeldökkir Fil- ippseyingar í nankínsbuxum og skyrtum utanyfir. Þeir fylgjast með. Hér þarf ekki nema minnsta tilefni til að koma illindum af stað. Tllúðlegt augnaráð, óvar- legt orð eða hrinding af óvar- kárni — allt þetta getur dugað til að staðurinn logi í slags- málum. Öll vopn eru leyfð. Brotnar ölflöskur eru mikið 36 VIKAN 34. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.